Fréttablaðið - 19.02.2010, Síða 4
4 19. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
15°
5°
1°
1°
5°
3°
3°
1°
1°
20°
4°
15°
6°
18°
-7°
5°
14°
-4°
Á MORGUN
5-10 m/s, hvassara SA-til.
MÁNUDAGUR
5-15 m/s, hvassast
SA-lands.
-2
-2
-2
2
2
0
-1
2
-4
-4
-8
10
10
13
12
10
7
10
8
15
12
9
-3
0
-2
-4-4
-2
-2
-4-4
-3
HELGARHORFUR
Veðrið um helgina
verður keimlíkt því
sem verið hefur,
áfram norðaust-
lægar áttir ríkjandi
með éljum um
norðan- og aust-
anvert landið en
suðvestanlands
verður nokkuð
bjart. Það dregur
lítillega úr frosti í
dag en um helgina
verður frost víðast
á bilinu 0-8°C.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
NÍGER, AP Líklegt þykir að valda-
rán hafi verið framið í Níger í
Vestur-Afríku. Hermenn með
alvæpni réðust inn í forsetahöll-
ina um miðjan dag, og hafði ekk-
ert spurst til Mamadou Tandja
forseta í gærkvöldi.
Reykur barst frá forsetahöll-
inni eftir um 20 mínútna skotbar-
daga milli hermanna og lífvarða
forsetans. Vitni sagði hermenn-
ina hafa fært forsetann á brott.
Níger var svo til útilokað frá
samfélagi þjóðanna eftir að for-
setinn breytti stjórnarskrá til að
halda völdum og fá sjálfum sér
alræðisvald í hendur í desember
síðastliðnum. - bj
Byssuskot í forsetahöll Níger:
Valdarán
líklega framið
VIÐURKENNING Hilmir Hjálmars-
son hjá Sveinsbakaríi bar sigur
úr býtum í keppni um Köku árs-
ins sem Landssamband bakara-
meistara efnir til árlega í sam-
starfi við Nóa-Síríus.
Alls bárust tíu kökur í keppn-
ina og þurfa innsendar kökur að
vera fallegar, bragðgóðar og lík-
legar til vinsælda. Sala á kökunni
hefst í bakaríum félagsmanna
Landssambands bakarameistara
um helgina en hefð er fyrir því
að kakan sé kynnt um konudags-
helgina. Sigurkakan í ár er sam-
sett úr dökkum súkkulaðibotni,
hvítum botni, núggatmús og hjúp-
uð með dökkum Konsum orange-
súkkulaðihjúp.
Kaka ársins valin:
Nóg af súkku-
laði og núggat
MEÐ SIGURKÖKUNA Hilmir Hjálmarsson
sigraði í keppninni um köku ársins.
BANDARÍKIN, AP Dalaí Lama, leið-
togi útlagastjórnar Tíbeta á Ind-
landi, segist ánægður með þann
stuðning sem hann fékk frá Bar-
ack Obama Bandaríkjaforseta.
Þeir hittust í Hvíta húsinu í
Washington í gær, þrátt fyrir
harða andstöðu kínverskra
stjórnvalda. Að loknum fundin-
um sagði Robert Gibbs, talsmað-
ur Bandaríkjaforseta, að Obama
hafi lýst yfir stuðningi sínum við
„varðveislu hinna einstæðu trúar-
bragða, menningar og tungumáls
Tíbeta og mannréttindavernd
þeirra“. - gb
Dalaí Lama hitti Obama:
Ánægður með
stuðninginn
DALAÍ LAMA Í WASHINGTON Obama
forseti lýsti yfir eindrægnum stuðningi
við málstað Tíbeta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EFNAHAGSMÁL Fulltrúar íslenskra
stjórnvalda óskuðu eftir yfirlýs-
ingu frá bandarískum stjórnvöld-
um um stuðning við sjónarmið
Íslands í Icesave-málinu á tveggja
tíma fundi með fulltrúa banda-
rískra stjórnvalda 12. janúar.
Þeir Einar Gunnarsson, ráðu-
neytisstjóri utanríkisráðuneyt-
isins, og Kristján Guy Burgess,
aðstoðarmaður utanríkisráðherra,
funduðu með Sam Watson, sem
stýrir sendiráði Bandaríkjanna
hér á landi þar sem sendiherra
hefur ekki verið skipaður.
Í trúnaðarskjali sem sent var
frá sendiráðinu til bandarískra
stjórnvalda, og birt var á síðunni
Wiki leaks í gærkvöldi, er haft eftir
Einari að fari allt á versta veg í
Icesave-málinu gæti Ísland orðið
gjaldþrota strax á næsta ári.
Einar og Kristján sögðu íslensk
stjórnvöld þurfa alþjóðlegan stuðn-
ing í baráttu sinni við Breta og
Hollendinga. Watson sagði á móti
bandarísk stjórnvöld ætla að halda
hlutleysi í málinu.
Í minnisblaðinu er í framhaldinu
haft eftir þeim Einari og Kristj-
áni að slíkt hlutleysi væri í raun
ómögulegt þegar tvö stór lönd
væru að kúga lítið land.
Í skjalinu kemur einnig fram
að Watson hafi fundað með Ian
Whiting, sendiherra Bretlands á
Íslandi. Haft er eftir Whiting að
bresk stjórnvöld hafi fengið mis-
vísandi skilaboð frá íslenskum
stjórnvöldum. Fyrst hafi þau talað
fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu en
svo vilji þau nýja samninga. - bj
Fulltrúar íslenskra stjórnvalda báðu Bandaríkjamenn um stuðning vegna Icesave:
Óttuðust þjóðargjaldþrot 2011
EINAR
GUNNARSSON
KRISTJÁN GUY
BURGESS
GENGIÐ 18.02.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
230,3209
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128 128,62
199,77 200,75
173,81 174,79
23,349 23,485
21,631 21,759
17,76 17,864
1,4088 1,417
196,06 197,22
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
NEYTENDUR Full ástæða er til að
nýta heimild í nýjum lögum um
neytendalán til að setja skilyrði
fyrir veitingu smálána, að mati
Neytendastofu. Slík skilyrði myndu
meðal annars skylda veitendur svo-
kallaðra SMS-lána til að gera lán-
takendum gleggri grein fyrir kostn-
aði við lántökuna.
Efnahags- og viðskiptaráðuneyt-
ið undirbýr nú frumvarp sem inn-
leiða á nýja tilskipun Evrópusam-
bandsins um neytendalán. Þar er
meðal annars að finna heimild til að
setja sérstök lán undir 200 evrum,
35 þúsund krónum, sem hingað til
hafa verið undanskilin lögum um
neytendalán, segir Tryggvi Axels-
son, forstjóri Neytendastofu.
Starfsmenn Neytendastofu hafa
þegar verið í sambandi við efna-
hags- og viðskiptaráðuneytið vegna
þessa, en endanleg ákvörðun verð-
ur tekin þar.
Verði smálánin felld undir hefð-
bundin ákvæði laga um neytenda-
lán þurfa forsvarsmenn þeirra
fyrirtækja sem þau veita að gefa
viðskiptavinum mun ýtarlegri
upplýsingar en nú er gert, segir
Tryggvi.
Til dæmis þurfi að upplýsa
hver kostnaðurinn við lántökuna
er á ársgrundvelli með svokall-
aðri árlegri hlutfallstölu kostnaðar
við lánið. Slíka hlutfallstölu þurfa
önnur fyrirtæki sem veita lán allt-
af að upplýsa sína lántakendur um
í dag, segir Tryggvi.
„Þetta mun auka vernd neytenda,
en á endanum er valið þeirra,“ segir
Tryggvi. Kjósi neytandinn að taka
lán á okurvöxtum sé það ákvörðun
hans.
Tryggvi segir það á verksviði
efnahags- og viðskiptaráðuneyt-
isins að ákveða hvort sett verði
sérstök lög um að starfsemi smá-
lánafyrirtækja verði gerð starfs-
leyfisskyld.
Í dag þurfa fyrirtæki sem veita
smálán ekki að fá starfsleyfi þrátt
fyrir að standa í lánastarfsemi. Í
svari Fjármálaeftirlitsins við fyr-
irspurn Fréttablaðsins kemur fram
að slík fyrirtæki teljist ekki fjár-
málafyrirtæki þar sem þau fjár-
magni útlán sín ekki með innlán-
um. Því þurfi þau ekki að sækja
um leyfi til lánastarfsemi til eftir-
litsins.
Í dag býður eitt fyrirtæki upp
á svokölluð SMS-lán, en heimildir
Fréttablaðsins herma að fleiri íhugi
nú að fara út í slíka lánastarfsemi.
Til að taka slík lán þarf að skrá sig
á vefsíðu fyrirtækisins, og senda
svo SMS til að fá skyndilán allt að
40 þúsund krónum í fimmtán daga.
brjann@frettabladid.is
Má setja skilyrði fyr-
ir veitingu smálána
Nýleg tilskipun ESB heimilar að sett séu skilyrði um veitingu smálána. Myndi
skylda smálánafyrirtæki til að sýna lántakendum kostnað á ársgrundvelli. Þarf
að stoppa í göt á lögum um fjármálafyrirtæki, segir forstjóri Neytendastofu.
SKYNDILÁN Hægt er að taka allt að 40 þúsund króna lán með því að senda SMS-
skilaboð hjá eina fyrirtækinu sem býður upp á smálán hér á landi.
DÓMSMÁL Tveir karlmenn á þrí-
tugsaldri hafa verið dæmdir í
Héraðsdómi Reykjavíkur í nokk-
urra mánaða fangelsi fyrir kanna-
bisræktun og vörslu fíkniefna.
Mennirnir voru teknir í mars á
síðasta ári, þar sem þeir ræktuðu
503 kannabisplöntur í Engihjalla
í Kópavogi. Annar þeirra hafði
áður verið tekinn með sex plönt-
ur á öðrum stað. Þá hafði fund-
ist maríjúana og tóbaksblandað
kannabisefni hjá honum. Annar
mannanna var dæmdur í níu mán-
aða fangelsi en hinn fimm. - jss
Héraðsdómur Reykjavíkur:
Dæmdir fyrir
kannabisræktun
Minni verðmæti en í fyrra
Heildarafli íslenskra fiskiskipa, metinn
á föstu verðlagi, í janúar síðastliðnum
var 8,9 prósent minna en á sama
tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef
Hagstofu Íslands. Umtalsvert færri
tonn voru veidd í ár, eða 55.445 tonn
samanborið við 71.520 tonn í janúar
í fyrra.
SJÁVARÚTVEGUR