Fréttablaðið - 19.02.2010, Side 6

Fréttablaðið - 19.02.2010, Side 6
6 19. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR MENNTUN Nýjar innritunarreglur í framhaldsskóla búa til fleiri vanda- mál en þær leysa, segir Ingi Ólafs- son, skólastjóri í Verslunarskóla Íslands, sem í fyrsta sinn í sögu skólans verður að hverfisskóla. Skiptar skoðanir eru hjá skólastjór- um framhaldsskóla um reglurnar sem fela í sér að að minnsta kosti 45 prósent nýnema eigi að koma úr skólum í grenndinni. Ingi segir grunnskólanema setta í átthagafjötra með reglunum. Már Vilhjálmsson, skólastjóri Mennta- skólans við Sund, segir reglurnar í mótsögn við lög um framhalds- skóla. Þau hvetji til sérstöðu skóla en reglur um hverfisskóla dragi úr valmöguleika nemenda til að velja sér skóla við hæfi. Ingibjörg S, Guðmundsdóttir, skólastjóri Kvennaskólans, tekur undir þessi sjónarmið, reglurnar muni heldur ekki leysa öll vandamál er snúa að innritun nýnema í framhaldsskóla, heldur færa vandann til. Lársus H. Bjarnason, skólastjóri Menntaskólans við Hamrahlíð, segir lítið hægt að segja um innrit- unarreglurnar fyrr en á þær hafi reynt. Hann hafi þó á tilfinningunni að þær breyti ekki miklu fyrir skól- ann, MH hafi ætíð tekið hærra hlut- fall úr nágrenninu en ýmsir aðrir skólar, búseta hafi verið sjónarmið sem tekið hafi verið tillit til. Guðrún Hrefna Guðmundsdótt- ir, skólastjóri Fjölbrautaskólans í Breiðholti, býst ekki við að reglurn- ar breyti miklu fyrir FB. Framhaldsskólum ber að setja inngönguskilyrði fyrir nýnema í samráði við menntamálaráðuneyt- ið. Þær upplýsingar fengust þar að framhaldsskólar eigi að hafa þær tilbúnar um næstu mánaðamót. Innritun í framhaldsskóla gekk brösuglega síðastliðið vor eins og greint var frá í fréttum. Ingibjörg segir vandræðin ekki hafa skapast út af því að samræmdu prófin voru aflögð heldur vegna þess hve mikill nemendafjöldi sótti um framhalds- skólavist, mjög lítill sveigjanleiki sé í kerfinu vegna þess að plássin fyrir nemendur séu ekki nægilega mörg. Már er sama sinnis og segir vandamál vera að trassað hafi verið í mörg ár að byggja nýjan framhaldsskóla í Reykjavík. Það hafi haft þær afleiðingar að skóla- bekkirnir séu afar þétt setnir og val nemenda af skornum skammti. Þeir hafi í raun ekki val um framhalds- skóla fyrr en námsframboð verði aukið, framboð af skólaplássum verði meira en eftirspurn. Þess má geta að nemendum ber að sækja um framhaldsskóla í byrj- un apríl og kemur þá í ljós hvert straumurinn liggur. Engar einkunn- ir fylgja þeirri umsókn en þær eru svo sendar á framhaldsskólana að grunnskólaprófum loknum. Nem- endur geta sótt um hvaða skóla sem er, en hafa forgang í hverfisskólum. sigridur@frettabladid.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Glæsileg ryksuga með öflugum mótor, 2000 W. Sjálfinndregin snúra, hleðsluskynjari. 4 lítra slitsterkur poki. Vinnuradíus: 10 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 06G2001 23.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 29.900 kr.) ASÍ krefst ... ... þess að Seðlabankinn lækki vexti til að auka fjárfestingar og atvinnu. Nánari upplýsingar á www.asi.is E N N E M M / S ÍA / N M 40 92 4 Óánægja með end- urkomu hverfisskóla Skólastjórnendur eru margir óánægðir með nýjar innritunarreglur í framhalds- skóla. Samkvæmt þeim eiga að minnsta kosti 45 prósent nýnema að koma úr hverfinu. Nemendur eru settir í átthagafjötra, segir skólastjóri Verslunarskólans. NÝJAR LEIÐIR EFTIR NIÐURFELLINGU SAMRÆMDU PRÓFANNA Framhaldsskólar miðuðu lengi vel við niðurstöður samræmdra prófa er þeir tóku nemendur inn í skólann. Þau hafa verið lögð niður og er þess í stað tekið tillit til einkunna úr grunnskóla og búsetu samkvæmt nýjum reglum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nemendur í flestum grunnskól- um Reykjavíkur eiga forgang í tvo framhaldsskóla. Undantekning frá þessu eru nemendur í grunnskólum í Breiðholti, sem allir hafa forgang í Fjölbrautaskólann í Breiðholti, og grunnskólanemar í Grafarvogi, að Foldaskóla undanskildum, sem hafa forgang í Borgarholtsskóla. Folda- skólanemar hafa einnig forgangi í Menntaskólann við Sund. Á landsbyggðinni eru langflestir nemendur með forgang í einn skóla. Nemendur í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi eiga allir forgang í framhaldsskóla í sínu bæj- arfélagi en þar að auki í Iðnskólann í Hafnarfirði. Nemendur úr Mosfells- bæ eiga forgang í framhaldsskólann í bænum og Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Hægt er að skoða yfirlit yfir forgangsskóla framhaldsskólanna á síðunni www.menntagatt.is. FORGANGUR Í EINN EÐA TVO SKÓLA MENNTUN Mikilvægt er að nemend- ur hafi áfram val um skólagerð, milli bekkjarkerfis og fjölbrauta- kerfis segir Kristrún G. Guð- mundsdóttir, skólastjóri Hlíða- skóla. Framhaldsskólarnir séu með misjafnar áherslur og ekki víst að hverfisskólarnir henti endilega öllum nemendum. Þær reglur sem giltu í fyrra voru harðlega gagnrýndar. Krist- rún bendir á að þær hafi einfald- lega ekki gefist vel, fjöldi ung- menna hafi ekki fengið skólavist fyrr en seint og um síðir. Ráðu- neytið virðist hafa lært af því. Nú eigi nemendur að sækja um vist í framhaldsskóla um miðjan apríl, löngu áður en einkunnir liggi fyrir, væntanlega svo hægt verði að kort- leggja hvert straumurinn liggur. Alltaf er viss spenna meðal nemenda í tíunda bekk um vist í framhaldsskóla, en Kristrún segir engan óróleika meðal nemenda í Hlíðaskóla vegna breytinga á regl- um um innritun. „Nemendurnir takast á við sitt nám eins og venju- lega og reyna að gera sitt besta.“ - bj Skólastjóri Hlíðaskóla segir nemendur ekki órólega vegna nýrra innritunarreglna: Mikilvægt að nemendur hafi val HLÍÐASKÓLI Nemendur hans eiga forgang í MH og Versló. Hefur þú íhugað að flytja úr landi vegna hrunsins? JÁ 56% NEI 44% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú skoðað kynningarvef vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, thjodaratkvaedi.is? Segðu skoðun þína á vísir.is STJÓRNSÝSLA Bankasýsla ríkis- ins er formlega tekin til starfa og hefur fjármálaráðherra skipað stjórn hennar. Formaður er Þor- steinn Þorsteinsson rekstrarhag- fræðingur, en með honum í stjórn sitja þau Sonja María Hreiðars- dóttir lögmaður og Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur. Þá tók nýtt bankaráð Lands- bankans til starfa í gær. Þá tók Gunnar Helgi Hálfdánarson við formennsku af Hauki Halldórs- syni, sem enn situr í ráðinu. Auk þeirra eru þar Guðríður Ólafs- dóttir, Sigríður Hrólfsdóttir og Friðrik Pálsson. Nýtt bankaráð mun auglýsa stöðu bankastjóra og þá er stefnt að því að hvor hlutur kyns í forystusveit bankans verði ekki undir fjörutíu prósentum í árslok 2013. - kóp Nýtt bankaráð Landsbankans: Bankasýslan tekin til starfa Álverið fær stækkun Skipulags- og byggingarfulltrúi Hafn- arfjarðar hefur samþykkt ósk Alcan um að reisa viðbyggingu vestan við núverandi kersmiðju. Byggingin er nauðsynleg vegna áforma fyrirtækis- ins um framleiðsluaukningu. SKIPULAGSMÁL Sex sinnum með fíkniefni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjölmörg brot. Hann var tekinn sex sinnum með flestar tegundir fíkniefna. Þá er hann ákærður fyrir umferðarlagabrot og þjófnað. Sekt fyrir hraðakstur Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til að greiða 30 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Hann ók á 108 kílómetra hraða austur Suðurlands- veg þar sem hámarkshraði er 90. DÓMSTÓLAR DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa rúmlega 300 grömm af amfetamíni í fórum sínum til að dreifa og selja. Maðurinn var tekinn á síðasta ári í Smáíbúðahverfinu í Reykja- vík. Amfetamíninu kastaði hann út um glugga íbúðar sinnar þegar lögreglan hafði afskipti af honum. Þá hefur kona á fer- tugsaldri verið dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnavörslu. Hún var með smáræði af amfetamíni og kannabislaufum og 140 kannabis- plöntur. - jss Héraðsdómur Reykjaness: Amfetamínið út um glugga EFNAHAGSMÁL Lítill hluti þeirra gagna sem vísað er til á kynning- arvef vegna fyrirhugaðrar þjóðar- atkvæðagreiðslu hefur ekki verið þýddur úr ensku á íslensku. Opnað var fyrir kynningarvefinn í gær. Lagastofnun Háskóla Íslands vann upplýsingar fyrir vefinn fyrir dómsmála- og mannrétt- indaráðuneytið. María Thejll, for- stöðumaður stofnunarinnar, segir að hlutleysi hafi verið haft að leið- arljósi við vinnslu gagnanna. Eitt af þeim atriðum sem miklu skipta vegna skuldar Tryggingar- sjóðs innstæðueigenda við breska og hollenska ríkið, verði lögin sam- þykkt, er hversu mikið fæst upp í skuldina úr þrotabúi Landsbank- ans. Vilji landsmenn kynna sér útreikninga á mögulegum endur- heimtum er þeim meðal annars vísað á tæplega 60 síðna skýrslu skilanefndar Landsbankans. Skýrslan er á ensku og þykir nokkuð tyrfin. María segir að laga- stofnun hafi hvorki haft tíma né umboð til að láta þýða skýrsluna. Það sem þar komi fram sé vissu- lega flókið, en sömu upplýsingar megi finna í gögnum frá Seðla- banka Íslands sem einnig sé vísað í. María segir það á valdi stjórn- valda að láta þýða skýrsluna. Skoða má kynningarvefinn á vefslóðinni thjodaratkvaedi.is. - bj Kynningarvefur stjórnvalda vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave opnaður: Hluti gagna birtur á ensku KYNNING Vefurinn thjodaratkvaedi.is var opnaður í gær. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.