Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 16

Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 16
16 19. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 ÖGMUNDUR JÓNASSON Í DAG | Þróunarfélag Keflavíkurflug-vallar kveðst hafa mikl- ar væntingar um fjárhagsleg- an ávinning og atvinnusköpun vegna nýs einkarekins sjúkra- húss á Suðurnesjum á vegum fjármálamannsins Róberts Wessman. Er talað um að sjúk- lingar geti orðið allt að 1000 á fyrsta ári starfseminnar, störf sem skapist í tengslum við verk- efnið nemi um 300 og heild- artekjur af starfseminni geti orðið 3,5 milljarðar á ári. Okkur er kynnt þetta sem nýsköp- un, framlag einkageirans til atvinnuuppbyggingar, nánast fundið fé. Heilbrigðisþjónusta fyrir efnafólk Ekki er það sannfærandi í mínum huga að nýtt einka- sjúkrahús á vegum fyrirtæk- is Róberts Wessman og félaga myndi ekki koma til með að seil- ast ofan í vasa skattborgarans eins og reynt er að láta í veðri vaka. Vissulega er til í dæminu að þróa hér á landi hreinrækt- aðan einkarekstur í heilbrigð- isþjónustunni eins og þekkist í Bandaríkjunum og víða um heim. Í Taílandi og á Suðurhafs- eyjum hefur í seinni tíð verið að eflast rekstur þar sem gert er út á fjölþjóðlegan markað efna- fólks og einstaklinga sem njóta einkatrygginga. Gert út á skattborgarann Einkavæðingin í Evrópu er af nokkuð öðrum toga. Í Evrópu hugsa fjárfestar vissulega gott til glóðarinnar þessa dagana því þar sjá menn fram á að „mark- aðir“ kunni að opnast með til- skipunum ESB um verslun á heilbrigðisþjónustu yfir landa- mæri. Í þessu tilviki er það þó hið opinbera sem ætlast er til að borgi brúsann en ekki efna- fólkið beint úr eigin vasa eða með milligöngu einkatrygg- inga. Innan Evrópusambands- ins er þetta afar umdeilt og þá ekki síst á Norðurlöndum þar sem margir líta á þessa þróun sem ógn við almannarekna heil- brigðisþjónustu. Það sem hér skiptir máli er að menn geri sér glögga grein fyrir því að hér er um að ræða útgerð þar sem afla- miðin eru vasi skattborgarans. Á Íslandi hefur ríkt sátt Hér á landi höfum við búið við sambland almannaþjónustu og einkareksturs sem fjármagn- aður er úr almannatrygging- um, það er að segja með skattfé okkar. Um þessa blöndu hefur verið bærileg sátt þótt margir hafi af því áhyggjur að landa- mærin hafi færst um of í mark- aðsátt. En markalínur hafa verið skýrar. Þannig hefur sú regla verið við lýði að læknar eru annaðhvort á samningi við ríkið eða ekki. Landamærin á milli hreinræktaðs einkareksturs og „einka“reksturs sem fjármagn- aður er af hinu opinbera hafa verið nokkuð ljós. En hversu skýr verða þau í framtíðinni? Fjárfestar í nýjum sjúkrahúsum tala um að flytja inn sérfræð- inga til landsins og jafnframt nýta starfskrafta sjálfstætt starfandi sérfræðinga hér á landi. Sú spurning sem vaknar er þá þessi: Munu íslenskir sjúkling- ar leita inn á hina nýju einka- spítala og krefjast hlutdeildar hins opinbera í kostnaði? Ligg- ur þetta í hugmyndinni? Munu sjálfstætt starfandi læknar vilja fá hið besta af báðum heimum, starfa á einkaspítala en jafn- framt fá greiðslur frá hinu opin- bera í gegnum sjúkratrygging- ar? Hér gilda ekki eingöngu yfirlýsingar um ásetning manna því við verðum í alvöru að velta því fyrir okkur hvaða þrýsting- ur verður uppi þegar nýr einka- rekinn veruleiki lítur dagsins ljós. Hugsum áður en við framkvæm- um Um er að ræða hagsmuni sjúk- linga, starfsfólks, skattgreið- enda, almannaþjónustunnar – og sjálfstætt starfandi sér- fræðinga. Sú staða gæti nefni- lega skapast á aðhalds- og nið- urskurðartímum, að til varnar almannaþjónustunni yrði nauð- synlegt að draga úr framlagi hins opinbera til einstaklinga sem í dag starfa sjálfstætt og þar með raska þeirri blöndu sem við búum við. Þannig gætu áform um stóraukinn einka- rekstur snúist upp í andhverfu sína – atlögu að sjálfstætt starf- andi sérfræðingum sem hingað til hefur verið sátt um. Nú þarf að hugsa alla hluti til enda. Stórkallalegar bisness- hugmyndir með fyrirheitum um blóm í haga hafa áður reynst fallvaltar. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Einkavædd heilbrigðis- þjónusta er óhagkvæm Heilbrigðismál UMRÆÐAN Jón Sigurðsson svarar Þorvaldi Gylfasyni Leitt er til þess að vita að vegið er að látnum manni í þeirri von að enginn verði til andsvara. Þá er því treyst að enginn svari neinu um löngu gleymd mál. Löngu hraktar ávirðingar eiga þannig að verða við- urkenndar sem söguleg sannindi. Þjóðkunnum blaðahöfundi varð þetta á hér í Fréttablaðinu fimmtud. 18.febrúar sl. Þar er því haldið fram að Vilhjálmur Þór hafi verið sannur að sök í Olíumálinu gamla sem alræmt varð á sínum tíma. Óþarft er að sitja undir óhróðri þessum. Niðurstaða Olíumálsins gamla varð sú að meg- inefni þess varðaði ekki Vilhjálm Þór, heldur aðra menn. Vilhjálmur Þór var sakfelldur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að mæla beint fyrir um umsókn til gjald- eyrisyfirvalda fyrir eitt lán sem Olíu- félagið hf. veitti Sambandi íslenskra samvinnufélaga haustið 1954. Í þessu og öðrum þáttum málsins var Vilhjálmur Þór ábyrgur sem stjórnarformaður, en brotin athafnir annarra starfsmanna án hans vitundar. Vilhjálmur var því í raun brotaþoli. Því er einnig haldið fram að Vilhjálm- ur Þór hafi verið virðingarmaður Fram- sóknarflokksins. Raunin var þó sú að foringjar allra stjórnmálaflokkanna óttuðust áhrif Vilhjálms Þórs og vissu að hann fór sínu fram án atfylgis þeirra. Sannaðist þetta vel við stjórnarmyndun árið 1950. Ekki verður setið undir því lengur að menn sverti minningu þessa merkismanns. Höfundur er lektor við Háskólann í Reykjavík. Minning Vilhjálms Þórs JÓN SIGURÐSSON Ágæt var ræða formanns Viðskiptaráðs á viðskiptaþingi á miðviku- dag. Það er að segja fyrir þá sem tilheyra þeim klúbbi eða aðhyllast þær kenningar og samfélagsgerð sem hann boðar og berst fyrir. Skammirnar í garð stjórnvalda hafa hljómað sem tónlist í eyrum þinggesta enda veit Viðskiptaráð fátt verra en stjórnvöld sem vilja stjórna. Viðskiptaráð vill stjórnvöld sem búa svo um hnútana að engu er að stjórna. Markaðurinn sér um sig sjálfur, segir Viðskipta- ráð sem hefur þann megintilgang að gæta hagsmuna viðskiptalífsins og koma almenningi í skilning um mikilvægi frjálsræðis í viðskipt- um. Liður í útbreiðslustarfinu voru skýrslur og greinar um útrásina og bankana. Þetta er æðislegt, sagði Viðskiptaráð. Þetta er gjörsamlega æðislegt. Svo hrundi þetta allt saman og ekkert stendur eftir nema skuldirnar. Viðskiptaráð hefur ekki enn sagt okkur hvað fór úrskeiðis. „Mikið gæfuspor var stigið með einkavæðingu á ríkisbönkun- um og því væri það mikil afturför ef hið opinbera ætlaði að setja umsvifum fjármálafyrirtækja skorður sem afmörkuðust við eina tegund starfsleyfa,“ sagði Viðskiptaráð einu sinni. Sé frelsi fyrsta boðorð Viðskiptaráðs er afnám eftirlits boðorð númer tvö. Viðskiptaráði er almennt illa við allt eftirlit með starf- semi fyrirtækja og kallar það íþyngjandi. Viðskiptaráði virðist líka almennt illa við upplýsingar. Tillögur á Alþingi um úttekt á stjórn- unar- og eignatengslum í viðskiptalífinu, úttekt á vöxtum og þjón- ustugjöldum banka og úttekt á starfsskilyrðum Fjármálaeftirlitsins voru óþarfar að mati þess. Það er svo önnur saga en segir sitt að Viðskiptaráð taldi líka óþarfi að gerð yrði framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna og gat ekki fellt sig við tillögu um aðgerðir gegn fátækt. Það er von á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrun- ið. Af því tilefni er rétt að rifja upp hvað Viðskiptaráð sagði um það mál allt þegar löggjöf um nefndina var í smíðum. Jújú, það er ágætt að rannsaka en „ekki svo unnt sé að draga einstaklinga til ábyrgðar, hvað þá til að gagnrýna siðferði þeirra og stjórnarhætti“. Og af því að aðgerðir sérstaks saksóknara voru í fréttunum á dögum er líka rétt að rifja upp hvað Viðskiptaráð sagði um það embætti þegar lögin um það voru í mótun. Tiltekin ákvæði eru „frávik frá grundvallarreglum réttarríkisins,“ sagði Viðskiptaráð um frumvarpið. Einnig: „Talsverðar líkur eru jafnframt á því að efnisreglur þess muni draga úr trausti umheimsins í garð íslensks fjármálakerfis.“ Þegar allt er talið saman má spyrja hvers vegna í ósköpunum for- sætisráðherra er að ávarpa samkomu klúbbs sem hefur ofangreint að leiðarljósi. Klúbb sem ekki vill eftirlit, helst engar reglur, telur upplýsingar óþarfar, leggst gegn aðgerðum gegn fátækt, vill ekki að fjallað sé um siðferði og stjórnarhætti ábyrgðarmanna banka- hrunsins og heldur að stofnun sérstaks embættis um rannsókn á saknæmum gjörðum tengdum hruninu dragi úr trausti útlendinga á fjármálakerfinu. Það gæti orðið landi og þjóð til farsældar að gera allt öfugt við það sem Viðskiptaráð segir. Hví sækir forsætisráðherra þing Viðskiptaráðs? Sérkennileg sýn á samfélagið BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON SKRIFAR Fabrizio Marino á La Primavera “Sýndaregg” úr þrenns konar osti “Lystaukandi fyrst, gómsætt inní og svo keimur” Risotto með graskeri og shitake og dularfullu samspili af súru og sætu “Undir litríku teppi” Skógarganga að vetri með reyktri seljurót, sellerí og ímynduðum kavíar úr káli, rúsínum, steiktri salvíu og öðrum leyndardómi “Gong” Sindrandi bragð af berjum og sætum ávöxtum Austurstræti 9 - www.laprimavera.is - S. 561 8555 Tilgangslaust en styð samt Alþingismenn ræddu í gær hvort hefja ætti rannsókn á ákvörðun þáverandi stjórnvalda um að Íslend- ingar tækju þátt í innrás í Írak. Færðu þau Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ögmundur Jónasson, flutningsmenn tillögu þess efnis, ýmisleg rök fyrir þörfinni á slíkri rannsókn. Varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, er meira en til í rannsóknina. Henni finnst hún reyndar algjörlega tilgangslaus, þar sem allar upplýsingar liggi fyrir, en „ef menn vilja einfaldlega fara í þessa vinnu aftur þá bara gera menn það“. Einhverjum þætti hreinna og beinna að vera ein- faldlega á móti rannsókn telji menn hana tilgangslausa. Blóðug smjörklípa Og Þorgerður Katrín bætti um betur í umræðunni. Ekki nóg með að hún teldi rannsóknina, sem hún þó var til í, tilgangslausa, heldur taldi hún allan málatilbúnaðinn vera smjörklípu. Það orðalag varð vinsælt eftir krúttlega sögu Davíðs Oddssonar um ömmu hans. Lægstu tölur um mannfall í – og af völdum – Íraksstríðsins kveða á um tæplega 100 þúsund fallna. Hæstu um rúmlega millj- ón. Ísland studdi þessi dráp. Það má vera blóðug smjörklípa að ræða það. Dolli hlöðugaflsrass Adolf Ingi Erlingsson íþróttafrétta- maður gerir það ekki endasleppt. Álíka mikið var rætt um árangur hans í lýsingum og landsliðsins í hand- bolta í Austurríki. Nú er hann kominn í skíðaíþróttirnar. Og þar situr Dolli og fær til sín sérfræðinga. Þeir láta móðan mása um rassa kvenna, sem sumir hverjir minna þá á hlöðugafla, og lærin, ásamt því að skellihlæja þegar einhver dettur. RÚV tilkynnti um niðurskurð í fjár- málum nýverið, að skorið hafi verið niður í þroska lýsenda, svo nálgist leikskólastigið, kemur á óvart. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.