Fréttablaðið - 19.02.2010, Qupperneq 20
BÍLAÞVOTTI er gott að sinna um helgar. Sumir sjá sjálfir um þvott-
inn, aðrir leyfa bónstöðvum að sjá um vinnuna. Nú getur fólk
á suðursvæði Vestfjarða í fyrsta sinn nýtt sér slíka þjónustu því
nýlega opnaði bón- og þvottastöð á Patreksfirði.
Hátíðin Fóður og fjör var fyrst
haldin árið 2008 og var svar veit-
ingastaða á landsbyggðinni við
matarhátíðinni Food & Fun í
Reykjavík. Fjölmargir veitinga-
staðir um allt land tóku þátt fyrstu
tvö árin en nú virðist áhuginn hafa
fjarað út, nema hjá kokkunum á
veitingastaðnum Við pollinn á Ísa-
firði sem ætla að halda uppi merkj-
um hátíðarinnar um helgina.
Hlutverk hátíðarinnar var að
kynna íslenskt hráefni til matar-
gerðar auk þess að kynna hvað
um er að vera á hverju landsvæði.
Eigendur veitingastaðarins Við
pollinn, Eiríkur Gísli Johansson
og Halldór Karl Valsson, tóku við
rekstrinum í ágúst 2007. Eirík-
ur segir að frá upphafi hafi hátíð-
inni verið vel tekið. Fyrstu tvö
árin komu gestakokkar, en í ár
sjá þeir sjálfir um matreiðsluna.
Eiríkur sagðist ekki vita til þess
að fleiri veitingastaðir tækju þátt
í ár. Hann hefur þó trú á að hátíðin
geti vaxið og dafnað, en veitinga-
staðir á landsbyggðinni séu ekki
með síðri matseðla eða kokka en
í Reykjavík. „Það verður bara að
blása í lúðra á næsta ári og þjappa
liðinu saman aftur, það hefur
aldrei skort samstöðu hjá lands-
byggðarfólkinu.“
Fóður og fjör-matseðillinn verð-
ur frá fimmtudegi til laugardags,
en á laugardaginn mun Megakukl
skemmta mannskapnum en band-
ið spilar lög Megasar. Elvar Logi
Hannesson leikari mun vera í far-
arbroddi sem Megas. Eiríkur segir
að síðustu ellefu árin hafi saltfisk-
rétturinn á matseðlinum verið
langvinsælastur. „Enda erum við
með besta saltfisk í heimi sem
er framleiddur hér fyrir vestan,“
segir hann glaðlega.
Á matseðli helgarinnar verður
einmitt útfærsla á saltfiski í formi
saltfiskpitsu, sem verður í forrétt
ásamt bláberja og brennivínssorb-
et. Í aðalrétt er sveppa- og spínat-
fyllt lambarúlla með soðkartöflu
og rauðvínssósu og að lokum er
rabarbara-creme brulé með rabar-
baraís.
En hverjir sækja Fóður og fjör?
„Það eru aðallega heimamenn,“
segir Eiríkur. „Breiður hópur
fólks sem vill borða góðan mat og
skemmta sér.“ - sgá
Vilja halda uppi merkj-
um Fóðurs og fjörs
Áhugi veitingastaða á hátíðinni Fóður og fjör virðist hafa dvínað. Kokkar á ísfirska veitingastaðnum Við
pollinn ætla þó að vera með sérstakan matseðil og ýmsar uppákomur undir merkjum Fóðurs og fjörs.
Nýir eigendur tóku við rekstri veitingastaðarins Við pollinn árið 2007.
Listakonan Dodda Maggý hefur
sýnt í Listasafni Reykjavíkur
undanfarið en síðasti sýningar-
dagur er á sunnudaginn.
Lucy nefnist myndbands- og hljóð-
innsetning Doddu Maggýjar sem
er fimmtándi listamaðurinn til að
sýna í D-salar verkefni Listasafns
Reykjavíkur í Hafnarhúsi.
Í verkinu kannar listamaðurinn
hugmyndina um hljóðskynjun út
frá mannsröddinni og mannslík-
amanum. Dodda Maggý hefur sýnt
á samsýningum víða um heim.
Hún lauk námi frá Listaháskóla
Íslands, MFA gráðu frá The Royal
Danish Academy of Fine Arts og
síðar sömu gráðu úr samræmdu
námi listaháskóla á Norðurlöndun-
um með áherslu á hljóðverk. Sýn-
ingarstjóri er Yean Fee Quay.
Sýningarlok á verkum Doddu
Maggýjar eru á sunnudag. Næsti
listamaður til að sýna í D-salnum
er Katrín Elvarsdóttir en sýning
hennar verður opnuð 25. febrúar.
Sýningarlok
á Lucy
Dodda Maggý sýnir í D-sal Hafnarhúss-
ins.
Sálrænn
stuðningur
Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið
Sálrænn stuðningur þriðjudaginn 1. mars kl. 17-21
í Hamraborg 11, 2 hæð.
Þátttökugjald er 5000 krónur.
Leiðbeinandi er Margrét Blöndal.
Sjálfboðamiðstöð Hamraborg 11 www.redcross.is/kopavogur opið virka daga kl. 10-16
Skráning er til 13. okt.
Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings
í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera
sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í
sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning
og umhyggju.
i r
Innifalið er þátttökuskírteini og námskeiðsgögn.
Frekari upplýsingar fást í síma 554 6626
með tölvupósti á kopavogur@redcross.is.
Skráning er til 25. febrúar.
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar fá ókeypis á námskeiðið og
félagsmenn sem greitt hafa félagsgjaldið fá 10% afslátt.
OUTLET – LAUGAVEGI 94
Opnunartími:
mán. til fös. 11:00 – 18:00.
Laug. 11:00 – 16:00.
MC PLANET Outlet • Laugarvegur 94 • 101 Reykjavík. • Sími 552 8090
LOKADAGAR
ÚTSÖLUMARKAÐS
STÓRLÆKKAÐ VERÐ
3000 kr.
5000 kr.
7000 kr.
9000 kr.
Búðin lokar
á laugardag
!
Næst
síðasti
dagur
Nýtt kortatím
abil
s
g Mjódd
UPPLÝSINGAR O