Fréttablaðið - 19.02.2010, Síða 21
FÖSTUDAGUR 19. febrúar 2010 3
„Það má alltaf gera betur. Með því
að fá viðskiptavini í lið með sér
er hægt að tryggja að bókaúrval-
ið sé alltaf í takt við það sem þeir
vilja lesa og fletta í gegnum,“ segir
Dögg Hjaltalín, bóksali erlendra
titla í Bókabúð Máls & menningar
á Laugavegi. Bókabúðin hefur nú
tekið upp á því að leyfa viðskipta-
vinum sínum að stýra úrvalinu í
erlendu deildinni með framtaki sem
ber heitið „Stjórnaðu úrvalinu“.
Dögg segir tilganginn með
framtakinu vera þann að leyfa
viðskiptavinunum að eiga sinn
þátt í innkaupum búðarinnar. Nú
geti viðskiptavinirnir sjálfir ráðið
hvaða bækur þeir hafa til að velja
úr og því ættu allir að geta fundið
eitthvað við sitt hæfi.
„Við vorum að fá yfir eitt þúsund
nýja erlenda titla í vikunni og við
teljum okkur bjóða upp á besta og
fjölbreyttasta úrval erlendra bóka
hér á landi,“ segir Dögg. „En af
fyrirspurnum viðskiptavina búðar-
innar má ætla að áhugasvið fólks
liggi mjög víða og að sjálfsögðu
eru viðskiptavinirnir best til þess
fallnir að velja titlana sjálfir. Við
höfum komið upp boxi í erlendu
deildinni þar sem fólk getur skilið
eftir óskir sínar sem við fylgjum
svo eftir,“ segir hún ánægð með
hið nýja framtak.
Nokkrir heppnir viðskiptavin-
ir sem skilja eftir nafn og netfang
með ábendingum sínum geta svo
átt von á bókaglaðningi frá Bóka-
búð Máls & menningar. - kg
Viðskiptavinir
velja sjálfir
Bóklestur er Íslendingum í blóð borinn og margir nýta helgar undir
það áhugamál. Með nýju átaki Bókabúðar Máls & menningar gefst
viðskiptavinum færi á að stýra úrvalinu í erlendu deild verslunarinnar.
„Af fyrirspurnum viðskiptavina búðarinnar má ætla að áhugasvið fólks liggi mjög
víða,“ segir Dögg Hjaltalín. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Alla jafna eru það börnin sem
klæða sig upp á öskudaginn en
í kvöld geta þeir sem eldri eru
klætt sig upp fyrir dansleik á
Gamla bauk.
Húsvíkingar og nærsveitamenn
geta gert sér glaðan dag um helg-
ina en í kvöld verður efnt til ösku-
dagsballs á Gamla bauk. Eru gestir
hvattir til að mæta í grímubúning
á dansleikinn og mun DJ Unnur sjá
um tónlistina.
Þeir norðlensku herramenn sem
vilja síðan gera vel við konu sína
á konudaginn geta einnig boðið
henni á Gamla bauk en alla helg-
ina verður boðið upp á sérstakan
konudagsmatseðil sem inniheldur
meðal annars karrílagaða sjávar-
réttasúpu, nautamedalíur með pip-
arsósu og skyramisú í eftirrétt.
Öskudagsball
á Bauknum
Öskudagsball verður haldið í kvöld á
Gamla Bauk á Húsavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Nýtt íslenskt leikrit, Blóðsystur,
verður frumsýnt af unglingadeild
Leikfélags Kópavogs annað
kvöld.
Unglingadeild Leikfélags Kópa-
vogs frumsýnir nýtt íslenskt leik-
rit, Blóðsystur, annað kvöld, laug-
ardaginn 20. febrúar, í Leikhúsinu
við Funalind 2.
Handritið var unnið í spuna-
vinnu og eru höfundar þess Guð-
mundur Lúðvík Þorvaldsson, sem
jafnframt leikstýrir verkinu, Víðir
Örn Jóakimsson aðstoðarleikstjóri
og unglingarnar í hópnum sem eru
átta talsins. Félagsmenn Leikfé-
lags Kópavogs hjálpuðu síðan til
við gerð leikmyndar, búninga og
lýsingu.
Blóðsystur fjallar um „nokkr-
ar guðhræddar stúlkur sem ekki
eru allar þar sem þær eru séðar
og hinn ráðagóða Sigurð vampíru-
bana,“ að því er segir í tilkynningu
frá aðstandendum sýningarinnar.
Næstu sýningar eftir frumsýningu
verða miðvikudaginn 24. febrúar
og fimmtudaginn 25. febrúar en
áhugasömum er bent á heimasíðu
Leikfélagsins, kopleik.is og hægt
er að panta miða á midasala@kop-
leik.is. - jma
Unglingadeild frum-
sýnir nýtt leikrit
Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frumsýnir Blóðsystur annað kvöld.
Félag um átjándu aldar
fræði stendur fyrir málþingi
undir yfirskriftinni Lækna-
vísindi og heilbrigðismál
á átjándu og nítjándu öld
í Þjóðarbókhlöðu, fyrir-
lestrarsal á annarri hæð, á
morgun. Fyrirlesturinn hefst
klukkan 13.00 og verða flutt
fimm erindi en málþingið
stendur til 16.30.
Erindin sem flutt verða
fjalla meðal annars um
Yfirsetukvennaskólann sem
stofnaður var árið 1749,
viðhorf til ljósmæðra á fyrri hluta 19. aldar og lækningar í heitum laugum.
Fundarstjóri er Kristín Bragadóttir, sviðsstjóri við Landsbókasafn Íslands
– háskólabókasafn en eftir hvert erindi, sem tekur um tuttugu mínútur,
gefast tíu mínútur til fyrirspurna og umræðna. Útdrættir úr erindum liggja
frammi á málþinginu. Veitingar verða á boðstólum í hléi. - jma
Heilbrigðismál á 18. og 19. öld
MÁLÞING UNDIR YFIRSKRIFTINNI LÆKNAVÍSINDI OG HEILBRIGÐISMÁL Á ÁTJ-
ÁNDU OG NÍTJÁNDU ÖLD FER FRAM Í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNI Á MORGUN.
Flutt verða erindi um yfirseturkvennaskólann,
viðhorf til ljósmæðra á fyrri hluta 19. aldar og
lækningar í heitum laugum.
Bergstaðastræti 4 – 101 Reykjavík – Sími: 562-0335
Gullsmíðaverkstæði Árna Höskuldssonar
lokar 1. mars næstkomandi
Opnunartími 13:00 til 18:00 virka daga
40% afsláttur
af öllum vörum