Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 24
2 föstudagur 19. febrúar
núna
✽ á döfinni
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Vera Pálsdóttir Ritstjórn Anna M. Björnsson
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Make Up Store fær
verðlaun
Verslunin Make Up Store í Reykja-
vík fékk verðlaun fyrir flottustu
Make Up Store-verslunina í heimin-
um þetta árið, „Store of the Year“.
Make Up Store, sem er sænskt
fyrirtæki, tók það sérstaklega fram
í umsögninni um verðlaunin að það
hefði komið á óvart hversu salan
hefði aukist í versluninni í hinu
kreppuþjáða landi Íslandi. „Ég er í
skýjunum yfir því að fá verðlaunin,“
segir Margrét Ragna Jónasardótt-
ir, eigandi verslunarinnar. „Sérstak-
lega í ljósi aðstæðna hér heima á
Íslandi og að við kepptum við 170
verslanir um allan heim. „Þetta
sýnir að við Íslendingar velj-
um gæðavöru á hagstæðu
verði.“ Margrét segist vera
dugleg að kenna viðskiptavin-
um að nota vörurnar svo að þeir
verði ánægðir með árangurinn og
að hún sé lánsöm að búa yfir frá-
bæru starfsfólki.
Með flottustu línurnar í
Hollywood
Leikkonan Christina Hendricks í
sjónvarpsþættinum Mad Men er
í forsíðuviðtali hjá tímaritinu The
New Yorker þessa vikuna. Hendr-
icks hefur vakið mikla athygli fyrir
kvenleg-
an vöxt sinn
sem þykir tákn
um að Holly-
wood-lúkk-
ið frá því um
miðbik síðustu
aldar sé að
komast aftur
í tísku. Leik-
konan segist í viðtalinu vera orðin
leið á því að það sé alltaf talað um
vöxt hennar þar sem hún hefur lagt
mikið á sig til að ná frama í leiklist-
inni. Hún hafði þó greinilega ekkert
á móti því að láta mynda þrýstinn
barminn á þeim glæsilegu myndum
sem eru í tímaritinu.
Þ að var verið að setja saman fjögurra daga átak hérna í Rose Bruford sem tengist
kynbundnu ofbeldi, þar sem unnið er með
listformið til að opna augu fólks fyrir þessu
málefni. Fresh Meat passaði akkúrat við þema
hátíðarinnar, enda spunnið út frá heimilisof-
beldi,“ segir Sigríður Soffía Níelsdóttir, annar
höfunda dansverksins Fresh Meat, sem sýnt
var í gærkvöld og fyrrakvöld í Rose Theatre í
London, í tilefni af fyrrnefndu átaki. Sigríður
útskrifaðist með BA-gráðu frá dansbraut Lista-
háskóla Íslands síðastliðið vor. Nú ferðast hún
um heiminn og tekur þátt í hinum ýmsu upp-
setningum dansverka en hún vinnur meðal
annars náið með Ernu Ómarsdóttur.
Fresh Meat er samvinnuverkefni Sigríðar og
Snædísar Lilju Ingadóttur en þær útskrifuð-
ust á sama tíma af dansbraut listaháskólans.
Snædís Lilja leggur nú einmitt stund á leiklist-
arnám við Rose Bruford-háskóla. Myndlistar-
maðurinn Björk Viggósdóttir sér um sjónrænt
umhverfi sýningarinnar en tónlistin í verkinu
er eftir Lydíu Grétarsdóttur. Verkið var áður
sýnt á sviðslistahátíðinni artFart. Sigríður
segir því hafa verið vel tekið bæði í Reykjavík
og London og stefnt sé að því að sýna það víðar
á næstu mánuðum. „Við munum að öllum lík-
indum sýna verkið aftur á Íslandi í apríl og þá
í sviðsútgáfu, sem við höfum ekki gert áður
heima.“ - hhs
Sýningin Fresh Meat á fjögurra daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi í Rose Theater í London:
ÍSLENSKT DANSVERK
SETT UPP Í LONDON
Höfundarnir Dansararnir Sigríður Soffía Níelsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir ásamt myndlistarkonunni Björk Viggósdóttur.
FR
É
TTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
N
TO
N
LÉTTKLÆDD Skutlan Pamela And-
erson sýnir línurnar á Ritchie Ritch-
tískusýningunni á tískuvikunni í New
York í fyrradag.
Andrea Brabin og samstarfs-
konur hennar hjá Eskimo bjóða
öllum sem langar að spreyta sig
á sýningarpöllum Reykjavík Fas-
hion Festival að líta við hjá sér í
Skúlatúni 4 á mánudaginn á milli
klukkan 16 og 18. „Við munum
sjá um að velja og þjálfa módel-
in fyrir RFF. Okkur langar að gefa
nýju fólki tækifæri til að komast
að,“ segir Andrea.
Hún hvetur alla til að koma,
jafnvel þótt þeir eða þær falli
ekki fullkomlega að ofurfyrirsætu-
ímyndinni. - hhs
Eskimo leitar að nýjum andlitum:
Andrea Brabin hjá Eskimo Eskimo
leitar að nýjum fyrirsætum til að taka þátt
í Reykjavík Fashion Festival.
Módel fyrir RFF
þetta
HELST
ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR LEIKKONA
Ég byrja föstudaginn á æfingu uppi í Borgó. Ég er að leika í Dúfunum og ég vakna með
fiðring í maganum alla daga því það er svo gaman. Eftir æfingu fer ég beint út á flugvöll
og flýg til New York með manninum mínum. Við ætlum að gista hjá vinkonum okkar og
höfum engin önnur plön en að njóta helgarinnar.