Fréttablaðið - 19.02.2010, Blaðsíða 32
19. FEBRÚAR 2010 FÖSTUDAGUR4
Músíktilraunir eru einhver frjó-
samasta gróðrarstía nýsköpunar
og nýliðunar í Íslensku tónlistar-
lífi. Óteljandi eru þeir tónlistar-
menn sem þar hafa fyrst stigið á
svið fyrir alþjóð. Fyrir utan þær
hljómsveitir sem sköpuðu sér nafn
að afloknum sigri, allt frá Greif-
unum til Mínuss. Þegar horft er
til baka yfir þátttakendalistana
er gaman að sjá hvernig tónlist-
arstefnur og stílar hafa átt sín
blómaskeið en síðan horfið aftur.
Stuðpopptímabilið í upphafi, stutt
en snörp dauðarokksbylgjan um
1990 og svo rappið um aldamótin,
sem reyndar átti endurkomu í sig-
urvegara síðustu keppni, hjá Skag-
firðingunum í Bróður Svartúlfs.
Það er líka ánægjulegt til þess
að vita að fjölmiðlar hafa einatt
sýnt keppninni verðskuldaða at-
hygli, gjarnan kynnt keppendur
fyrirfram og fjallað ítarlega um
hvert undankeppniskvöld.
Skráningar fara nú fram raf-
rænt á vef keppninnar, www.
musiktilraunir.is. Undankeppnir
fara fram í Íslensku óperunni 15.-
18. mars og sjálft úrslitakvöldið
verður svo í Listasafni Reykjavík-
ur í Hafnarhúsinu laugar-
dagskvöldið 27. mars. Þá
bætist enn ein hljómsveit-
in í hina glæsilegu röð sig-
urvegara, sú tuttugasta og
áttunda.
Stúdíó Sýrland er líklega þekkt-
asta hljóðver landsins. Starfsem-
in er þó öllu víðtækari en margur
heldur. Fyrirtækið er með hljóð-
ver á þremur stöðum á höfuðborg-
arsvæðinu, eitt í Danmörku og svo
fullkominn búnað til hljóðupptöku
á vettvangi (mobile.) Þá er talsetn-
ing barnaefnis snar þáttur í rekstr-
inum. Einnig annast Sýrland fram-
kvæmd á námi í hljóðtækni fyrir
Tækniskólann, 60 eininga nám sem
kennt er á þremur önnum. Nám-
skeið í hljóðupptökum og talsetn-
ingu eru haldin reglulega. Í Sýr-
landi er einnig hönnunar- og fram-
leiðsludeild sem m.a. framleiðir
CD- og DVD-diska.
Sveinn Kjartansson og Þórir Jó-
hannsson keyptu fyrirtækið árið
2007. Sveinn segir reksturinn hafa
gengið prýðilega þennan tíma og
sífellt sé verið að leita leiða til að
bæta þjónustuna og auka framboð-
ið.
Hljóðverin á Íslandi eru fjög-
ur auk þriggja talsetningarhljóð-
vera. Sýrland í Skúlatúni skipar
sérstakan sess í íslenskri tónlist-
arsögu. Það opnaði árið 1987 og
þar hafa mörg helstu verk íslenskr-
ar dægurtónlistar verið tekin upp.
Sýrland í Hafnarfirði á sér merki-
lega sögu. Þar var fyrsta alvöru-
hljóðver á Íslandi, Hljóðriti, opnað
árið 1975.
ÚTIBÚ Í DANMÖRKU
Á síðasta ári opnaði Sýrland útibú í
Danmörku. Innréttað var fullkom-
ið hljóðver á gömlu sveitasetri í
grennd við Árósa. Tónlistarmenn
geta komið og dvalið í ró og næði
við upptökur eða æfingar. Allt að
20 manns geta dvalið í einu í tveim-
ur íbúðum sem eru á staðnum, en
Sýrland í Danmörku er það sem
kallast „residential studio“.
STÆRSTA HLJÓÐVER Á ÍSLANDI
Nýjasta viðbótin er fullkomið
hljóðver í Sýrlandi í Vatnagörð-
um, í sal sem áður hýsti myndver
Saga Film. „Það er búið að breyta
salnum þannig að hljóðvistin þar
er orðin einkar þægileg,“ segir
Sveinn. Þar er frábær aðstaða til
að taka upp hljómsveitir af öllum
stærðum og gerðum til dæmis allt
frá litlum kammerhópum og upp
í fullmannaða sinfóníuhljómsveit
eða lítil djasskombó upp í stórsveit-
ir. „Svo er þetta gráupplagt fyrir
rokkhljómsveitir sem vilja hafa
rúmt um sig.“ Verið er að leggja
lokahönd á uppsetningu á stjórn-
herberginu (control room.) Keypt-
ur var Cadac-hljóðblöndungur
(mixer) og segir Sveinn að í honum
séu einhverjir bestu hljóðnemafor-
magnarar sem völ er á að hans
mati. Hann hentar mjög vel til
upptöku á akústískum hljóð-
færum. Við hönnun stjórnher-
bergisins var gert ráð fyrir að
það hentaði vel fyrir vinnslu
á tónlist og eins hljóðvinnslu
á bíómyndum. „Þetta rennur
saman hér. Við horfðum til þess
að hér er tekið upp mikið af tón-
list fyrir bíómyndir og við vildum
því að í rýminu væri möguleiki á
að hljóðvinna kvikmyndir jafnt og
tónlist,“ segir Sveinn Kjartansson.
Þá er í Vatnagörðum stór konsert-
flygill sem mikill fengur er að
fyrir fjölmarga tónlistarmenn.
CAPUT SÝRLAND SESSION ENSEMBLE
Sýrland býður, í samstarfi við
Caput-hópinn, upp á þjón-
ustu við tónskáld um
flutning og upptökur
á tónlist þeirra. „Við
höfum verið að þróa
þetta samstarf í nokkurn
tíma og á síðasta ári
fullmótuðum við þessa
hugmynd og hrintum í
framkvæmd. Við köll-
um þessa einingu Caput-
Sýrland Session Ensemb-
le. Caput-hópurinn hefur
á að skipa frábærum hljóð-
færaleikurum og við teljum
okkur vera með frábæra að-
stöðu. Þessi þjónusta nýt-
ist öllum þeim tónskáldum
sem eru að leita eftir flutn-
ingi og upptökum á klassísk-
um hljóðfærum. Þetta getur átt
við um kvikmyndatónlist, dæg-
urtónlist og fleira. Við höfum
þegar unnið nokkur verkefni
sem hafa komið mjög vel út,“
segir Sveinn og bætir
við að þetta samstarf
sé ekki síður hugsað
fyrir erlend tónskáld
og framleiðendur.
Stúdíó Sýrland stækkar við sig
● Tekur í notkun stórt hljóðver í Vatnagörðum.
Sveinn Kjartansson, yfirmaður tæknimála hjá Sýrlandi, og S. Björn Blöndal í hinu nýja hljóðveri í Vatnagörðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SIGURVEGARAR MÚSÍKTILRAUNA
1982 DRON
1983 Dúkkulísurnar
1984 Engin keppni haldin vegna
verkfalls kennara
1985 Gypsy
1986 Greifarnir
1987 Stuðkompaníið
1988 Jójó
1989 Laglausir
1990 Nabblastrengir
1991 Infusoria
1992 Kolrassa krókríðandi
1993 Yukatan
1994 Maus
1995 Botnleðja
1996 Stjörnukisi
1997 Soðin fiðla
1998 Stæner
1999 Mínus
2000 XXX Rottweilerhundar
2001 Andlát
2002 Búdrýgindi
2003 Dáðadrengir
2004 Mammút
2005 Jakobínarína
2006 The Foreign Monkeys
2007 Shogun
2008 Agent Fresco
2009 Bróðir Svartúlfs
XXX Rottweilerhundar unnu Músíktilraunir 2000. Hljómsveitin Jakobínar-
ína kom hins vegar, sá og sigraði á Músíktilraunum fimm árum síðar.
Hjaltalín ásamt kammersveit við upptökur á plötunni Terminal í Sýrlandi Vatnagörð-
um. Platan var tekin upp í Sýrlandi Vatnagörðum og Hafnarfirði (Hljóðrita).
M
YN
D
/H
Ö
RÐ
U
R
SV
EI
N
SS
O
N
Skráning hafin í Músíktilraunir
● Hin árlega hljómsveitakeppni Músíktilraunir er að hefjast. Skráningar standa nú yfir og lýkur þeim
1. mars. Keppnina sjálfa er óþarft að kynna, enda hátt í þrjátíu ára samfelld saga að baki.