Fréttablaðið - 19.02.2010, Síða 36

Fréttablaðið - 19.02.2010, Síða 36
 19. FEBRÚAR 2010 FÖSTUDAGUR8 É g er haldinn persónuleika-röskun sem lýsir sér þannig að ég geri ávallt ráð fyrir því að meðlimir leiðinlegra hljóm- sveita séu ömurlegt lið og vondar manneskjur. Í daglegu tali kallast slíkt hroki, en ég geri mér grein fyrir rökleysunni og legg mig allan fram við að reyna að losna við for- dómana. Það er í raun frekar furðulegt að ég hugsi svona enn þá, vegna þess að trekk í trekk hafa leið- inlegar hljómsveitir orðið á vegi mínum og reynst skipaðar ágætis fólki þrátt fyrir allt. Sérstaklega hefur þetta hrjáð mig baksviðs á hinum ýmsu tón- leikastöðum borgarinnar, enda er ég í starfandi hljómsveit sem gerir þó nokkuð af því að spila opinber- lega, og jú, oft með hrikalega leið- inlegum hljómsveitum. Ég segi „oft“, en sannleikurinn er sá að yfirleitt eru þetta ágæt- is grúppur sem deila sviði með mér og minni hljómsveit. Ég geng jafnvel svo langt að kalla sumar af þessum hljómsveitum „frábærar“, þó þær séu reyndar öllu sjaldséð- ari. En þær leiðinlegu sitja í manni eins og popphýði í tannholdi eftir bíóferð. Staðreyndin er sú að ég hef rangt fyrir mér. Öll mín fullorð- insár hef ég í blindni bölvað hverri einustu leiðinlegu hljómsveit sem í eyru mín ratar, en ekki einskorð- að reiðina við tónlistina, heldur úthúðað meðlimunum í áheyrn allra viðstaddra. Ég er samt ekki meiri maður en svo að þetta gæti ég aldrei sagt við hljómsveitirnar sjálfar. „Ojbarasta, þetta eru nú ljótu andskotans aumingjarnir í Xxxxxx. Er einhver sjens á að þessir gaurar séu eitthvað annað en fífl?“ Svona hef ég verið orðljót- ur. Hitt síðan viðkomandi hljóm- sveit einhversstaðar og meðlim- irnir verið ekkert nema almenni- legheitin. Segja jafnvel: „Takk fyrir giggið, strákar, þetta var skemmtilegt hjá ykkur.“ Ekki er ég svo ómerkilegur að svara því með: „Já er það? Mig langaði nefnilega að drepa mig þegar þið spiluðuð.“ Að segja einhverjum sem elsk- ar þig að þú hatir hann er ómögu- legt. Kannski hefur öllum þessum hljómsveitum þótt við jafn ömur- legir og mér hefur þótt þær. Ég hálfpartinn vona það, samvisku minnar vegna. Kannski segja þær bara: „Hey svaka flott“ til þess að vera vingjarnlegar. Og það geri ég svo sannarlega á móti. Hvít lygi meiðir engan. Það eru samt alltaf viss von- brigði þegar ég hitti leiðinlega hljómsveit í fyrsta skipti og fólk- ið er frábært. Þegar slíkt gerist neyðist ég eiginlega til að hætta að tala illa um viðkomandi sveit það sem eftir er. Geng jafnvel skref- inu lengra og fer að verja sveit- ina. „Láttu ekki svona, þetta eru topp náungar.“ Leiðinleg mús- ík vingjarnlegra manna ● Haukur Viðar Alfreðsson í hljómsveitinni Morðingj- unum ● BÍTLARNIR MEGA FARA YFIR GANGBRAUT Á meðan Harpan rís við hafnarbakkann, Sýrland stækkar og fjölbreytt íslensk tónlist hljómar um landið virðist ástandið næstum bærilegt í tónlistarlífinu. Allt pex um uppgjör á eignum bankanna leysist upp í svæfandi síbylju. Þetta eru svo leiðinlegar eignir sem eru til sölu. Ef útrásarvíkingarnir hefðu nú verið meira hipp þá væri Abbey Road-stúdíóið í London á eignalista hinna hrundu banka. Hvílíkt tangarhald sem við hefðum á Alistair Darl ing ef við gætum hótað því að breyta því í íslenskt poppminjasafn. Við fengjum Sir Paul að samningaborði Icesave. Abbey Road er sem sagt til sölu og hafi einhver áhuga þá hafa heyrst tölur eins og 40 milljón pund fyrir húseignirnar, tækjabúnaður ekki innifalinn. Á Englandi hafa menn hugleitt hvort Abbey Road eigi að vera safn til minningar um horfna tíma í tónlist er stórar sinfóníuhljómsveitir gengu til liðs við poppstjörnur auk þess að varð- veita efnistök margra kynslóða einleikara á klassískum tónbókmenntum. Spurningin sem vaknar er hvort að flestir staðir og stofnanir tónlist- arinnar eigi eftir að enda sem söfn. Verður Háskólabíó safn um erfiða æsku Sinfóníunnar. Munu ferðamenn skoða Hljómskálann og taka andköf yfir aðstæðunum sem blásarasveitum Reykjavíkur var boðið upp á til æfinga? Verður loksins boðið upp á skoðunarferðir um tón- listarstúdíó Ríkisútvarpsins sem aldrei hefur verið klárað?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.