Fréttablaðið - 19.02.2010, Page 48
20 19. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR
Fréttablaðið býður nú upp
á birtingu æviminninga á
tímamótasíðum blaðsins.
Hafið samband í síma
512 5490-512 5495 eða sendið
fyrirspurnir á netfangið
timamot@frettabladid.is
Æviminning
Gísli Eirík
ur Helgaso
n
Laugateigi 7
2, Reykjavík
Gísli Eirík
ur Helgaso
n fæddist
í
Reykjavík
1. janúar 1
931. Hann
lést á Hraf
nistu í Ha
fnarfirði 1
2.
janúar síð
astliðinn.
Foreldrar
hans
voru Guðr
ún Jónsdót
tir frá Þing
eyri
í Dýrafirði
f. 1917, d.
1988, og H
elgi
Gíslason fr
á Ísafirði,
f. 1915, d.
1970.
Gísli Eirík
ur bjó fyrs
tu æviár sí
n í
Reykjavík
en fluttist
eftir það v
estur
til Ísafjarð
ar með for
eldrum sín
um
og systkin
um.
Systkini G
ísla Eiríks
eru Jón
Hannes, f.
1933, Sigrí
ður Ása, f.
1936 og G
uðmundur
, f.
1941.
Eiginkona
Gísla Eirí
ks er Marg
rét Magnú
sdóttir hjúk
r-
unarfræði
ngur, f. 4.
apríl 1937
. Þau geng
u í hjóna-
band árið
1960. Börn
Gísla Eirí
ks og Mar
grétar eru:
1) Magnús
kennari, f
. 1.5. 1972
, kvæntur
Guðbjörgu
Björnsdótt
ur kennara
, f. 30.11. 1
971. Börn
þeirra eru
Margrét, f.
17.2. 1997
og Björn J
óhann, f. 2
0.1. 1999.
2) Helgi tæ
knifræðin
gur, f. 18.6
. 1975, í sa
mbúð með
Jórunni Dr
öfn Ólafsdó
ttur leiksk
ólakennar
a, f. 15.2.
1975. Þeir
ra dóttir e
r Þórunn Á
sta, f. 24.12
. 2001. 3)
Guðrún læ
knir, f. 14.
11. 1979, í
sambúð m
eð Þór
Halldórssy
ni stjórnm
álafræðing
i, f. 6.6. 19
80.
Gísli Eirík
ur lauk sk
yldunámi
á Ísafirði e
n hélt suð
ur
til Reykjav
íkur 17 ára
gamall til
að nema h
úsasmíði.
Húsasmíð
ar urðu æv
istarf hans
. Framan a
f starfsæv-
inni vann
hann á Tré
smíðaverk
stæðinu Fu
ru en eftir
að
hafa fengi
ð meistara
réttindi í i
ðn sinni st
ofnaði han
n
sitt eigið f
yrirtæki, G
ísli, Eiríku
r, Helgi, se
m hann át
ti
og rak þar
til fyrir fá
einum áru
m.
Stangveiði
var aðaláh
ugamál Gí
sla Eiríks a
lla tíð
og sinnti h
ann meða
l annars tr
únaðarstö
rfum fyrir
Stangveið
ifélag Reyk
javíkur.
Útför Gísla
Eiríks fer
fram í dag
kl. 13.00 í
Fossvogskir
kju.
G
1
gason
æddist í
. Hann
firði 12.
drar hans á Þingeyri , og Helgi5, d. 1970. ár sín í
að ve tur m sínum
dur, f.
úkr-
u:
u
ð
ur
ð
Gísli Eiríkur HelgasonTrésmíðameistariGísli Eiríkur Helgason fæddist í Reykjavík 1. janúar
1931. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. janúar
síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir frá
Þingeyri í Dýrafirði f. 1917, d. 1988, og Helgi Gíslason
frá Ísafirði, f. 1915, d. 1970. Gísli Eiríkur bjó fyrstu
æviár sín í Reykjavík en fluttist eftir það vestur til
Ísafjarðar með foreldrum sínum og systkinum.
Systkini Gísla Eiríks eru Jón Hannes, f. 1933, Sigríður
Ása, f. 1936 og Guðmundur, f. 1941.
Eiginkona Gísla Eiríks er Margrét Magnúsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, f. 4. apríl 1937. Þau gengu í hjóna-
band árið 1960. Börn Gísla Eiríks og Margrétar eru:
1) Magnús kennari, f. 1.5. 1972, kvæntur Guðbjörgu
Björnsdóttur kennara, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru
Margrét, f. 17.2. 1997 og Björn Jóhann, f. 20.1. 1999.
2) Helgi tæknifræðingur, f. 18.6. 1975, í sambúð með
Jórunni Dröfn Ólafsdóttur leikskólakennara, f. 15.2.
1975. Þeirra dóttir er Þórunn Ásta, f. 24.12. 2001. 3)
Guðrún læknir, f. 14.11. 1979, í sambúð með Þór
Halldórssyni stjórnmálafræðingi, f. 6.6. 1980.
Gísli Eiríku lauk skyldunámi á Ísafirði en hélt suður
til Reykjavíkur 17 ára gamall til að nema húsasmíði.
Húsasmíðar urðu ævistarf hans. Framan af starfsæv-
inni vann hann á Trésmíðaverkstæðinu Furu en eftir að
hafa fengið meistararéttindi í iðn sinni stofnaði hann
sitt eigið fyrirtæki, Gísli, Eiríkur, Helgi, sem hann átti
og rak þar til fyrir fáeinum árum.
Stangveiði var aðaláhugamál Gísla Eiríks alla tíð
og sinnti hann meðal annars trúnaðarstörfum fyrir
Stangveiðifélag Reykjavíkur. Útför Gísla Eiríks fer fram í dag kl. 13.00 í Fossvogskirkju.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Haraldur Eggertsson
Hábæ 42,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut
föstudaginn 12. febrúar. Útför hans fer fram frá
Árbæjarkirkju þriðjudaginn 23. febrúar kl. 15.00.
Hildur Hermannsdóttir
Aðalbjörg Haraldsdóttir Þröstur Björgvinsson
Guðrún I. Haraldsdóttir Jón Pétursson
Svanhildur Haraldsdóttir Ólafur Guðmundsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Garðar Eðvaldsson
skipstjóri frá Eskifirði,
lést miðvikudaginn 17. febrúar sl. Jarðarförin auglýst
síðar.
Dagmar J. Óskarsdóttir
Hólmfríður Garðarsdóttir
Olga Lísa Garðarsdóttir Sigurkarl Stefánsson
Arna Garðarsdóttir Jónas Tryggvason
Garðar Eðvald Garðarsson Svava Sveinbjörnsdóttir
Óskar Garðarsson Benný Sif Ísleifsdóttir
og barnabörn.
MERKISATBURÐIR
1600 Perúska eldfjallið Hua-
ynaputina springur, svo
úr verður mesta eldgos í
sögu Suður-Ameríku.
1878 Thomas Edison fær einka-
leyfi á grafófóninum
(Phonograph).
1881 Kansas verður fyrsta
ríki Bandaríkjanna til að
banna sölu alkóhóls.
1959 Bretland veitir Kýpur sjálf-
stæði, sem gengur í gildi
16. ágúst 1960.
1964 Paul Simon skrifar lagið
„The Sound of Silence“
sem hálfu ári síðar gerir
þá Art Garfunkel fræga
sem dúettinn Simon &
Garfunkel.
1976 Ísland slítur stjórnmála-
sambandi við Bretland
vegna deilunnar um fisk-
veiðilögsögu Íslands.
NIKULÁS KÓPERNIKUS (1473-1543)
FÆDDIST ÞENNAN DAG.
„Ég er ekki það heillaður
af eigin skoðunum að ég lít-
ilsvirði skoðanir annarra á
þeim.“
Kópernikus var pólskur stjörnu-
fræðingur sem fyrstur lagði fram
nútímaútgáfu tilgátunnar um að
jörðin snerist kringum sólina.
timamot@frettabladid.is
„Þetta er alger steypa“ er vinsæll
brandari meðal nokkur hundruð fé-
lagsmanna Steinsteypufélags Íslands.
Þó mun ekki verða töluð eintóm steypa
á árlegum steinsteypudegi sem haldinn
er á Grand Hóteli Reykjavík í dag.
„Steypan er allt í kringum okkur og
mun fleiri sem vinna í kringum hana
en fólk gerir sér almennt grein fyrir,“
segir Einar Einarsson, formaður Stein-
steypufélagsins. Félagið var stofnað
árið 1971 og hefur það að markmiði
að vinna að framgangi steinsteypu og
sementsbundinna efna. „Síðan hefur
félagið lifað góðu lífi en þó með hæðum
og lægðum,“ segir Einar en með tím-
anum hefur félagið þróast út í að vera
félag byggingariðnaðarins.
Þó ætla mætti að lægð væri í kring-
um Steinsteypufélagið nú vegna nið-
ursveiflu í byggingariðnaðinum segir
Einar svo ekki vera. „Mikið líf ríkir í
félaginu og steinsteypudagurinn hefur
verið mjög fjölmennur, hundrað manns
mættu í fyrra og við búumst við svip-
uðum fjölda í ár,“ segir hann.
Á steinsteypudaginn verður fluttur
fjöldi fyrirlestra um ýmis áhugaveð
málefni. Margir þeirra tengjast bygg-
ingum góðærisins. Til dæmis verð-
ur fjallað um hljóðhönnun í Tónlistar-
húsinu, hafnargerð í Landeyjahöfn og
botnrás Ufsarstíflu Kárahnjúkavirkj-
unar. Einnig verður áhugaverður fyr-
irlestur um ofur-létt mannvirki. Einar
telur þetta mjög áhugavert fyrir Ís-
lendinga þar sem þessi leið opni nýja
möguleika í arkitektúr og fyrir notk-
un á léttum efnum eins og vikri frá Ís-
landi. „Svo munum við velja hús góð-
ærisins,“ segir Einar og á þar við
Steinsteypuverðlaunin 2010 sem for-
seti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson,
mun afhenda í lok dags.
Staða byggingariðnaðarins verður
einnig í brennidepli. „Við munum horfa
í kristalskúluna og reyna að sjá hvað er
fram undan,“ segir Einar en meðal ann-
ars mun Sverrir Bollason hjá VSÓ Ráð-
gjöf fjalla um helstu niðurstöður rann-
sóknar á byggingamarkaði. Þá verða
umræður um stöðu byggingariðnað-
arins sem meðal annars Katrín Júlí-
usdóttir iðnaðarráðherra, Guðmundur
Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs,
Haukur Magnússon, framkvæmda-
stjóri tæknisviðs Íslenskra aðalverk-
taka, og Sverrir Kristinsson, fasteigna-
sali á Eignamiðlun, munu daga þátt í.
Steinsteypudagurinn stendur yfir
frá klukkan 9 til 17 í dag en nánari upp-
lýsingar má nálgast á vefsíðunni www.
steinsteypufelag.is solveig@frettabladid.is
STEINSTEYPUFÉLAG ÍSLANDS: HELDUR ÁRLEGAN STEINSTEYPUDAG
Velja mannvirki góðærisins
FORMAÐUR STEINSTEYPUFÉLAGSINS Einar Einarsson segir mikinn áhuga ríkja á steinsteypu enda sé steypan allt í kringum okkur.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Tíu ár eru liðin frá því
Reykjaneshöllin, fyrsti yfir-
byggði knattspyrnuvöllurinn
á landinu, var tekin í notkun.
Boðið verður til afmælishá-
tíðar af því tilefni í dag.
Á þeim tíu árum sem höll-
in hefur verið nýtt hafa hátt
í 800 þúsund iðkendur komið
þar við. Meðal annars hafa
eldri borgarar nýtt húsið á
morgnana til göngu.
Reykjaneshöll markaði
spor í knattspyrnusögu Ís-
lands en eftir byggingu
hennar spruttu upp fleiri
slíkar hallir í sveitarfélög-
um víða um land.
Boðið er upp á kleinur
milli klukkan 8 og 11 fyrir
gesti og gangandi. Klukkan
17 leika Njarðvík og Reyn-
ir um þriðja sætið á afmæl-
ismóti Reykjaneshallar.
Klukkan 19 verður móttaka
með veitingum og ávörpum
og afhendingum gjafa og
klukkan 20 leika síðan Kefla-
vík og Grindavík úrslitaleik
afmælismótsins.
Reykjaneshöll
fagnar tíu árum
Gestum og gangandi verður boðið upp á kleinur í dag. MYND/REYKJANESBÆR
Sögubíllinn Æringi verður
tveggja ára í næstu viku. Ær-
ingi var vígður við leikskól-
ann Tjarnarborg þann 22.
febrúar 2008. Síðan hefur
hann ferðast á milli leikskóla
og frístundaheimila og boðið
börnum upp á sögustund. Ær-
ingi er fallega skreyttur að
utan af myndlistarmanninum
Brian Pilkington en sögukon-
an Sóla sér um lesturinn.
Forsaga þess að farið var
af stað með sögubílinn var að
Sigrún Jóna Kristjánsdóttir,
starfsmaður Sólheimasafns,
fór á ráðstefnu í Suður-Kóreu
árið 2006. Þar hlýddi hún á
fyrirlestur dansks kollega
sem sagði frá nýbreytni í
starfssemi bókasafns síns.
Þar hafði starfsfólkið látið
innrétta og skreyta gám til
að börn gætu átt notalega
stund með bókum. Gámur-
inn var færður á milli staða
í sveitarfélaginu á traktor
og kerru og hafður í nokkra
daga á hverjum stað. Í kjöl-
farið var ráðist í að kaupa bíl.
Hann er upphitaður og geng-
ur allan ársins hring.
Afmælisveislan hjá Ær-
ingja stendur yfir vikuna
22.-28. febrúar. Hann mun
ferðast um eins og venjulega
en þó enn þá meira skreytt-
ur. Sunnudaginn 28. febrú-
ar verður hann við aðalsafn
Borgarbókasafnsins milli
klukkan 14 og 15. - ve
Æringi á afmæli
SÖGUBÍLLINN ÆRINGI Heldur
upp á tveggja ára afmæli.
Þennan dag fyrir áttatíu árum hófst
svokölluð Stóra bomba þegar Helgi
Tómasson, yfirlæknir á Kleppi,
heimsótti Jónas Jónsson frá Hriflu
sem þá var dómsmálaráðherra en
hann lá þá veikur heima hjá sér í
Sambandshúsinu. Fljótlega fóru að
ganga miklar sögur í Reykjavík sem
og á landinu öllu um fund þeirra
Helga.
Jónas skrifaði þá stóra grein í
Tímanum, málgagni Framsóknar-
flokksins, hinn 26. febrúar og var
hún opið bréf til Helga. Fyrirsögn
greinarinnar var einfaldlega Stóra
bomban og af þessari fyrirsögn
dregur málið nafn sitt. Í bréfinu
lýsti Jónas undrun yfir því að Helgi
dæmdi hann geðveikan án þess
að hafa rannsakað sig. Grein-
in átti stóran þátt í því að snúa
almenningsálitinu upp á móti
Helga Tómassyni og fylgismönn-
um hans.
Helgi svaraði honum í annarri
grein í Morgunblaðinu. Eftirmál
stóru bombunnar stóðu árum
saman. Helga var hins vegar vikið
úr starfi yfirlæknis á Kleppi 30.
apríl. Að sögn Tímans fór Helgi
með látum og er sagt að hann
hafi boðið hverjum sjúklingi sem
vildi að fara. Mörg önnur mála-
ferli spruttu upp af stóru bomb-
unni og vann t.a.m. Helgi Tóm-
asson mál gegn ríkissjóði vegna
ólögmætrar brottvikningar frá
Kleppi. Heimild: Wikipedia
ÞETTA GERÐIST: 19. FEBRÚAR 1930
Stóra bomba hefst