Fréttablaðið - 19.02.2010, Síða 58
30 19. febrúar 2010 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
> KR fær nýjan Kana á reynslu
Íslandsmeistarar KR í Iceland Express-deild karla í
körfubolta hafa fengið til sín nýjan Kana í stað Semaj
Inge sem fór til Hauka á dögunum. Sá heitir Morgan
Lewis og er 23 ára gamall skotbakvörður en getur leyst
fleiri stöður á vellinum. „Við erum með samningsdrög
við hann en höfum ekki samið við hann ennþá. Það er
undir honum komið að sanna sig á næstu
vikum en við bindum miklar vonir við
hann og hann er klár í næsta leik. Við
vorum að leita að leikmanni sem svipar
til Jasons Dourisseau sem lék með okkur
í fyrra til þess að hjálpa okkur í titil-
vörninni,“ sagði Páll Kolbeinsson,
þjálfari KR, í gær.
N1-deild karla
Fram-Valur 26-26 (12-13)
Mörk Fram (skot): Einar Eiðsson 9/5 (9/5), Hall-
dór Jóhann Sigfússon 4 (6), Guðjón Drengsson 4
(6), Haraldur Þorvarðarson 3 (4), Hákon Stefáns-
son 3 (5), Magnús Stefánsson 2 (2), Daníel Berg
Grétarsson 1 (4), Andri Berg Haraldsson 0 (3).
Varin skot: Magnús Erlendsson 18
Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón 2, Magnús 2, Einar,
Halldór, Hákon)
Fiskuð víti: 5 (Halldór 3, Haraldur, Hákon)
Utan vallar: 8 mín.
Mörk Vals (skot): Orri Freyr Gíslason 7 (8), Arnór
Þór Gunnarsson 6/2 (9/2), Elvar Friðriksson 4
(8), Ingvar Árnason 3 (4), Gunnar Ingi Jóhanns-
son 2 (2), Ernir Hrafn Arnarson 2 (7), Baldvin
Þorsteinsson 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (2),
Sigurður Eggertsson 0 (1), Atli Már Báruson 0 (3).
Varin skot: Hlynur Morthens 16
Hraðaupphlaup: 5 (Ingvar 2, Arnór 2, Gunnar)
Fiskuð víti: 2 (Arnór, Orri)
Utan vallar: 6 mín.
Stjarnan-Akureyri 28-28 (16-15)
Markahæstir hjá Stjörnunni: Ragnar Helgason
8, Kristján Svan Kristjánsson 6.
Markahæstir hjá Akureyri: Oddur Gretarsson 7,
Árni Þór Sigtryggsson 7.
Grótta-FH 27-30 (14-15)
Markahæstir hjá Gróttu: Anton Rúnarsson 8,
Arnar Freyr Theodórsson 5.
Markahæstir hjá FH: Bjarni Fritzson 8, Ólafur
Guðmundsson 6.
Evrópudeild UEFA
Liverpool-Unirea Urziceni 1-0
1-0 David Ngog (81.)
Rubin Kazan-Hapoel Tel-Aviv 3-0
Ajax-Juventus 1-2
1-0 Miralem Sulejmani (16.), 1-1 Amauri (31.),
1-2 Amauri (58.).
Club Brugge-Valencia 1-0
1-0 Rostand Kouemaha (56.).
Twente-Werder Bremen 1-0
1-0 Theo Janssen (39.).
Lille-Fenerbahce 2-1
Standard Liege-Red Bull Salsburg 3-2
Villarreal-Wolfsburg 2-2
1-0 Marcos Senna (43.) 1-1 Grafite (65.), 1-2
Grafite (84.), 2-2 Marcos Gullon (85.).
Athletic Bilbao-Anderlecht 1-1
0-1 Lucas Biglia (35.), 1-1 Mikel San Jose (58.).
Atletico Madrid-Galatasaray 1-1
1-0 Jose Antonio Reyes (23.), 1-1 Abdulkader
Keita (77.).
FC Kaupmannahöfn-Marseille 1-3
0-1 Mamadou Niang (72.), 1-1 Jesper Gronkjaer
(80.), 1-2 Fabrice Abriel (84.), 1-3 Charles
Kabore (90.).
Fulham-Shakhtar Donetsk 2-1
1-0 Zoltan Gera (3.), 1-1 Luiz Adriano (32.),
Bobby Zamora (63.).
Hamburg-PSV 1-0
1-0 Marcell Jansen (27.).
Hertha Berlín-Benfica 1-1
0-1 Angel Di Maria (4.), 1-1 Sjálfsmark (33.).
Panathinaikos-Roma 3-2
0-1 Mirko Vucinic (29.), 1-1 Dimitris Salpigidis
(66.), 1-2 David Pizarro (81.), 2-2 Lazaros Chris-
todoulopoulos (84.), 3-2 Djibril Cisse (89.).
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Portúgalinn Cristiano
Ronaldo er launahæsti fótbolta-
maður heims en portúgalska
markaðsskrifstofan Futebol Fin-
ance hefur tekið saman fimmtíu
launahæstu knattspyrnumenn
heims.
Futebol Finance segir að Cristi-
ano Ronaldo hjá Real Madrid fái
11,3 milljónir punda í árslaun
sem eru rúmlega 2,2 milljarðar
íslenskra króna. - óój
Launahæstu leikmenn heims:
Ronaldo situr á
toppi listans
RONALDO Er með 11,3 milljónir punda
eða 2,2 milljarða íslenskra króna í árs-
laun. NORDIC PHOTOS/AFP
LAUNAHÆSTU LEIKMENN
1. C. Ronaldo (Real Madrid) *11.3
2. Z. Ibrahimovic (Barcelona) 10.4
3. L. Messi (Barcelona) 9.1
4. S. Eto’o (Inter) 9.1
5. Kaka (Real Madrid) 8.7
6. E. Adebayor (Man. City) 7.4
7. K. Benzema (Real Madrid) 7.4
8. C. Tevez (Man. City) 7
9. J. Terry (Chelsea) 6.5
10. F. Lampard (Chelsea) 6.5
*Tölur eru árslaun í milljónum punda
FRJÁLSAR Ásdís Hjálmsdóttir,
frjálsíþróttakona úr Ármanni,
var í gær valin íþróttamaður
Reykjavíkur fyrir árið 2009 en
þetta er í 31. sinn sem Íþrótta-
maður Reykjavíkur er kjörinn.
Ásdís fékk auk bikarsins 150
þúsund króna styrk frá ÍBR.
Ásdís setti nýtt Íslandsmet í
spjótkasti, 61,37 metra, í byrjun
maí 2009 og komst þá í sjöunda
sæti heimslistans.
Ásdís er nú í 22. sæti á heims-
listanum en hún hækkaði sig um
fjórtán sæti frá því í fyrra og
enginn Norðurlandabúi var ofar
en hún á listanum. - óój
Íþróttamaður Reykjavíkur:
Ásdís var valin
„Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum,“ sagði
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26
jafntefli við Fram í Safamýri. Hlutskipti liðanna er ólíkt, Fram
neðst en Valur í öðru sæti. Eins og alltaf þegar þessi lið mæt-
ast var baráttan allsráðandi og alveg ljóst að Framarar hafa
ekki sagt sitt síðasta orð. Þeir sýndu mikla grimmd í gær.
„Við vissum fyrir leikinn að það yrðu vandamál sóknarlega
því við erum með ákveðna menn í meiðslum. En það er ekkert
sem afsakar vörnina, hún var bara léleg. Þetta var erfitt og ég er
bara sáttur við að hafa náð stigi,“ sagði Óskar.
Valur hafði eins marks forystu í hálfleik en í seinni
hálfleik voru Framarar um tíma fjórum mörkum yfir og
virtust ætla að ná báðum stigunum. Þeir gerðu síðan
klaufaleg mistök og spennan var mikil á lokamínútunni
þar sem bæði lið reyndu að tryggja sér sigurinn.
„Fram er með hörkumannskap og á ekki að vera á
þessum stað. Vonandi að þetta komi hjá þeim, þeir
eru með flott lið og spiluðu vel í dag,“ sagði Óskar
Bjarni eftir leik.
Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert
gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. „Mér finnst við
hafa tapað stigi í dag. Þetta var miklu betra en við höfum
verið að gera og margt jákvætt í okkar leik,“ sagði Guðjón.
„Við þurfum að gíra okkur upp í hvern einasta leik eins og
við séum að fara að mæta sterkasta liði í heimi. Við munum
bara bæta okkur og mæta enn betri. Varnarleikurinn var
frábær í þessum leik, við vorum að berjast eins og ljón um
hvern einasta bolta. Við erum á réttri leið, það vil ég
meina.“
Leikurinn í gær olli áhorfendum engum vonbrigð-
um og spennan var mikil. Orri Freyr Gíslason,
leikmaður Vals, var allt annað en sáttur við
varnarleik síns liðs og þar með talið síns sjálfs.
„Við vorum að keppa gegn neðsta liðinu og
varnarleikurinn var hörmulegur. Við eigum
að sýna miklu betri „standard“ en þetta, við
mættum bara eins og algjörir aumingjar í
leikinn,“ sagði Orri. - egm
ÓSKAR BJARNI ÓSKARSSON: VAR SÁTTUR VIÐ AÐ NÁ STIGI AF BOTNLIÐI N1-DEILDARINNAR Í GÆRKVÖLDI
Framarar eiga ekki að vera á þessum stað
FÓTBOLTI Fimmtán leikir fóru fram
í 32 liða úrslitum Evrópudeildar
UEFA í gærkvöldi þar sem Liver-
pool lenti í kröppum dansi gegn
rúmenska liðinu Unirea Urziceni
á Anfield-leikvanginum en vann
þó að lokum.
Gestirnir í Unirea lágu aftarlega
á vellinum og gáfu fá færi á sér
framan af leik á Anfield-leikvang-
inum. Liverpool var mun meira
með boltann en gekk illa að finna
glufur á þéttum varnarmúr Rúm-
enanna. Sóknarþunginn skilaði sér
hins vegar loksins þegar tíu mín-
útur lifðu leiks þegar David Ngog
skoraði sigurmark leiksins eftir
frábæran undirbúning varamanns-
ins Daniel Pacheco.
Síðari leikur liðanna fer fram á
Steaua-leikvanginum í Búkarest
25. febrúar en það er ljóst að rúm-
enska liðið er sýnd veiði en ekki
gefin fyrir Liverpool.
Amauri með tvennu
Af öðrum úrslitum í gærkvöldi má
nefna að Juventus vann 1-2 sigur
gegn Ajax þrátt fyrir að heima-
menn í Ajax hafi tekið forystu í
leiknum snemma leiks. Tvenna
frá Amauri í síðari hálfleik sá
hins vegar til þess að gestirnir frá
Tórínó innbyrðu góðan sigur. Ful-
ham vann einnig góðan 2-1 sigur
gegn Shakhtar Donetsk á heima-
velli sínum Craven Cottage í gær-
kvöldi. Zoltan Gera og Bobby Zam-
ora skoruðu mörk heimamanna en
Luiz Adriano skoraði mark gest-
anna. Þá vann belgíska félag-
ið Club Brugge óvæntan sigur á
heimavelli sínum gegn spænska
félaginu Valencia. omar@frettabladid.is
Erfið fæðing á Anfield
Liverpool þurfti að hafa mikið fyrir því að leggja rúmensku meistarana í Uni-
rea Urziceni í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í gær.
BJARGVÆTTURINN David Ngog bjargaði Liverpool með sigurmarki tíu mínútum fyrir
leikslok gegn rúmenska liðinu Unirea Urziceni á Anfield-leikvanginum í gærkvöldi.
NORDIC PHOTOS/AFP