Fréttablaðið - 26.02.2010, Page 17

Fréttablaðið - 26.02.2010, Page 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 HRÓLFUR SÆMUNDSSON óperusöngvari syngur þekktar aríur í Salnum á morgun klukkan 17. Hrólfur hefur fengið frábæra dóma í Þýskalandi en þar hefur hann sungið fjögur stór hlutverk í vetur, þar á meðal tvö titilhlutverk. Matreiðslumaðurinn Sigurður Karl Guðgeirsson kynntist töfr- um sushi fyrir um tíu árum og hefur nú opnað eigin sushi-stað í Kringlunni. Hann rekur aðdrag- anda þess með eftirfarandi hætti: „Árið 2000 kom Snorri Birgir Snorrason, núverandi eigandi Brauðbæjar, að tali við mig og spurði hvort ég vildi læra að gera sushi. Þá var það ekki hátt skrifað hér á landi og satt að segja fannst mér það vont, en margir upplifa sushi þannig fyrst. Ég hélt síðar til Kaupmannahafnar og lærði sushi-gerð undir handleiðslu jap- anska meistarans Isao Susuki og þá varð ekki aftur snúið. Ég varð háður sushi og heillaðist af menn- ingunni sem því fylgir.“ Sigurður segir hugmyndina að sushi-bar í Kringlunni hafa verið að draga sushi-menninguna úr 101 en hingað til hefur hún aðal- lega loðað við veitingastaði mið- bæjarins. „Ef fólk í úthverfunum fær svokallaða sushi-þörf verður framvegis ekki eins langt að sækja bitann.“ Sigurður segir mikið um sushi-skyndibitastaði í Japan og víðar en að hingað til hafi það aðal- lega verið fáanlegt á veitingastöð- um hérlendis. Hann segir staðnum, Sushi-þörfin segir til sín Sushi var ekki hátt skrifað hjá Sigurði Karli Guðgeirssyni þegar hann smakkaði það fyrst fyrir tíu árum en fljótlega varð hann háður því og hefur nú opnað eigin sushi-bar á Stjörnutorgi Kringlunnar. Edik (sushi-su) 80 ml japanskt hrís- grjónaedik 8 g salt 45 g sykur Best er að byrja á edikinu því það þarf að kólna niður áður en það fer yfir grjónin. Velgið hrísgrjónaedikið í stálpotti og gætið þess að suðan komi ekki upp. Byrjið á að setja 8 g af salti út í edikið. Bætið svo 45 g af sykri við og leysið upp við lágan hita. Kælið niður við stofuhita. Hrísgrjón 500 g sushi-grjón 400 ml vatn Grjónin sett í skál og vatni hellt yfir þannig að það fljóti vel yfir grjónin. Nuddið þau mjúklega til að þrífa burt sterkjuna, hellið vatninu af og endur- takið þrisvar til fjórum sinnum. Þegar vatnið er orðið nokkuð tært, sigtið það frá og hellið köldu vatni yfir grjónin þannig að það fljóti vel yfir og látið standa í 60-90 mínútur eða þar til grjónin eru orðin hvít í gegn. Næst eru þau sigtuð og sett í þar til gerðan hrísgrjónapott. Hellið 400 ml af vatni yfir og sjóðið. Þegar grjónin eru soðin skal taka þau varlega upp úr pottinum með plast- eða viðaráhaldi og setja þau í skál (ekki nota skál úr áli). Hellið edikblöndunni (susi-su) yfir og leysið þau í sundur. Athugið að þetta þarf að gerast á meðan grjónin eru sjóðandi heit. Leyfið grjónunum næst að kólna (má nota blæ- væng til að flýta fyrir) niður fyrir líkamshita (um 35°C) en þá eru þau tilbúin til notkunar. Notið helst strax. Ef þörf er á að geyma grjónin má setja rakt visku- stykki yfir. SUSHI-HRÍSGRJÓN og edik sem hefur fengið nafnið suZushii, hafa verið afskaplega vel tekið en sushi-ið er allt handgert eftir pönt- unum á staðnum. Sigurður segir hráefnið skipta öllu við sushi-gerð. „Meginuppistaðan er hrísgrjón, fiskur og grænmeti og má ekkert af þessu klikka.“ Hann gefur ítar- lega uppskrift að grjónum en þau eru mikilvægasta undirstaðan. Þau eru síðan ýmist notuð í nigiri-bita eða rúllur. vera@frettabladid.is Sigurður segir marga fá svokallaða sushi-þörf og að þá sé gott að geta gripið bita. Hér er meðal annars að finna ál-nigiri og laxa- nigiri með teriyaki-sósu sem er einkennisbitinn hans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Til Perlunnar kemur ástralinn Glen Ballis sem hefur unnið á Banyan Tree og Shangri-la hótelum á Tælandi ásamt því að vinna í Shanghai, Malasíu og Indónesíu. Hann hefur einnig stjórnað veitingahúsum Harrods í London. Með Glen kemur Kobayashi Katsuhiko, japanskur pastry chef sem er með 20 ára reynslu í sætabrauðsheiminum. Hann hefur m.a. starfað á Laurent (2 Michelin stjörnur), La Bastide (2 Michelin stjörnur) og Marc Meneau (3 Michelin stjörnur). Hann mun sjá um eftirréttinn. 24. - 28. febrúar Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is TÚNFISKTARTAR með piparrótarkremi og reyktum ál HÖRÐUSKEL TATAKI með tómat citrus salati, soya marineruðum laxahrognum og kryddjurtum BRASSERAÐ NAUT með portvíns- og engiferleginni andalifur og bauna- og döðluplómu purrée SYKURHÚÐAÐUR ÞORSKUR með kræklingi og kúfskelsalsa, dvergkáli og tom yum froðu KÓKOSHNETU–TAPIOKA með steiktu mangói, hindberjum og lychee–sorbet 5 rétta seðill á aðeins 6.900 kr. Góð tækifærisgjöf !

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.