Fréttablaðið - 26.02.2010, Page 24

Fréttablaðið - 26.02.2010, Page 24
4 föstudagur 26. febrúar Leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir túlkar þrjár gjörólíkar persónur í jafnmörgum verkum í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Hún leikur í kórnum í Brenni- vörgunum og fer með hlutverk Nansíar í Óliver! Þriðja verkið, Hænuung- arnir eftir Braga Ólafs- son, verður frumsýnt annað kvöld í Þjóðleik- húsinu. Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir Ljósmyndir: Valgarður Gíslason V igdís hefur skemmt sér konunglega á æf- ingum fyrir Hænuung- ana og hlakkar til að sjá móttökur áhorf- enda. „Þetta er frábært leikrit. Bragi hefur svo lúmskan og skemmtileg- an húmor, hann sér hið kómíska í hinum hversdagslegustu aðstæð- um. Það er líka búið að vera mjög lærdómsríkt að vinna með þess- um reynsluboltum eins og Krist- björgu, Eggerti, Heiðu, Pálma og Friðriki. Mér finnst mjög mikilvægt að ungir leikarar fái að starfa við hlið þeirra eldri og reyndari, það græða allir á því að ólíkar kyn- slóðir séu starfandi saman í leik- húsinu. Leikritið á sér stað á hús- fundi og ég leik stelpu sem kemur og rótar í fólkinu. Þetta er skraut- legt og trúverðugt persónugallerí hjá Braga og Stefáni Jónssyni leik- stjóra og ég held að það eigi allir eftir að kannast við einhverjar týpur þarna.“ Hún óttast ekki að ruglast á text- um og fara óvart að syngja Mat, dýrlegan mat í miðri senu af Hænu- unganum. „Nei, nei, það er bara gaman að vinna í svona ólíkum verkefnum í einu. Þessi þrjú verk- efni eru gjörólík og krefjast ólíkra hluta af manni. Það er eitt af því sem mér þykir svo gaman við að vera leikari á Íslandi. Þú færð tæki- færi til að gera ólíka hluti, spreyta þig á ólíkri tegund af leiklist.“ VIÐ NÁM Í SKOTLANDI Þetta var ein helsta ástæðan fyrir því að Vigdís ákvað að koma aftur heim til Íslands, eftir að hafa verið við nám í Konunglegu skosku aka- demíunni fyrir tveimur árum. „Ég velti því mikið fyrir mér þá hvort ég ætti að reyna að lifa sem leik- kona þarna úti, en tók þá ákvörð- un að koma frekar aftur heim. Hér var ég öruggari um að hafa nóg að gera og fá að gera ólíka hluti. Það er viss lúxus á Íslandi að þú verður að hafa breidd sem leikari ef þú ætlar að lifa af. Maður getur ekki lifað bara af söngleikjum, til dæmis, því þeir eru einfaldlega ekki það margir á ári. En auðvitað er viss tilhneiging hjá fólki að fest- ast í ákveðnum rullum. Mér finnst líka margir af okkar færustu leik- stjórum of ragir við að láta okkur prófa eitthvað nýtt, menn spila það svoldið seif og tæpkasta oftar en ekki.“ SÖNGUR OG DANS ALLA DAGA Í Skotlandi var Vigdís í söngleikja- námi, sem byggðist að stærstum hluta á intensívum söng- og dans- æfingum í fleiri klukkutíma á dag. Sjálf er Vigdís mikill söngleikja- aðdáandi. Hún hefur lært söng frá því hún var stelpa en það var helst dansinn sem hana langaði til að ná betri tökum á. „Stór ástæða fyrir því að mig langaði að læra meira var að ég varð oft svo kvíðin fyrir dansprufur. Ég var oft svo hrædd um að ná ekki sporunum og náði þeim ekki þess vegna, þetta var orðin meinloka hjá mér. Mig lang- aði að læra meira á líkama minn og aðra nálgun á söng.“ Þegar hún sótti um að komast inn í Konunglegu skosku akademí- una átti hún þó ekki sérstaklega von á að komast inn. „Það var eig- inlega í algjöru bríaríi að ég ákvað að sækja um þarna, ég var hand- viss um að ég kæmist ekki inn eftir dansprufuna, sem var algjör brandari.“ Hinar prufurnar hafa þó greini- lega vegið hana upp, því hún var ein af tólf sem komust inn, af mörg hundruð umsækjendum, og fékk skólastyrk líka. „Mér brá ekkert lítið þegar ég fékk bréfið og ég sá að ég var komin inn,“ segir Vigdís og brosir. FRIÐUR FYRIR ÖÐRU FÓLKI Stuttu seinna var hún komin með alla fjölskylduna til Skotlands, og það til að vera í eitt ár. Þetta var góður tími fyrir fjölskylduna. „Mér fannst þetta frábær reynsla og ég hugsa að við gerum þetta einhvern tímann aftur. Ég held það sé mjög dýrmætt fyrir fjölskyldur að fá af og til smá frið frá vinum og vanda- mönnum − þó þeir séu dásamleg- ir. Svo er þroskandi að búa í öðru landi og kynnast nýju samfélagi, sjá hvernig fólk hefur það annars staðar.“ Dvölin úti varð þó ekki til að minnka ást hennar á heimahögun- um. „Mér fannst frábært að kynnast nýrri menningu, gildum og lífsstíl. Það kenndi mér líka að meta betur það sem ég hef hér. Ég sé ekkert eftir því að hafa farið heim. Ég vil ekki ala dóttur mína upp öðruvísi en sem Íslending og það frelsi sem við höfum hérna á Íslandi finnst mér mjög dýrmætt.“ ÞINGHOLTIN EINS OG LÍTIÐ ÞORP Vigdís er fædd og uppalin í Þing- holtunum og getur ekki hugsað sér að færa sig langt um set. „Ég er löngu búin að gera mér grein fyrir því að ég er átthagafjötruð og flyt sennilega seint úr Þingholtunum. Ég ólst upp á Bergstaðastræti og sé húsið hennar mömmu frá tröpp- unum mínum. Það sem ég sæk- ist eftir í miðbænum er mannlífið. Þingholtin eru eins og lítið þorp. Ég þekki meira og minna fólkið sem býr í kringum mig, nema reyndar í tóma húsinu hans Björgólfs Thors gegnt mér. Það er viss nálægð við fólkið í kringum mig sem ég skynja ekki í úthverfum. En ég hef svo sem aldrei búið í úthverfi, svo ég er alveg jafnfordómafull gagnvart úthverfum eins og fólk þaðan er gagnvart miðbænum.“ Henni leiðist tal um að færa þurfi meira líf í miðbæinn með hinum ýmsu aðgerðum og framkvæmd- um. „Mér finnst gleymast í þess- ari umræðu að það er fyrir fólk í miðbænum og það þarf að hlúa að því líka. Til dæmis með því að gera átak í umferðarmálum. Fólk keyr- ir eins og bestíur í Þingholtunum. Mér finnst stundum eins og það sé almennt álit að hérna búi enginn, þetta séu bara kaffihús og hótel. En hérna býr fólk með börnin sín og þau eru úti að leika sér, alveg eins og alls staðar annars staðar í Reykjavík.“ SORGLEG MENNINGARUMFJÖLLUN Vigdís er dóttir Páls Baldvins Bald- vinssonar, menningarrýnis og leikhúsgagnrýnanda með meiru. Hún fær oft þá spurningu hvort það sé erfitt að eiga pabba sem er gagnrýnandi. „Auðvitað getur það stundum verið skrýtið, því starf gagnrýnenda er bæði um- deilt og vanþakklátt. En mér finnst reyndar gagnrýni leikhúsinu mjög mikilvæg. Og það er sorgleg stað- reynd að ritstjórnir okkar stærstu dagblaða sjái ekki ástæðu til að gefa meira pláss undir menning- arumfjöllun og gagnrýni. Svo ég tali nú ekki um RÚV og Stöð tvö. Innlendur fréttaannáll RÚV núna um áramótin minntist einungis á einn menningarviðburð og það var Eurovision. Kastljósið á að dekka menninguna í bland við annað en það verður alltaf frekar yfir- borðskennt og hraðsoðið, senni- lega vegna þess að það þykir ekki nógu merkilegt. Egill Helgason hefur sannað það með Kiljunni að fólk vill almennilega menningar- umfjöllun og það ber að bregðast við því með umfjöllun um aðrar listir en bókmenntirnar.“ Þó Vigdísi þyki gagnrýni mikil- væg er hún ekki sátt við störf allra gagnrýnenda. „Mér finnst gagn- rýni á söngleiki sérstaklega oft ekki nægilega vel unnin. Ég held að mörgum gagnrýnendum leiðist söngleikir og hafi ekki kunnáttu til að meta þá. Ég var til dæmis mjög ósátt við sum skrifin um Óliver! og mér fannst greinilegt að fólk kom með fyrirfram ákveðn- ar hugmyndir um hvernig Oliver Twist ætti að vera, en gerði ekki greinarmun á bókinni og söng- leiknum. Þetta er 50 ára söngleik- ur sem er löngu búinn að festa sig í sessi sem einn af klassísku söng- leikjunum. Það ber að meta hann sem slíkan.“ Um pabba sinn í hlutverki gagn- rýnanda vill hún lítið annað segja. „Við erum mjög náin og hann hefur gefið mér mörg góð ráð í gegnum tíðina og verið minn helsti stuðn- ingsmaður. En það er ekki eins og hann gagnrýni mig mikið. Hann er bara eins og hvert annað foreldri með það.“ DÓTTIR KONUNGSINS Fram undan eru spennandi en Í ÞÆGILEGUM ÁTTHAGAFJÖT Í vetrarskrúða Vigdís klæðir sig vel á veturna, enda fer hún allra sinna ferða á tveimur jafnfljótu Þingholtin eru eins og lítið þorp. Ég þekki meira og minna fólkið sem býr í kringum mig, nema reyndar í tóma húsinu hans Björgólfs Thors gegnt mér.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.