Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.02.2010, Blaðsíða 32
8 • „Ég flutti tvítug út til þáverandi kærasta míns. Hann er módel og leikari. Ég ákvað að prófa og vita hvað módelskrifstofurnar myndu segja. Af hverju ekki?“ Segi það. Og var mikið að gera? „Ég bjó fyrst í New York og það er ekki mikið að gera þar fyrir mig. Það voru einhver katalóg-verkefni, sem eru reyndar mjög vel borguð. Svo flutti ég til Los Angeles – LA og Miami eru meiri markaðir fyrir mig. Ég er ekki nógu há fyrir New York. Ég er líka með silíkon og þar þarf maður að vera meira flatbrjósta. Þessar stelpur í New York eru margar bara 14 ára. Þær eru ekki einu sinni komnar með brjóst og mjaðmir. Svo eru stelpur að horfa á þær í blöðun- um og dreyma um að vera eins og þær. Halló, þær eru 14 ára.“ VIP-meðferð á klúbbunum Lilja fékk VIP-meðferð nánast alls staðar sem hún fór. Hún fékk frítt inn á heitustu klúbbana og þurfti ekki einu sinni að greiða fyrir matinn sem hún borðaði á fínum veitinga- stöðum. Allt var í boði hússins, enda sjá staðirnir hag í því að vera með fallegt fólk við borðin sín, en þannig byggja þeir upp orðspor. „Það er komið fram við módel eins og stjörnur. Ef þú ert ljótur, þá bara „út með þig“ – þá er þér ekki hleypt inn á staðinn. Þeir sem voru ekki á lista hjá þeim sem buðu okkur á staðina þurftu að bíða í röð og borga inn – kannski 5.000 kall, og þeir máttu ekki sitja. Flaskan kostar svona 100.000 kall á þessum stöðum og þá færðu borð. Við fengum alltaf borð og áfengi allt kvöldið.“ Þessi aðferð var árangursrík, en Lilja segir að langar raðir hafi byrjað SIÐFERÐIS- KENNDIN EKKI TIL SÖLU ORÐ: Atli Fannar Bjarkason MYND: Valli HÁR: Elvar á Kompaníinu FÖRÐUN: Stína Flestir hafa séð andliti – ja, eða lögulegum líkama – Lilju Ingibjargardóttur bregða fyrir á Netinu, í blöðum eða sjónvarpi. Hún hefur verið fastagestur á síðum blaðsins Séð og heyrt síðustu ár, komið fram í auglýsingum Símans ásamt því að vera ein af ástæðunum fyrir því að ungir menn fagna þegar Hagkaupsbæklingurinn dettur inn um lúguna. Færri vita að Lilja flutti heim frá Bandaríkjunum í fyrra, þar sem hún lærði grunnnám í læknisfræði. Hún lifði lúxuslífi í New York og Los Angeles, en þegar hún kom heim þurfti hún skyndilega að sætta sig við að á Íslandi þurfa fyrirsætur að greiða fyrir mat og drykk og sýna skilríki inni á skemmtistöðum. að myndast fyrir utan staðina tveimur tímum áður en þeir opnuðu. „Fólk bíður stundum í þrjá, fjóra tíma og kemst ekki inn því það er búið að loka. Sumum er neitað. Pældu í þessu. Mér finnst æðislegt að djamma í New York. Best í heimi. En nú er ég svo góðu vön og kem til Íslands. Ég þarf kannski að bíða í röð og kem inn og er beðin um skilríki. Svo þarf ég að kaupa drykki, fæ ekki sæti, gaurar klípa í rassinn á manni og ég hugsa bara: „Hvar er ég?“ Mig langar til New York núna (hlær). Ég var orðin of góðu vön.“ Ég spyr hvort lífið hafi virkilega alltaf verið svona í New York og Lilja tekur gott dæmi. Henni var boðið í partí til hjóna, sem eru vafalaust þau valdamestu í tónlistarbransanum í Bandaríkjunum: Jay-Z og Beyoncé Knowles. „Við fórum í partí til þeirra og P. Diddy var þarna – eða hvað sem hann kallar sig í dag. Ég er vön að hitta frægt fólk. Fyrsta kvöldið sem ég var úti hitti ég Lindsay Lohan og Jude Law. Mér fannst það merkilegt fyrst. En þetta er bara fólk. Heppið fólk að vera frægt og eiga pening (hlær). Neitaði 25 milljóna verkefnum Lilja kynntist skuggahliðum tísku- heimsins á meðan hún dvaldi úti. Hún segir fyrirsætur sofa hjá ljós- myndurum til að koma sér á fram- færi í bransanum og veit til þess að karlkyns fyrirsætur veiti samkyn- hneigðum ljósmyndurum kynferð- islega greiða. Henni voru boðnar 25 milljónir fyrir að sitja fyrir í tveimur auglýsingum, fyrir GAP og MAC, en ljósmyndarinn vildi meira en hún var tilbúin að bjóða. „Bransinn er allt öðruvísi en á Íslandi. Þarna þurfti ég að hitta ljós- myndarann og daðra svolítið við hann. Ég fór í mat með honum og allt í einu byrjaði hann að káfa á mér, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég ýtti honum í burtu og spurði hvað hann væri að gera. Hann sagði: „Þú leist út fyrir að vera frekar fúl – ég vildi bara gleðja þig.“ Hann var búinn að lofa mér þessu verkefni. Hann sagði mér að allar stelpurnar svæfu hjá honum og stökk á mig. Ég forðaði mér.“ Þó að tískuheimurinn sé skugga- legur lifir Lilja heilbrigðu lífi. Hún reykir ekki, hefur aldrei notað eiturlyf og af myndunum að dæma tekur hún vítamín, borðar hollan mat og hreyfir sig. Siðferðiskenndin kostaði hana ekki aðeins 25 milljónir, en henni var boðið hlutverk í kvikmyndinni The Good Shepherd, með Matt Damon og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum, gegn því að sofa hjá einum af fram- leiðendum myndarinnar. „Ég átti að vera gellan sem tældi hann, skilst mér. Til þess að fá hlut- verkið þurfti ég að fara út að borða með framleiðandanum og rauninni tæla hann. Ef hann vildi svo fá mig upp á hótelherbergi þá átti ég að gera það. Ég var til í að fara með honum í mat en „verð ég að sofa hjá honum?“ spurði ég. Ég var þá spurð hvort ég vildi ekki leika í myndinni og hvort ég vildi ekki vera fræg. Þau töluðu svo ekki aftur við mig vegna þess að ég vildi ekki sofa hjá honum.“ „BRANSINN ER ALLT ÖÐRUVÍSI EN Á ÍSLANDI. ÞARNA ÞURFTI ÉG AÐ HITTA LJÓSMYNDARANN OG DAÐRA SVOLÍTIÐ VIÐ HANN. ÉG FÓR Í MAT MEÐ HONUM OG ALLT Í EINU BYRJAÐI HANN AÐ KÁFA Á MÉR, EINS OG EKKERT VÆRI SJÁLFSAGÐARA. ÉG ÝTTI HONUM Í BURTU OG SPURÐI HVAÐ HANN VÆRI AÐ GERA. HANN SAGÐI: „ÞÚ LEIST ÚT FYRIR AÐ VERA FREKAR FÚL – ÉG VILDI BARA GLEÐJA ÞIG.““ ÆTLAÐI AÐ VERA LÆKNIR Lilja tók grunnnám í læknisfræði þegar hún bjó úti, en hætti og stefnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.