Fréttablaðið - 26.02.2010, Page 36

Fréttablaðið - 26.02.2010, Page 36
12 • Mamma Þetta er nýja mynd- in með stráknum úr Titanic, en ég kunni nú betur að meta hann þar. Það var alvöru ástarsaga með harmi og gleði. Shutter Island er ekki alveg mynd til að fara á með mömmu sinni, enda var ég stundum svo logandi hrædd og ringluð að ég þurfti að grúfa mig ofan í popppokann og hugsa um pallinn sem pabbi þinn ætlar að smíða í sumar. Vinurinn Gaur, þetta er geðveik mynd. Mér er sama hvað stelp- urnar segja um Leonardo DiCaprio, hann er frábær leikari þó að hann sé sykursætur. Scorsese á líka mjög erfitt með að klikka og byrjar ekki á því með Shutter Island. Frábær mynd, spennandi og örlítið ruglandi þangað til hann útskýrir plottið í endann. Sjáðu þessa, maður Bíónördinn Leonardo DiCaprio er einn af bestu leik- urum sinnar kynslóðar og frammistaða hans er nánast nógu góð ástæða til að sjá myndina. Maður fagnar líka alltaf þegar Scorsese sendir frá sér nýja mynd og hann gerir fá mistök í þessari. Shutter Island er hörkuspennandi og dimm heilabrotsmynd sem heldur dampi allan tímann, þó að endirinn sé örlítið snubbóttur. Stelpan Æ, er ekki gömul klisja að strákar vilji fara með stelpur á svona „skerí“-myndir svo að þær grípi í þá. Þetta er reyndar ekki hryllingsmynd, en hún er „spúkí“ og ekki alveg fyrir mig. Það er reyndar æðislegt að horfa á Leonardo DiCaprio, en hann var ekki alveg nóg til að láta mig elska þessa mynd. Ég fæ að velja mynd næst. FRUMSÝND Í KVÖLD: SHUTTER ISLAND SHUTTER ISLAND Leonardo DiCaprio fer á kostum í myndinni að mati bíónörds POPPS. POPPDÓMNEFNDINÁrið er 1954. Teddy Daniels, sem leikinn er af Leonardo DiCaprio, og félagi hans, leikinn af Mark Ruffalo, eru sendir á hæli fyrir geðsjúka til að rannsaka dularfullt hvarf sjúklings. Einn af alræmdustu sjúklingum hælisins hvarf sporlaust úr herbergi sem er vakt- að allan sólarhringinn og harðlæst utan frá. Ýmis- legt annað kemur í ljós þegar líður á myndina og leikstjórinn Martin Scor- sese þarf að koma miklu meira á framfæri en sjúklingi á flótta. Þegar harðnar í ári fækkar gjarnan gestum á öldurhúsum borgarinn- ar. Vertar hafa þurft að bregðast við því meini og laða nú gesti til sín með góðum tilboðum líkt og „Happy Hour“ eða gleðistund þar sem bjórinn er á hálfvirði. Happy Hour er þekkt fyrirbæri víða um heim og á rætur sínar að rekja til frístunda bandarískra hermanna. Happy Hour hefur verið bannað með lögum bæði á Írlandi og í Glasgow því menn óttast að það ýti undir óhóflega drykkju. Boston er á meðal þeirra staða sem bjóða upp á Happy Hour. Hvern dag frá klukkan 17 til 21 má fá tvo kalda kranabjóra á verði eins. Boston er notalegur bar, innréttaður á smekklegan hátt þar sem gott er að sitja og spjalla eftir erfiðan dag í vinnunni. Á Dillon er hægt að kaupa einn kaldan á 500 krónur á milli 18.00 og 20.00 og hlusta á gamla rokk- slagara á meðan menn svolgra í sig. Rólegra andrúmsloft ríkir á virkum dögum á Dillon en um helgar og því ætti fólk ekki að vera smeykt við að kíkja þar við í einn öl. Danska kráin, sem er í sama húsnæði og Qbar var í á sínum tíma, er með Happy Hour á hverjum degi frá klukkan 16.00 til klukkan 19.00 og má þá fá tvo kranabjóra á verði eins. Einnig gildir sama tilboð um Guinness- ölið. Vilji menn ekki báða bjórana á sama tíma fá þeir miða og inn- heimta seinni bjórinn síðar. Síðastliðinn mánuð hefur Prikið boðið upp á alvöru After Work Happy Hour, sem hægt er að þýða yfir á íslensku sem gleði- stund eftir vinnu. Alla virka daga á milli klukkan 17.00 og 19.00 kostar stór kranabjór á Prikinu aðeins 400 krónur, sem er ágætt verð fyrir þreytta vinnuþjarka. - sm HVAÐA BARIR BJÓÐA UPP Á HAPPY HOUR? BOSTON Happy Hour ríkir á Boston hvern dag frá klukkan 17.00 til 21.00. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DANSKA KRÁIN Happy Hour er hvern dag á Dönsku kránni frá klukkan 16.00 til 19.00. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PRIKIÐ Alvöru Happy Hour ríkir á Prikinu alla virka daga milli klukkan 17.00 og 19.00. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA MYRKUR, GEÐVEIKI OG HEILABROT Leonardo DiCaprio og vinir hans eru búnir að þróa tungu- mál sem aðeins þeir skilja. Tungumálið er einhvers konar leyni- kóðun á ensku. Mjög eðlilegt allt saman. R E Y K J A V Í K TS AL A Ú TS AL A Ú TS AL A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.