Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2010, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 26.02.2010, Qupperneq 37
2.499 Heavy Rain Origami morðinginn gengur laus. Tekst þér að finna hann í þessum magnaða spennutrylli á PS3! Dómar: 100 af 100 – GamePro 100 af 100 – Official PlayStation Magazine 100 af 100 – Total Video Games Bioshock 2 Einn harðasti hryllings- og skotleikur ársins. Spennandi söguþráður og flott netspilun. PC - PS3 - X-Box 360 11.499 BT Skeifan • BT Smáralind • BT Akureyri • www.bt.is • Sími 550 4444 Vancouver 2010 Allar hröðustu og mest spennandi íþróttir vetrar- ólympíuleikanna eru hér mættar í einum pakka. Ótrúleg grafík. Aliens vs Predator Endurgerð af einum besta fyrstu persónu skotleik allra tíma. Flottur og spennandi leikur. Napoleon Stýrðu herjum Napoleon í þessum nýjasta leik í Total War seríunni. 10.999 9.999 11.499 6.499 POPPLEIKUR: BIOSHOCK 2 POPPLEIKUR: HEAVY RAIN Flestir leikjaunnendur ættu að kannast við Bioshock. Nú hefur Bioshock 2 litið dagsins ljós og fá menn því einstakt tækifæri til að snúa aftur til neðansjávarborgar- innar Rapture, tíu árum eftir atburði fyrri leiksins. Þeir sem spiluðu fyrri leikinn munu fljótt ná tökum á Bioshock 2, enda hefur litlu verið breytt. Leikurinn skartar enn frábærlega hönnuðu umhverfi, spennandi sögu, steampunk-vopnum, heill- andi tónlist og frábærri grafík. Helsta nýjungin felst í því að nú þurfa menn að beita smá skipulagningarhæfileikum á vissum augnablikum. Þá þarf til dæmis að leggja gildrur fyrir komandi óvini og þess háttar. Þetta er ágætis viðbót við leikinn. Þá hefur einnig verið bætt við nýjum áberandi óvini, hinum árásargjörnu Stóru systrum, ásamt því sem Bioshock 2 skartar netspilunarmöguleika. Bioshock 2 er ekki eins góður leikur og forverinn en hann kemst fjári nálægt því. Leikurinn grípur leikmenn traustataki og sleppir ekki fyrr en síðasti skúrkurinn hefur verið drepinn. Skyldueign fyrir alla nörda með vott af sjálfs- virðingu. Viggó I. Jónasson MARGT BÝR Í DJÚPINU … Í Heavy Rain fer spilarinn með hlutverk fjögurra persóna á tímabili sem spannar yfir nokkra daga. Persónurnar fjórar tengjast á einn eða annan hátt Origami- fjöldamorðingjanum, og ætla að fyrirbyggja að hann drepi á ný. Heavy Rain hefur verið beðið með eftirvæntingu frá því að hann var upphaflega kynntur og þar á meðal hjá undirrituðum. Margir tölvuleikir eru núna byggðir upp eins og kvikmyndir, en í Heavy Rain spilar þú bók- staflega tólf tíma kvikmynd. Samspil atburðarásar leiksins, samtala, persóna og sjónarhorna eru meðal þeirra atriða sem gera Heavy Rain-leikinn „kvikmynda- legan“. Frá byrjun fyllist maður samúð með persónum leiksins og lifir sig inn í atburðarásina. Stjórnunin er mjög frábrugðin því sem ég hef kynnst áður og er hún afar krefjandi. Í mörgum tilfellum gefst spilaranum ekki langur tími til þess að taka ákvörðun í samtali í takt við at- burðarásina. Einnig er áhugavert hvernig sumar hreyfingar krefjast þess að þræða saman fjölda takka til þess að framkvæma hreyfingu, eins og að ganga upp blauta, sleipa hlíð. Nýtingin á sixaxis er afar góð, og gerir spilunina fjölbreytta. Heavy Rain stóðst mínar vænt- ingar og er útkoman vandaður og góður leikur sem hægt er að mæla með. Vignir Jón Vignisson FRÁBÆR KVIKMYNDALEIKUR GRÍPANDI Bioshock 2 grípur leikmenn traustataki og sleppir ekki fyrr en síð- asti skúrkurinn hefur verið drepinn. KREFJANDI LEIKUR Heavy Rain krefst þess að spilarinn fylgist vel með. NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 5/5 5/5 5/5 3/5 NIÐURSTAÐASPILUN GRAFÍK HLJÓÐ ENDING 4/5 5/5 5/5 4/5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.