Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.03.2010, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.03.2010, Qupperneq 4
4 24. mars 2010 MIÐVIKUDAGUR KÆLISKÁPA TILBOÐ Ranglega var farið með starfsheiti heimilisfólks í Fljótsdal í blaðinu í gær. Anna Runólfsdóttir og Þorkell Daníel Eiríksson eru bæði bændur þar. LÖGREGLUMÁL Fíkniefnadeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í Rima- hverfi í Grafarvogi undir morgun aðfaranótt laugardagsins. Um það bil tugur plantna var í ræktun á staðnum, auk þess sem plöntur voru til þurrkunar. Þá voru á staðnum fræ og annað sem notað er til framleiðslu kannabis- efna. Haglabyssa fannst á staðn- um svo og slatti af sverðum. Fjórir menn voru handteknir og færðir til skýrslutöku á lög- reglustöð. Þeir voru allir á fer- tugsaldri. - jss Fjórir menn handteknir: Ræktun, sverð og haglabyssa KANNABISPLÖNTUR Lögregla rann á lyktina og fann ræktun og ýmislegt fleira í Rimahverfi. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 22° 15° 9° 18° 19° 8° 8° 20° 12° 18° 14° 26° 2° 17° 16° 2°Á MORGUN 5-10 m/s, en strekkingur á Vestfjörðum. FÖSTUDAGUR Stíf NA-átt NV- og A-til. 2 4 4 1 5 7 7 4 2 8 6 10 7 10 15 7 3 7 2 7 3 6 1 2 2 7 6 6 5 1 1 0 MINNKANDI ÚRKOMA Síðdegis verður yfi rleitt úr- komulítið á landinu en áfram smáskúrir syðra. Á morgun léttir til á suð- vesturhorninu en annars staðar verð- ur þungbúið og slydda norðaustan- til. Svipað veður á föstudag en bætir í vind og kólnar. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður BRUNI Bakhús við Hafnarstræti 1 til 3, sem hýsti skemmtistaðinn Batteríið, skemmdist mikið í eldi í fyrrinótt. Tjónið hleypur á tug- milljónum. Eldsupptök eru ókunn. Tilkynning um eldinn barst á sjöunda tímanum í gærmorgun og var allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn. Mest sinntu rúmlega 30 manns slökkvistarfinu, sem lauk um klukkan hálfátta. Slökkvilið var að störfum fram að hádegi. Svo virðist sem eldurinn hafi kviknað á annarri hæð hússins og breiðst hratt út. Mikil mildi þykir að tekist hafi að koma í veg fyrir að eldurinn læsti sig í nálæg hús, sem mörg hver eru sögufræg, til dæmis svokallað Fálkahús og Kaffi Reykjavík. Gaskútar voru í húsinu og sögðust sjónarvottar hafa heyrt sprengingar innan úr húsinu áður en slökkvilið kom á staðinn. Reyk kafarar fóru síðan inn, gengu úr skugga um að enginn væri inn- andyra og fjarlægðu þá gaskúta sem eftir voru. Húsið er sem áður segir illa farið eftir brunann og tjónið mikið. Það var nýverið endurbætt. Ekki ligg- ur fyrir hvort hægt verði að lag- færa húsið eða hvort það verður rifið. Lögregla rannsakar nú brunann. stigur@frettabladid.is Eitt elsta hús bæjarins skemmdist í eldsvoða Mildi þykir að eldur sem upp kom í bakhúsi við Hafnarstræti 1 til 3 náði ekki að læsa sig í sögufræg hús í kring. Húsið er stórskemmt. Eldsupptök eru ókunn. ILLA FARIÐ Húsið er stórskemmt eftir eldinn og ekki liggur fyrir hvort þarf að rífa það. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bakhúsið við Hafnarstræti 1 til 3 er hluti af húsasamstæðu sem reist var á ofanverðri nítjándu öld af danska kaupmanninum Bryde. Bakhúsið var reist árið 1887 og notað sem pakkhús í fyrstu, að sögn Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Það stóð þá nánast á hafnarbakkanum. Árið 1914 keypti Ó. Johnson og Kaaber húsið og nýtti sem kaffibrennslu. Síðar á öldinni var þar ýmis starfsemi, bæði verslanir og skemmtistaðir. Reist árið 1887 Ranglega var haft eftir Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í Fréttablaðinu í gær um stærð svæðisins sem hraun úr gosinu við Fimmvörðuháls náði yfir. Hið rétta er að hraunflæðið þakti 0,4 ferkílómetra svæði. LEIÐRÉTTING RÁÐSTEFNA Hinir ýmsir þætt- ir klámmenningar og áhrifa þess í samfélaginu verða rædd- ir á vegum nokkurra sviða innan Háskóla Íslands á opnum umræðufundi í hádeginu í fund- arsal Þjóðminjasafns Íslands í dag. Klámvæðing og klámmenn- ing hefur aukist hér á landi. Með klámvæðingu er átt við að sífellt sé daðrað við táknmyndir og til- vísanir kláms í dægurefni og mörkum hins „eðlilega“ og leyfi- lega ögrað og þau víkkuð út. And- staða gegn klámi byggist helst á þeirri mynd sem þar er dreg- in upp af konum og körlum og gjarnan byggð á ofbeldi, eins og segir í tilkynningu um fundinn. - jab Rætt um klám í Háskólanum: Klám einkenn- ist af ofbeldi ERÓTÍSKUR DANS Klám og klámvæðing er til umræðu á opnum fundi í Þjóð- minjasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP LÖGREGLUMÁL Hátt í fimmtíu útidyrahurðum og gluggum er talið hafa verið stolið úr sex tveggja hæða íbúðum af níu í raðhúsalengju sem Byggingarfélagið Kjölur hefur verið að reisa með hléum við Elliðavað í Norðlingaholti síðastliðin þrjú ár. Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri Kjalar, segir starfsmenn hafa tekið eftir stuld- inum þegar þeir komu til starfa eftir vikufrí á mánudag. Hann segir nokkra hljóta að hafa verið að verki, þeir verið vel tækjum búnir og með flutningabíl til að koma farminum á brott. Stærstu gluggarnir eru um tvö til þrjú hundruð kíló á þyngd, en þeir eru sérpantaðir rammar með umgjörð og gleri í og pantaðir eftir máli frá Danmörku. Fjóra menn þurfti til að koma stærstu gluggunum fyrir og skrúfa þá í veggi húsanna, að sögn Halldórs. Gluggar og hurðir í húsin öll voru keypt í fyrra og kostuðu þrettán milljónir króna. Byggingarfélagið Kjölur var með fram- kvæmdalán frá Landsbankanum og Frjálsa fjárfestingarbankanum upp á 494 milljónir króna í lok árs 2007, þar af þriðjung í erlendri mynt. Halldór segir hafa verið samið við kröfu- hafa um að koma húsunum í söluhæft ástand. Árni Þór Sigfússon, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn á lögreglustöð 4, segir málið í rannsókn. Skoða þurfi marga þætti. Meðal annars hvort nágrannar hafi tekið eftir mannaferðum við húsin. - jab HÁLFKÖRUÐ HÚS Verktakinn Halldór stendur hér við húsin sem í vantar glugga og hurðir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Milljónatap Byggingafélagsins Kjalar vegna þjófnaðar í nýbyggingum í Norðlingaholti: Hurðum og gluggum stolið í tugatali ELDGOS Fjarskiptafyrirtækið Míla hefur sett upp tvær mynd- bands tökuvélar í nánd við gos- svæðið á Fimmvörðuhálsi og opnað fyrir beina útsendingu í gegnum vefsíðu fyrirtækisins. Önnur myndavélin er á mastri Mílu á Hvolsvelli. Hin er á Þór- ólfsfelli, norðanmegin við Eyja- fjallajökul, nær gossvæðinu en vélin á Hvolsvelli, að því er fram kemur í tilkynningu. Almenningur getur því fylgst með gosinu á vef Mílu á mila.is/ eldgos. Veður voru válynd þegar rýnt var í útsendinguna í gær svo lítið sást til jarðeldanna. - bj Eldgos við Fimmvörðuháls: Vefmyndavélar vakta eldfjallið AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 23.03.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,5535 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,17 127,77 190,83 191,75 171,77 172,73 23,083 23,219 21,336 21,462 17,629 17,733 1,4068 1,4150 193,83 194,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.