Fréttablaðið - 24.03.2010, Side 39

Fréttablaðið - 24.03.2010, Side 39
MIÐVIKUDAGUR 24. mars 2010 23 UMRÆÐAN Reynir Jónsson skrifar um almenningssam- göngur Starfsmenn Strætó bs. fagna þessa dag- ana frábærum árangri á tveimur sviðum, sem full ástæða er til að halda á lofti: Á dögunum fékk fyrirtækið forvarnaviðurkenningu VÍS fyrir góðan árangur í forvarnamálum – og í síðasta þjónustumati mæld- ist gæðavísitala Strætó bs. hærri en nokkru sinni. Hvort tveggja má þakka samstilltu átaki frábærra starfsmanna sem kappkosta að bjóða farþegum hagkvæman, öruggan og umhverfisvænan val- kost í samgöngum. Auk þess að bæta umferðarör- yggi hafa umtalsverðir fjármunir sparast á síð- ustu árum eftir að farið var að taka með markviss- um hætti á forvarnamálum í góðu samstarfi við VÍS. Síðastliðið ár hefur verið unnið að atvikaskráningu hjá Strætó bs. Þegar hefur verið sýnt fram á mælan- legan árangur forvarna- starfsins. Fjöldi tjóna á árinu 2006 var 304 en hefur minnk- að ár frá ári og var kominn niður í 197 á síðasta ári, sem er frábær árangur. Með atvikaskráningunni eru upplýsingar um öll tjón og tjóna- aðstæður skráðar á nákvæmari hátt en áður. Um leið gefast meiri möguleikar á áhættugreiningu og eftirfylgni til úrlausna. Skráningin hefur t.d. vakið athygli á ákveðnum stöðum þar sem mikill fjöldi tjóna verður og varhugaverðum aðstæð- um. Slíkar upplýsingar fækka tjón- um. Árlega er gert þjónustumat meðal farþega. Í niðurstöðum nýj- asta þjónustumatsins hefur vegin gæðavísitala þjónustu Strætó bs. aldrei verið hærri en nú. Þetta skýrist einkum af því að ánægja farþega með hitastig og innanþrif vagna mælist meiri en áður, stund- vísi og aksturslag hefur batnað og viðmót vagnstjóra mælist mun betra en áður. Um 650 farþegar tóku þátt í þjónustumatinu. Þessi árangur náðist ekki af sjálfu sér. Hann er beinn afrakst- ur verkefna sem ráðist hefur verið í innan fyrirtækisins að undan- förnu. Þar má nefna hertar kröf- ur um þrif vagna og tímaáætlanir einstakra leiða sæta reglubund- inni endurskoðun, sem hefur leitt til bættrar stundvísi. Nýtt þjón- ustuver Strætó veitir alla farþega- þjónustu ásamt samræmingu og skipulagi alls aksturs á þjónustu- svæðinu. Þá hefur aðgengi farþega að upplýsingum og kortakaupum á vef Strætó verið stórbætt. Nú nýtir um fjórðungur viðskiptavina vef- inn til að kaupa strætókort og far- miða. Hjá Strætó bs. starfar öflug- ur hópur fólks sem hefur í fyr- irrúmi stundvísi, áreiðanleika, fagmennsku og gæði. Við höfum gaman af að sjá mælanlegan árang- ur af verkum okkar og hyggjumst ekki láta staðar numið hér, heldur bæta okkur enn frekar á komandi árum. Höfundur er framkvæmdastjóri Strætós bs. Aukið öryggi og ánægðari farþegar REYNIR JÓNSSON UMRÆÐAN Sigurjón Þórðarson skrifar um sjávarútvegsmál Fyrir alþingiskosningar lofuðu núverandi stjórnarflokkar að fiskveiðiauðlindin yrði í þjóðareign og að látið yrði af mannréttinda- brotum. Þegar Jón Bjarnason sjáv- arútvegsráðherra og Atli Gíslason, formaður sjávarútvegs- og landbún- aðarnefndar, voru í stjórnarand- stöðu fluttu þeir sérstakt þing- mál ásamt þing- mönnum Frjáls- lynda flokksins, um að breyta stjórn fiskveiða í samræmi við úrskurð Mann- réttindanefndar SÞ. Ríkisstjórn Vg og Samfylk- ingar festi síðan kosningaloforðin í stefnuyfirlýsingu sína og skýrt var tekið fram í henni að tryggja ætti jafnræði við úthlutun afnotaréttar og aðgengis að sameiginlegri auð- lind. Það er sem sagt búið að kjósa um kvótann. Ríkisstjórnin hefur svikið að uppfylla fyrirheit sín. Varaþing- maður Samfylkingarinnar hefur lýst því að þingið geti ekki komið í veg fyrir rán á fiskveiðiauðlindinni. Það hefur orðið hvati þess að hópur ábyrgs fólks hefur stofnað samtökin Þjóðareign, sem hafa það að mark- miði að tryggja að fiskveiðiauðlind- in verði í almannaeign. Leiðin til þess er að setja illræmt kvótakerfi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi aðferð fékk óvæntan stuðn- ing frá forsætisráðherra þjóðarinn- ar, Jóhönnu Sigurðardóttur, en hún ásamt Steingrími J. Sigfússyni eru einu þingmennirnir sem enn sitja á Alþingi sem samþykktu framsal- ið og kvótabraskið á sínum tíma. Stuðningur Jóhönnu við þjóðarat- kvæðagreiðslu um kvótann kemur á óvart í ljósi þess að hún taldi það tímasóun að taka þátt í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni á lýð- veldistímanum. Á kjörtímabilinu hefur forsætisráðherrann komið í veg fyrir að þjóðin fái að segja sína skoðun um hvort sækja eigi um aðild að ESB og sömuleiðis hafnað því að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild að ESB verði bindandi. Efast má því um að það sé raunveruleg- ur vilji Jóhönnu Sigurðardóttur að þjóðin eigi að greiða atkvæði um kvótakerfið. Ríkisstjórnin er ein- faldlega að drepa á dreif umræðu um svikin loforð. Ef forsætisráðherra er alvara að vilja breyta kvótakerfinu, þá væri hann ekki með neinar refjar heldur hrinti boðuðum breytingum í fram- kvæmd. Höfundur er formaður Frjáls- lynda flokksins. Búið að kjósa um kvótann SIGURJÓN ÞÓRÐARSON HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS Skíðavörurnar fást aðeins í Glæsibæ. Brettin fást í öllum verslunum Útilífs.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.