Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2010, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 27.04.2010, Qupperneq 19
ÞRIÐJUDAGUR 27. apríl 2010 3 Gasgrill eru gríðarlega vinsæl á Íslandi og líklega flestir sem grilla á þann máta í dag. Auðvelt er að stjórna hitanum og maturinn brenn- ur síður en á kolagrillum. Gott ráð þegar heilt lambalæri eða stór kjötstykki eru grilluð er að kveikja aðeins á öðrum brennaran- um og setja kjötið þeim megin sem er slökkt. Grillinu er síðan lokað. Með þessum hætti brennur kjötið síður og bragðið verður gott. Mögu- leiki er að flýta steikingartímanum með því að forsteikja kjötið í ofni. Annað gott ráð er að bera mat- arolíu á grillgrindina áður en byrj- að er að elda og pensla kjöt- eða fisksneiðar með kryddlegi meðan á steikingu stendur. Þegar græn- meti er grillað er best að raða því á álbakka smurðan með olíu. Ef notaðir eru trépinnar til að þræða bita upp á til að grilla þarf að leggja þá í kalt vatn fyrir notk- un, annars brenna þeir. Fisk er best að grilla í þar til gerðri grillgrind eða vafinn í smjör- pappír/álpappír. Sama gildir um kjúklingabita. Það er góð regla að þrífa grill- grindina sem fyrst eftir notk- un. Annars er erfiðara að ná fitu og brunnu kryddi og blóðsafa og tægjum af. Með því að þrífa grillið reglulega endist það lengur auk þess sem bakteríur þrífast síður á því. Kolagrill eru klassísk og sumir grilláhugamenn vilja ekki grilla á neinu öðru. Ekki þarf að nota mjög mikið af kolum en mikilvægt er að leyfa þeim að grána vel áður en matur- inn er settur á grindina. Ekki skal gera það meðan enn logar í kolunum enda skal varast að láta loga leika um matinn því brenndur matur þykir hvorki góður né hollur. Kolagrill þarf að tæma og þrífa reglulega. Gott er að setja álpapp- ír undir kolin, þannig er auðveldara að þrífa þau. Holugrill er skemmtilegur kost- ur, sérstaklega þegar hópar koma saman úti í náttúrunni. Tilvalið kjöt í holuna er lambalæri. Holugrill er búið þannig til að grafin er hola eða renna, allt eftir því hve mikið á að grilla. Þá þarf að safna grjóti, spýtum og taka torf. Grjótið er sett í botn holunnar til að lofti um kolin sem eru sett ofan á grjótið. Þá er kveikt í kolunum á hefðbundinn hátt og ágætt er að leggja grind eða járnteina yfir þau. Matnum er pakkað inn þannig að notaður er smjörpappír næst honum og þar utan um er vafinn álpappír. Þegar kolin hafa gránað er matur- inn lagður ofan á. Holuna þarf að byrgja svo vindur blási ekki ofan í hana. Það er best að gera með því að raða grjóti og spýtum í kring og leggja síðan torf yfir. Gæta skal að því að súrefni komist að til að halda lífi í glæðunum. Það þarf að snúa kjötinu á eldunartímanum sem er um 1 klst. fyrir meðalstórt læri. Grillað úti á þrjá vegu Þrjár aðferðir eru notaðar við að grilla úti við, gasgrill, kolagrill og holugrill. Leiðbeiningarstöð heimil- anna hefur tekið saman hvernig eigi að bera sig sem best að við hverja eldunaraðferð. Lambalæri er tilvalið í holugrill. Notið aldrei sama fat fyrir hráa kjötið og grillaða kjötið. Ein leið er að setja plastfilmu á fatið áður en hráa kjötið er sett á og svo fjarlægja filmuna áður en grillaða kjötið er sett á fatið. www.vefupp- skriftir.com Borgartúni 24 105 Reykjavík Hæðasmára 6 201 Kópavogi Hafnarborg 220 Hafnarfjörður Opið virka daga kl. 10-20 | Laugardaga kl. 10-17 www.madurlifandi.is Góð heilsa er auðveldari en þú heldur. Heilbrigði er fyrsta auðlegð hvers og eins. Ralph Waldo Emerson Matti Ósvald heldur fyrirlestur Þriðjudaginn 27. apríl kl: 17:30–19:00 í Borgartúni 24 Úrval af gasgrillum í BYKO! Vnr. 50630100 Gasgrill OUTBACK gasgrill, tvískiptur járnbrennari og grillflötur 48x36 cm. Hitaplata yfir brennara, niðurfellanleg hliðarborð, neistakveikjari og þrýstijafnari fylgjar. 6,2 kW. Vnr. 50630104 Gasgrill OUTBACK gasgrill með 3 járnbrennurum. Grill - flötur 63x42 cm, grillgrind, neistakveikjari, hita- dreifiplata og hitamælir. Efri grind, þrýstijafnari og slanga fylgja. Svart postulínshúðað lok. 11,8 kW. Vnr. 50632108 Gasgrill DELUX gasgrill með tveimur brennurum, niðurfellan - leg hliðarborð, fitubakki sem auðvelt er að þrífa, hita- mælir, neistakveikjari, þrýstijafnari og slanga fylgja, efri grind og hitadreifiplata. 4 hjól – mjög meðfæri- legt, svart/grátt postulínshúðað lok, 12,3 KW. ÓDÝRT 44.900 69.900 23.490 ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.