Fréttablaðið - 27.04.2010, Page 24
27. APRÍL 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín
Slippurinn á Akureyri sinnir
íslenskum sjávarútvegi og
nokkrir Grænlendingar eru
komnir þangað í fasta þjón-
ustu með sín skip. Í næsta
mánuði er svo von á norskum
togara. Anton Benjamínsson
er framkvæmdastjóri Slipps-
ins.
„Ég minnist þess ekki að norskt skip
hafi komið hingað í breytingar fyrr
en við munum gera talsvert mikl-
ar endurbætur á togaranum K. Arc-
tander frá Lofoten í Noregi, meðal
annars skipta um allan frystibún-
að í honum til að hann samræmist
nútíma mengunarstöðlum,“ segir
Anton og tekur fram að Kælismiðj-
an Frost á Akureyri sé þar í sam-
starfi við Slippinn.
Spurður hvort auðveldara sé að
ná í verkefni erlendis frá eftir að
gengið breyttist svarar Anton: „Við
erum búin að reka þetta fyrirtæki í
fimm ár og höfum í raun haft nóg að
gera frá fyrsta degi en höfum stigið
varlega til jarðar. Uppsveifla vegna
lágs gengis íslensku krónunnar er
þó minni en ætla mætti. Auðvitað
er hægara að keppa við útlönd nú
en þegar evran var í 75 krónum en
Ísland hefur ekki gott orð á sér út á
við og margir halda að hér sé allt í
skralli. Útgerðirnar hér heima hafa
líka verið fremur varfærnar eftir
hrunið. Þær hafa bara verið í þessu
venjulega viðhaldi en minna í breyt-
ingum á skipum eins og þær voru
fyrir nokkrum árum.“
Slippurinn er stærsta fyrirtæki
sinnar tegundar á landinu og þar
fjölgaði starfsmönnum úr hundrað
í hundrað og þrjátíu á síðasta ári.
Í kvínni núna er rannsóknarskipið
Póseidon, 67 metra langt skip sem
verið er að taka í gegn. Mánaberg-
ið er nýfarið niður og liggur við
kaj ann.
Ýmis verkefni leika í höndum
starfsmanna Slippsins, sem tengj-
ast bæði sjó og landi. Þeir smíða til
dæmis DNG handfæravindur, sem
Slippurinn keypti framleiðslurétt-
inn af fljótlega eftir að hann komst
á laggirnar. Anton segir framleiðsl-
una mest hafa verið til útflutnings
fyrstu árin en salan hafi tekið kipp
hér innanlands aftur, meðal annars
með tilkomu strandveiðanna. - gun
Nóg að gera frá fyrsta degi
„Auðvitað er hægara að keppa við útlönd nú en þegar evran var í 75 krónum,“ segir Anton. MYND/HEIDA.IS
Póseidon er rannsóknarskip. Einu sinni hét það Harðbakur.
Börkur Birgisson í framleiðslu á DNG handfæravindunum.
„Þemað var Ísland í því verkefni
sem við fengum að undirbúa fyrir
keppnina,“ segir Jón Þröstur Ól-
afsson, nýbakaður Íslandsmeist-
ari í blómaskreytingum. Hann
valdi blóm í okkar fánalitum, ger-
berur, crysi, túlípana og alpaþyrni
ásamt mosa í sína skreytingu. Allt
íslenskt að hans sögn nema alpa-
þyrnirinn.
Jón starfar í Blómavali við
Skútuvog og er menntaður blóma-
skreytir. Hann segir íslensk blóm
góða vöru enda séu þau notuð að
langstærstum hluta hér á landi í
vendi og skreytingar. „Íslensku
blómin koma auð-
vitað styttra
að og eru því ferskari en þau inn-
fluttu,“ segir hann. „Það eru helst
grænar pálmagreinar og strá sem
koma erlendis frá. Þar vaxa þau
villt og eru því ódýrari en gróð-
urhúsaræktaðir pálmar,“ tekur
hann fram. Hann bendir fólki
á síðuna www.blomaskreyt-
ar.is þar sem þær verslanir
sem hafa menntaða blóma-
skreyta í starfi flagga
lógói félagsins. - gun
Fánalitir og mosi
Jón með meistara-
stykkið.
MYNDIR/ PIOTR KOWALONEK
PIOTERCZAK
Eldgos eftir Þóreyju Sigurðardóttur.