Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2010, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 27.04.2010, Qupperneq 26
 27. APRÍL 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Til mikils er að vinna fyrir fuglamyndir ferðalanga á Tröllaskaga í sumar. Bláskeggsárbrú í Hvalfirði var byggð árið 1907 og á hundrað ára afmæli hennar fyrir þremur árum var hafist handa við endurgerð hennar. Á sumardaginn fyrsta var brúin tekin í notkun á ný. Hún er, líkt og í upphafi, eingöngu ætluð gang- andi fólki og ríðandi því hún var byggð fyrir tíma bílsins á Íslandi, síðar var hún reyndar breikkuð og styrkt til að þola vélknúin öku- tæki. Brúin er fyrir ofan Hvalstöð- ina og Þyril og hægt að aka að upp- lýsingaskilti þar sem stuttur spöl- ur er að brúnni. Bláskeggsárbrú var fyrsta stein- steypta brúin utan Reykjavíkur. Í fyrstu var talið að hún væri fyrsta járnbenta brúin en svo reynd- ist ekki vera. Brúin var byggð árið 1907, lengd boga er 6,9 m og breiddin 2,8. Þegar bílaöldin rann upp var brúin breikkuð lítillega og bætt við vængjum á brúna, þess- ar breytingar voru styrktar með járni í steypunni. Þoldi brúin þá bílaumferðina og var hún í notkun til ársins 1951. Við endurgerðina var brúin færð í upprunalegt útlit frá 1907 og var tekið mið af myndum frá Geir Zoëga. Handriðið var til dæmis smíðað eftir þeim. Breikk- unin og vængirnir voru teknir af og hleðslur lagaðar. Endurgerðin var samvinnuverk- efni Hvalfjarðarsveitar, Fornleifa- verndar ríkisins og Vegagerðar- innar. Fleiri myndir má sjá á vef Vegagerðarinnar www.vegagerd- in.is. - sg Bláskeggsárbrú opnuð Brúin er líkt og í upphafi eingöngu ætluð gangandi fólki og ríðandi. MYND/VEGAGERÐIN Matar- og næturgestir á Brim nes- hóteli í Ólafsfirði í Fjallabyggð geta skráð sig í veglega ljósmyndasam- keppni í sumar. Skilmálar eru þeir að myndin sem skilað er inn sé tekin af lifandi fugli, á Tröllaskag- anum, í Hrísey eða Grímsey, frá 15. apríl til 31. ágúst. Vegleg verðlaun verða í boði en hæst ber milljón króna peningaverðlaun sem besta myndin hlýtur. Þátttakendur geta skilað myndinni inn í síðasta lagi 5. september. Skráningargjald er 4.000 krónur og af því renna 1.000 krónur til Fuglaverndar. Nokkr- ar myndir verða valdar í úrslit og fá þeir ljósmyndarar Tröllafugla- verðlaunin, sem á VESTNORDEN- ferðakynningunni á Akureyri í september. Þar verður aðalsigur- vegarinn tilkynntur. - jma Milljón í reiðufé fyrir fuglamynd Samtök kristinna bifhjóla- manna á Íslandi ætla að ferð- ast um landið vítt og breitt í sumar og eru Vestfirðirnir í allri sinni dýrð fyrstir á dagskrá. Þeir kalla sig Trúboðana, samtök kristinna bifhjólamanna á Íslandi, sem boða fagnaðarerindi Guðs og eru nú í óðaönn að leggja loka- drög á dagskrá sumarsins. Vest- firðir eru á meðal viðkomustaða en hópurinn hyggst þar fara eftir Arnkötludalsheiði sem var opnuð í haust. „Menn eru mjög spenntir að prófa eitthvað nýtt og á Vestfjörð- um leynast að auki ýmsar nátt- úruperlur,“ segir Jón Þór Eyjólfs- son, varaformaður Trúboðanna og getur þess að frá stofnun árið 2006 hafi samtökin ferðast mikið inn- anlands. Á síðasta ári hafi hring- urinn til að mynda verið farinn á ellefu dögum og í ár muni leikur- inn berast vítt og breitt um land- ið. „Við ætlum sem sagt að byrja á Vestfjörðunum í ár en svo stend- ur til að heimsækja Snæfellsnes og sömuleiðis Akureyri. Það er alltaf gaman að koma norður.“ Utan þess að njóta íslenskrar náttúrufegurðar og góðs félags- skapar ætlar hópurinn að leggja nokkrum málefnum lið og taka þátt í starfsemi ýmissa safnaða á landinu í sumar. „Við ferðumst ekki bara til skemmtunar held- ur höfum við víða lagt okkar af mörkum í kristilegum anda, til að mynda annast gæslu á Kotmóti hvítasunnumanna í Kirkjulækj- arkoti í Fljótshlíð yfir verslunar- mannahelgina,“ nefnir Jón Þór. Hann segir trúna og áhugamál- ið eiga ágæta samleið. Yfir vetur- inn hittist hópurinn reglulega til að biðja og þegar sumarið nálgist séu mótorhjólin dregin fram. Næst sé keyrsla sem Sniglarnir standa fyrir um helgina áður en haldið verður út á land. „Þetta verður frá- bært ferðasumar.“ - rve Trúboðar á ferð um landið FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA „Við ætlum að heimsækja Vestfirði í sumar og menn eru mjög spenntir fyrir ferðinni, enda mótorhjólatíðin rétt gengin í garð,“ segir Jón Þór Eyjólfsson, varaformaður Trúboðanna, bifhjóla- samtaka kristinna manna á Íslandi. FRÉTTA B LA Ð IÐ /G VA Brúin er fyrir ofan Hvalstöðina og Þyril. MYND/VEGAGERÐINKemur út laugardaginn 1. maí Sérblaðið Matur Auglýsendur vinsamlegast hafi ð samband: Benedikt • benediktj@365.is • sími 512 5411 Bjarni Þór • bjarni thor@365.is • sími 512 5471 Hlynur Þór • hlynurs@365.is • sími 512 5439

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.