Fréttablaðið - 28.04.2010, Page 4

Fréttablaðið - 28.04.2010, Page 4
4 28. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR Svæðin sem verst hafa orðið úti vegna öskufalls úr jöklinum Eyjafjallajökull Seljavellir Skógar Rauðafell Stóraborg ÞorvaldseyriSteinar Ásólfsskáli 0,5 cm 1 cm 2 cm 3 cm 4 cm Holt DrangshlíðEyvindarhólar HAMFARIR Bændur á öskufalls- svæðinu undir Eyjafjöllum huga nú að sumarbeit fyrir sauðfé og öflun heys, að sögn Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis. Hún er þessa dagana á ferð um svæðið ásamt Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni sauðfjár og nautgripa. Þau ræða við bændur og taka stöðuna. „Þeir sem v ið höfu m rætt við eru ótrúlega brattir,“ sagði Katrín í gær og bætti við: „Það er seigt í íslenskum bændum.“ Katrín og Þorsteinn voru stödd á öskufalls- svæðinu vest- anverðu í gær og sagði Katrín að gróðurinn hefði tekið ótrúlega fljótt við sér. Græn slikja væri víða komin á tún. Staðan væri mun bjartari en hún hefði þorað að vona. „Flúorinn þvæst úr í rigningu. Askan gæti hins vegar verið slæm fyrir heyvinnuvélar og ryk komist í heyið, en þetta á ekki að verða til mikils skaða,“ sagði Katrín. Hún sagði að aðaláhyggjuefni þeirra bænda sem rætt hefði verið við væri sumarbeit sauð- fjár, þar sem afréttarlönd þeirra hefðu orðið illa úti í öskufallinu. Askan gæti hins vegar verið slæm fyrir hey- vinnuvélar og ryk komist í heyið. KATRÍN ANDRÉSDÓTTIR HÉRAÐS- DÝRALÆKNIR Græn slikja komin á tún á öskusvæði undir Eyjafjöllum Gróður er farinn að skjóta upp kollinum á túnum víða á vestanverðu öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum að sögn héraðsdýralæknis sem heimsótt hefur bændur. Sveitarstjóri segir mikilvægt að þeir fái fjárhagsaðstoð. Tilboð um hey hefðu borist víða af landinu og hægt yrði að flytja það af einhverjum svæðum. „Hins vegar eru miklar hömlur á slíkum flutningum og gossvæð- ið er mjög hreint [af búfjársjúk- dómum],“ útskýrði hún og und- irstrikaði að vel yrði vandað til heyflutninganna ef af yrði. Talsvert af hrossum var flutt burt af svæðinu þegar öskufallið var hvað mest, að sögn Katrínar, en hvorki sauðfé né nautgripir. „Markarfljót er varnarlína vestan megin og sé sauðfé og nautgripir flutt yfir hana mega þeir ekki koma til baka aftur.“ Elvar Eyvindsson, sveitar- stjóri í Rangárþingi eystra, hitti meðal annars fulltrúa Búnaðar- sambands Suðurlands og Bjarg- ráðasjóðs í gær, sem svöruðu þá fyrirspurnum íbúa. Hann sagði að sjóðurinn hefði skyldum að gegna við bændur vegna framkvæmda sem ekki væru tryggðar eins og til að mynda ræktað land. „Reglur Bjargráðasjóðs eru þannig að þeir borga eftir á, þegar öll kurl eru komin til grafar, en það verður ekki fyrr en í haust,“ sagði Elvar. „Það þyrfti að gerast fyrr því menn verða fyrir mikl- um útlögðum kostnaði nú þegar. Bjargráðasjóður er að athuga hvort eitthvað sé hægt að gera til að koma til móts við þá. Að auki kemur Viðlagatrygging að þessum málum. Ég veit að menn eru allir af vilja gerðir og eru nú að átta sig á stöðunni.“ jss@frettabladid.is Hér má sjá dreifingu ösku og þykkt öskulagsins eftir því hvar aska hefur mest fallið frá því að seinna gosið hófst í Eyjafjallajökli. Öskulagið er einna þykkast við Seljavelli, næst jöklinum og smáþynnist svo út eftir því sem fjær dregur. LÖGREGLUMÁL Ökumaður jeppa- bifreiðar sem valt í Reykjanes- bæ á laugardagsmorgun með þeim afleiðingum að tvær stúlk- ur létust og ein er stórslösuð er grunaður um ölvun. Stúlkurnar voru fluttar á Landspítalann og færðar á gjör- gæsludeild. Tvær létust að kvöldi sunnudagsins. Þeirri þriðju er haldið sofandi í öndunarvél. Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd út rúmlega hálfsjö á laugardagsmorguninn vegna slyssins sem varð á Hringbraut í Reykjanesbæ, skammt sunnan Mánatorgs. Ökumaður jeppa sem ekið hafði verið norður Hring- braut hafði misst stjórn á bif- reiðinni. Bíllinn fór á ljósastaur norðan akbrautinnar og síðan utanvegar sunnan vegarins og valt. Fjórir voru í bifreiðinni, piltur sem ók og þrjár stúlkur, allt ung- menni átján til nítján ára gömul. Stúlkurnar þrjár, sem ekki virð- ast hafa verið í bílbeltum, köst- uðust út úr bifreiðinni. Pilturinn sem ók var í bílbelti. Hann var fluttur á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja en reynd- ist lítið slasaður. Öll höfðu ung- mennin verið að skemmta sér um nóttina. - jss Í KEFLAVÍK Ökumaðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en reynd- ist lítið slasaður. Ökumaður jeppabifreiðar sem valt í Reykjanesbæ er grunaður um ölvun: Stúlkan sofandi í öndunarvél ÓSLÓ, AP Norðmenn og Rússar náðu í gær óvæntum sáttum í deilu sinni um yfirráð yfir hluta Barentshafs. Svæðið sem um ræðir er talið ríkt af olíu og gasi og er orðið aðgengilegra með minnkandi ís á norðurslóðum. Jens Stoltenberg, forsætisráð- herra Noregs, og Dimitrí Medved- ev Rússlandsforseti greindu frá samkomulaginu og sögðu um leið að einungis ætti eftir að ganga frá tæknilegum smáatriðum áður en línan yrði dregin um svæðið umdeilda sem spannar um 175 þúsund ferkílómetra. Myndi það skiptast nánast jafnt. - sbt Norðmenn og Rússar sættast: Leystu deilur um Barentshaf SÁTTIR Medvedev og Stoltenberg tókust í hendur er sátt um sjólínu norður af löndum var í höfn. NORDICPHOTOS/AFP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 24° 20° 15° 22° 24° 15° 15° 22° 19° 20° 16° 26° 10° 23° 15° 9°Á MORGUN 10-15 m/s SA-til annars hægari. FÖSTUDAGUR Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. 9 10 8 6 6 2 2 3 4 6 2 15 4 13 12 9 5 8 7 15 10 7 12 8 10 2 2 0 7 5 2 1 0 MILT Í VEÐRI VESTANLANDS Vindáttin verður norðaustlæg næstu daga með úrkomu eystra og kóln- andi veðri norðan og austan til. Um landið vestanvert verður nokkuð bjart og áfram nokkuð milt eða allt að 12 stiga hiti að deginum til. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður HEIMILD: JARÐVÍSINDASTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Steinunn Valdís Óskarsdóttir vill að fram komi að hún sækist ekki eftir þingflokksformennsku í Samfylking- unni. Sú regla sé viðhöfð í flokknum að þingflokksformaður gegni ekki for- mennsku í veigamiklum þingnefndum. Hún sé formaður allsherjarnefndar. ATHUGASEMD Helgi Bjarnason, aðstoðarforstjóri Sjóvár, var ekki einn þeirra átta framkvæmdastjóra hjá Íslandsbanka og Sjóvá sem fengu lán hjá Kaupþingi og Milestone til kaupa á hlutabréfum bankans árið 2005 líkt og ætla mátti af mynd við grein um málið í blaðinu í gær. Nöfn áttmenninganna fylgdu með fréttinni. ÁRÉTTING STJÓRNSÝSLA Dómur Mannrétt- indadómstólsins í Strassborg um ólögmæti iðnaðarmálagjalds er Samtökum iðnaðarins mikil vonbrigði og hefur mikil áhrif á rekstur þeirra, að því er segir í tilkynningu. „Tvívegis hefur Hæstiréttur Íslands fjallað um málið og kom- ist að annarri niðurstöðu en nú hefur MDE kveðið upp sinn dóm,“ segir þar. „Samtök iðnaðarins munu þegar í stað óska eftir við- ræðum við iðnaðarráðherra um framhald málsins.“ - pg SI vilja ræða við ráðherra: Dómur hefur mikil áhrif AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 27.04.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,1417 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,40 129,02 196,83 197,79 170,73 171,69 22,939 23,073 21,760 21,888 17,817 17,921 1,3696 1,3776 194,06 195,22 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Nýr Nicorette plástur fæst nú 25 mg og hálfgagnsær Nýt t! Nicorette® nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð til að auðvelda reykingafólki að venja sig af tóbaki með því að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt. Nota má forðaplásturinn einan og sér eða samtímis 2mg Nicorette lyfjatyggigúmmíi eða Nicorette innsogslyfi. Hámarksdagskammtur er 1 stk forðaplástur og annað hvort 24 stk lyfjatyggigúmm eða 12 hylki af innsogslyfi.Til að ná sem bestum árangri skal fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette. Börn yngri en 15 ára mega ekki nota Nicorette. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicorette í samráði við heilbrigðisstarfsfólk. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatún 2, 210 Garðabæ. Nicorette Invisi 25 mg Er að hærri styrkleika en fyrri forðaplástrar frá Nicorette

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.