Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 ÍTÖLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ verður haldin í Nor- ræna húsinu dagana 29. apríl til 3. maí. Hátíðin ber yfir- skriftina Sögur af innflytjendum. Enginn aðgangseyrir er inn á myndirnar sem eru sýndar með enskum texta. „Maður verður bara að grípa gæs- ina þegar hún gefst,“ segir Berg- þóra, en hún var búin að vera í London í nokkra daga þegar bresku fréttastöðvarnar greindu frá því að það yrði líklega ekk- ert flug um Evrópu næstu 4-5 daga sökum gossins í Eyjafjalla- jökli. „Okkur leist ekki á blikuna þannig að við ákváðum að grípa þetta tækifæri sem okkur bauðst í gegnum vinnuna.“ Bergþóra og Eggert, innkaupa- stjóri Líflands, þáðu far með frakt- skipi Samskipa sem lagði úr höfn í Rotterdam. Ferðin tók þrjá sól- arhringa. „Það var tekið mjög vel á móti okkur og áhöfnin, sem var úkraínsk og taílensk, vildi allt fyrir okkur gera,“ segir Bergþóra sem leist þó tæplega á ferðina. „Ég er bara landkrabbi og er ekki gerð fyrir svona ferðir.“ Ferðalangarnir fengu ekki besta veðrið á leiðinni og segir Berg- þóra að hún muni sennilega aldrei leggja í svona ferð aftur. „Ég varð hræðilega sjóveik, enda óvön svona ferðum,“ segir hún. „Það lengsta sem ég hef ferðast með bát var til Vestmannaeyja og þá var fínasta veður.“ Þrátt fyrir vont veður og mis- góða heilsu segir Bergþóra að áhöfnin hafi verið hin ljúfasta og hafi allt viljað fyrir þau gera. Þau smökkuðu meðal annars rússneska rauðrófusúpu í fyrsta sinn. „Þetta var matur fyrir vinnandi menn,“ segir hún. „Steikt egg í morgun- mat, kássa og bleik súpa í hádeg- inu – ekki alveg besti matur fyrir sjóveik borgarbörn eins og okkur. En þeir höfðu miklar áhyggjur af okkur, við líktumst örugglega ekki mikið íslenskum víkingum.“ Ferðin var mikil lífsreynsla og segir Bergþóra þau Eggert hafa verið mjög fegin að sjá íslensku, hvítu fjöllin. Þó vill hún ekki bera sjóveiki upp á félaga sinn. „Hann segist ekki hafa orðið sjóveik- ur,“ segir hún. „Mér finnst þetta þó vera skilgreiningaratriði. Ég gengst allavega við minni.“ Um leið og í símasamband var komið, eftir tvo sólarhringa úti á rúmsjó, gaf sími Bergþóru frá sér hljóð. Það var SMS frá Iceland Express sem í stóð: „Flogið verð- ur til Íslands í dag. Vinsamlegast mætið út á flugvöll sem fyrst.“ - sv Velktist í þrjá daga á sjó Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Líflands, varð innlyksa í London ásamt samstarfsmanni þegar gos hófst í Eyjafjallajökli. Þau dóu ekki ráðalaus og komu sér heim með einu af fraktskipum Samskipa. „Ég er bara landkrabbi og ekki gerð fyrir svona ferðir,“ segir Bergþóra sem sigldi til Íslands með fraktskipi frá Rotterdam. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja MEÐ TUDOR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.