Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 25
farið á fjöll ● fréttablaðið ●MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010 Ný tækifæri • Byggingatækniskólinn • Endurmenntunarskólinn • Fjölmenningarskólinn • Flugskóli Íslands • Hársnyrtiskólinn • Hönnunar- og handverksskólinn • Raftækniskólinn • Tækniakademían • Skipstjórnarskólinn • Upplýsingatækniskólinn • Véltækniskólinn Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins býður upp á f jölbreytt og skapandi nám. Í skólanum er hefðbundið framhaldsskólanám, iðnnám, stúdentsnám, f lugnám, marmiðlunarnám, hljóðtækninám, diplómanám auk spennandi námskeiða fyrir almenning. Fagskólar Tækniskólans eru: Kynntu þér málið á www.tskoli.is Steinn Örvar Bjarnason er nemi í rafeindavirkjun við Tækniskólann og einkar ánægður með skólaval sitt. „Ég sóttist eftir að fara í annars konar nám en bóklega pakkann sem bauðst í hverfisskólunum í kringum mig og hugnaðist ekki að fara í bekkjarkerfi, því mig langaði að hlaupa aðeins meira um í frjálsara flæði,“ segir Steinn Örvar kátur fyrir utan virðulegan skólann sinn á Skólavörðuholtinu. „Ég byrjaði námið þegar Tækniskólinn var enn Iðnskól- inn í Reykjavík en nú er hann rek- inn með nýrri hugmyndafræði og þannig reknir þrettán undir- skólar sem hver fyrir sig hefur sérstakan skólastjóra og faglegt sjálfstæði. Reynslan hefur verið frábær, ég nýt æðislegrar vinnu- aðstöðu þegar ég vil sinna verk- efnum aukalega því Raftækniskól- inn býður ýmis tækifæri fyrir þá sem vilja vinna að sínu og beinlín- is hvetur til þess með hráefni og aðstöðu,“ segir Steinn Örvar sem í skólanum fagnar tækifærum til að sinna áhugamálum sínum, ljósmyndun og videóupptöku, samhliða námi. „Mér finnst mikill kostur að geta farið í gegnum námið á hraða sem hentar mér, en líka gefið í ef mig langar að auka við mig með því að taka kvöldskólann líka, eða aukið hraðann í náminu með fleiri áföngum. Tímarnir eru mjög þægi- legir, kennararnir framúrskarandi og skólaviðveran mjög góð upplif- un. Ég ákvað að taka því rólega og njóta námsáranna meðan ég hef tækifæri til að dunda við áhuga- málin og haga námsálagi eins og ég sjálfur kýs,“ segir Steinn Örvar sem stofnaði videónefnd við skól- ann á haustdögum, en hún hefur tekið upp söngvakeppni skólans og aðra minni háttar atburði. „Það skemmir svo ekki fyrir að skólinn er staddur í 101 og stutt að rölta með myndavélina á áhuga- verða staði eða einfaldlega njóta mannlífsins í miðbænum. Þá er leiðin greið fyrir nemendur úr öllum hverfum í Tækniskólann, því Hlemmur er handan hornsins og stutt að labba í skólann.“ Steinn Örvar segir félagslíf Tækniskólans fjörugt og mikið um skemmtikvöld innan skólans, en oft reki hver deild innan Tækni- skólans sitt eigið félagslíf og ávallt sé góður andi og gaman. „Við skólann eru mýmargir hobbíistar sem vilja gera aðra hluti en bara liggja í bókum allan dag- inn og fjölbreytt úrval tölvunörda ásamt ótal skemmtilegum fígúrum, enda ólíkar greinar samankomnar undir einu þaki hér í Skólavörðu- holtinu og svo í gamla Sjómanna- skólanum. Alls staðar myndast góð vinátta manna á milli, gleði yfir námsefninu og nóg af hamingju í andrúmslofti skólans.“ Sjá nánar á www.tskoli.is. Hamingja og skemmtikvöld Steinn Örvar Bjarnason er nemandi í rafeindavirkjun við Tækniskólann og nýtur námsáranna í bland við áhugamálin á góðum stað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Flugmannsstarfið hefur enn yfir sér ljóma og er draumur margra,“ segir Reynir Einarsson, yfirkenn- ari Flugskóla Íslands sem er þrett- ándi skóli Tækniskólans og sá stærsti á sínu sviði hérlendis. „Flugskólinn Íslands starfar í hefðbundnu bekkjarkerfi þar sem allt sem viðkemur flugi er kennt frá a til ö. Héðan útskrifast nem- endur sem atvinnuflugmenn, þyrluflugmenn eða flugumferð- arstjórar og þá sér skólinn um þjálfun flugmanna og flugfreyja fyrir flugfélögin.“ Flugnám hleypur á tólf til fimmtán milljónum króna, en þá hefur atvinnuflugmaður öll rétt- indi sem þarf til að geta sótt um starf hjá flugfélögum. „Eftirsókn er mikil í námið, en lánamöguleikar hafa versnað eftir bankahrunið. Stuðningur íslenska ríkisins við flugnám er heldur ekki stór í samanburði við nágranna- löndin þar sem ríkið styður við bak flugnema með góðum lánum. Við viljum hins vegar stunda flug- kennslu á fullu þegar lægð er hjá flugfélögum því flugmenn þurfa að vera tilbúnir þegar uppsveifla kemur á ný,“ segir Reynir og upp- lýsir að vegna gengismunar sækist evrópskir flugskólar nú mjög eftir að senda nemendur sína í verknám hingað enda skólinn mikils metinn á heimsvísu. Nám við Flugskóla Íslands tekur þrjú ár og þurfa nemend- ur að hafa lokið ákveðnum ein- ingafjölda í stærðfræði, eðlis- fræði og ensku. „Þá þurfa þeir að hafa hreint sakarvottorð. Námið er strangt, mikið um próf og skoð- anir og margar síur sem þarf að fara í gegnum. Því þarf töluvert aðhald, þekkingarlega séð og heil- brigðiskröfur, en flugnemar, eins og flugmenn, þurfa að standast læknisskoðun tvisvar á ári, bæði hvað varðar líkamlegt og andlegt atgervi.“ Sjá www.flugskoli.is. Draumar um loftin blá Reynir Einarsson er yfirkennari Flugskóla Íslands, þar sem læra má allt sem viðkemur flugi í háloftunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.