Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 23
 Eftirfarandi námsbrautir standa umsækjendum til boða: Bíliðngreinar Grunndeild Bifreiðasmíði Bifvélavirkjun Bílamálun Bóknám til stúdentsprófs Félagsfræðabraut Málabraut Náttúrufræðibraut Viðskipta- og hagfræðibraut Afreksíþróttasvið Félagsliðabraut Félags- og tómstundanám** Framhaldsskólabraut Lista- og fjölmiðlasvið Prent- og skjámiðlun Fjölmiðlatækni Bókasafnstækni** Málm- og véltæknigreinar* Grunndeild Blikksmíði Rennismíði Stálsmíði Vélvirkjun Málmsuðubraut Nám fyrir stuðningsfulltrúa o.fl. Skólaliðar Stuðningsfulltrúar í grunnskólum Leiðbeinendur í leikskólum Starfsbraut Verslunarbraut *Einnig í boði í kvöldskóla **Einungis í boði í dreif- eða síðdegisnámi Umsóknarfrestur til 12. júní (fædd ´94) eða 31. maí (fædd ´93 eða fyrr) Nánari upplýsingar á www.bhs.is Gott nám í góðum félagsskap Velkomin(n) í Borgarholtsskóla! v/Mosaveg, 112 Reykjavík – sími 535 17 00 – fax 535 17 01 – bhs@bhs.is Borgarholtsskóli er þekktur fyrir að sinna breiðum hópi nemenda því hann býður upp á fjölbreytt nám. Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari lýsir því nánar. „Í Borgarholtsskóla er verk- og bók- námi gert jafnhátt undir höfði og það er einmitt það sem ný lög um framhaldsskóla leggja áherslu á,“ segir Bryndís brosandi. Hún nefnir sem dæmi að nemandi í raungrein- um gæti tekið valáfanga í kjörsviði málmiðngreina sem væri góður undirbúningur undir verkfræði- nám í háskóla. „Hér eru svo miklir möguleikar,“ bendir hún á. Í Borgarholtsskóla eru um 1.300 nemendur í vetur sem skiptast á hinar ýmsu brautir. Bryndís segir vinsældir bóknáms til stúdentsprófs hafa aukist til muna enda kennslu- aðferðirnar nútímalegar og höfði til nemenda. Bílgreinar og málm- iðngreinar laða til sín vinnufúsa og útsjónarsama nemendur að henn- ar sögn og fatahönnun og leiklist eru valgreinar við skólann. Brynd- ís nefnir líka listnámsbraut, þar sem meðal annars er kennd marg- miðlunarhönnun, fjölmiðlatækni og grafísk miðlun sem hún segir góðan undirbúning undir háskóla og atvinnulíf. „Hér er verslunar- og félagsliðabraut með tveggja til þriggja ára nám sem undirbýr nem- endur fyrir þjónustustörf á þessum sviðum,“ segir Bryndís. „Auk þess bjóðum við upp á starfsbraut fyrir fatlaða nemendur sem hefur gengið mjög vel og aukið víðsýni og skiln- ing annarra nemenda í skólanum. Þar er verið að undirbúa fólk fyrir líf og starf, eins og á öðrum braut- um.“ Bryndís bætir við að afreks- íþróttabraut gefi efnilegu íþrótta- fólki tækifæri til fulls náms sam- hliða íþróttaiðkun sinni. Ekki má gleyma dreifnáminu fyrir ófaglærða starfsmenn í upp- eldis-, félags- og tómstundastörf- um sem er mikilvægur þáttur að sögn Bryndísar. Þar er meðal ann- ars boðið upp á bókasafnstækni og margmiðlun og kvöldskólanám er á sviði málmiðngreina. „Almenn- ar námsbrautir hafa verið rósir í hnappagati skólans þar sem marg- ir nemendur hafa náð að fóta sig í skólakerfinu,“ segir hún og lýkur einnig lofsorði á starfslið sitt. „Hér er samstilltur hópur kenn- ara og annarra starfsmanna sem bera hag nemenda fyrir brjósti og andinn hér er mjög góður,“ segir hún og getur þess í lokin að Borgarholtsskóli sé annar tveggja framhaldsskóla í landinu sem státa af grænfánanum og tekur þátt í verkefni sjálfbærrar þróunar. Má þar nefna kennslu um notkun ný- orkugjafa fyrir bifreiðar, það er að segja metan, rafmagn og vetni. Sóknarfæri fyrir frumkvöðla „Almennar námsbrautir hafa verið rósir í hnappagat skólans þar sem margir nemendur hafa náð að fóta sig í skólakerfinu,“ segir Bryndís skólameistari. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Mig hefur langað að læra um bíla og viðgerðir frá því ég var lítil,“ segir Helga Skarphéðinsdóttir sem er meðal nemenda í bílgreinadeild Borgarholtsskóla. Hún er frá Þor- lákshöfn en kveðst hafa flutt til borgarinnar til að geta stund- að þetta nám. Bilanaleit er eitt af fögunum sem hún lærir og þegar viðtalið er tekið er hún að leita að bilun í Hyundai Accent. „Þetta er mjög skemmtilegt enda höfum við allt til alls hér á verkstæðinu,“ segir hún og kveðst ekki einungis leita bilananna með tölvu heldur líka með því að skoða og hlusta. Eftir grunndeild tekur bifreiða- virkjananámið fjórar annir að sögn Helgu og þar eru ýmis bókleg fög á dagskrá, meðal annars íslenska, tungumál og stærðfræði. Helga lýkur námi í vor og þar sem hún hefur þegar lokið samningsbund- inni vinnuskyldu hjá Heklu ætlar hún að skella sér beint í sveins- prófið hjá Iðngreinasambandinu. „Ég hef hugsað mér að vinna við þetta í framtíðinni,“ segir hún og snýr sér að bilanaleitinni. Bílarnir alltaf heillað „Þetta er mjög skemmtilegt enda höfum við allt til alls hér á verkstæðinu,“ segir Helga Skarphéðinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Helga Diljá Jóhannsdóttir er á lokaspretti í Borgar- holtsskóla. Hún er nemandi á náttúrufræðibraut og út- skrifast sem stúdent. Helga Diljá er ánægð með skól- ann og segir símatskerfið þar henta sér vel. „Símat þýðir að nemendur eru metnir jafnt og þétt yfir önn- ina og geta þá sloppið við ýmis próf. Það finnst mér góður kostur,“ segir hún. „Hér eru góðir kennarar og símatið gerir það að verkum að nemendur einbeita sér að náminu alla önnina í stað þess að setjast bara niður rétt fyrir próf og læra fyrir þau.“ Helga Diljá hefur farið svolítið sérstaka leið gegn- um námið. Byrjaði í Borgarholtsskóla en flutti svo til Noregs og var í fjarnámi við Ármúlaskóla á meðan. Þessa síðustu önn er hún svo aftur í Borgó. „Ég er að drífa mig í að klára,“ segir hún. „Svo ætla ég í dýra- læknanám í Noregi í haust.“ Gott að einbeita sér alla önnina „Ég er að drífa mig í að klára,“ segir Helga Diljá sem ætlar að útskrifast sem stúdent og fara í dýralækningar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.