Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2010 13 Í fréttaskýringu Kolbeins Óttars-sonar Proppé í Fréttablaðinu 22. apríl er ég sérstaklega tekin út í umfjöllun um „ófriðarbál“ innan VG og þess getið að ég gangi í litl- um takti við aðra í þingflokknum. Fréttaflutningur Kolbeins veldur mér vonbrigðum því stutt er síðan út kom skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hörmulegum afleiðing- um foringjaræðis og heraga innan ríkisstjórnarflokka. Von mín um að við myndum sem þjóð taka til okkar eitthvað af þeim lærdómi sem draga má af því sem afvega fór og leiddi til falls bankanna dofnaði við lestur fréttaskýringarinnar. Enn og aftur á að einangra einstaklinga pólitískt sem ekki undirgangast oddvitaræði íslenskra stjórnmála. Við megum ekki láta slíkt viðgangast lengur og eigum að leggja rækt við skoðana- skipti og lýðræðisleg vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum. Gegn foringjaræði Í siðferðisskýrslu rannsóknar- nefndarinnar segir m.a. að „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráð- herra og oddvita stjórnarflokkanna. Þingið rækir illa umræðuhlutverk sitt vegna ofuráherslu á kappræðu þar sem þekking og rökræður víkja fyrir hernaðarlist og valdaklækj- um“ (bls. 184, bindi 8). Ég tek undir þessa gagnrýni á íslenska stjórn- málamenningu, þar sem hún sam- ræmist því miður reynslu minni af þingmannsstarfinu síðastliðið ár. Ástæða þess að ég ákvað að skipta um starfsvettvang og taka þátt í pólitík var til þess að berjast fyrir endurreisn íslensks samfélags á forsendum almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Ég valdi mér stjórnmálaflokk sem hefur á stefnuskrá sinni að byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóðskipu- lag. Stefna flokksins hefur fram til þessa verið mér kærari en hlýðni við forystuna, enda gekk ég ekki til liðs við ákveðna einstaklinga. Við erum mörg í VG sem höfum þessa afstöðu og höfum verið óhrædd við að gagnrýna forystuna fyrir að beita ólýðræðislegum vinnubrögð- um og innleiða aðgerðir sem ekki samrýmast stefnu flokksins. Þessi gagnrýni hefur ekki aðeins átt sér stað í þingflokki VG heldur einn- ig á flokksráðsfundum. Sem betur fer eru lýðræðisöflin enn sterk í VG. Þetta vita þeir sem til þekkja og blaðamenn sem eru vandir að virðingu sinni og kynna sér allar hliðar málsins. Norrænt réttlæti Mér fannst eins og fjölmörgum öðrum VG-félögum ámælisvert að forysta stjórnarflokkanna reyndu að keyra Icesave-samninginn í gegnum ríkisstjórnarflokkana án þess að þingflokkurinn fengi tæki- færi til að lesa hann þegar málið kom upp í júní á síðasta ári. Vilja- yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sem eru ekkert annað en loforð um stefnu og aðgerðir ríkisstjórnar- flokkanna, hafa verið sendar AGS án þess að þær hafi verið born- ar undir stjórnarflokkana. Ég hef ítrekað gagnrýnt aðgerðir ríkis- stjórnarinnar til að taka á skulda- vanda heimilanna fyrir að vera í anda frjálshyggju en ekki norræns velferðarkerfis. Fátækrastimpilinn er hafinn á loft og aðeins þeir sem bankarnir og dómskerfið segja að þurfi á aðstoð að halda fá hana en ekki allir þeir sem nú sitja uppi með stökkbreytt lán. Eitt helsta einkenni norræna velferðarkerfisins er að aðgerðir eru fyrir alla og síðan er skattkerfið notað til að ná til baka frá þeim sem ekki þurfa á aðstoð að halda. Ef almennar aðgerðir duga ekki, þá er gripið til sértækra aðgerða. „Ófriðarbálið“ svokallaða er tendrað af þeim sem ganga ekki í takt við stefnu VG og vilja að þagg- að sé niður í gagnrýnisröddum. Að ganga í takt Á dögunum féll í héraðsdómi dómur í máli eins umsækjenda um dómarastöðu í norðaustur-amt- inu. Sá taldi settan dómsmálaráð- herra hafa brotið á sér með því að skipa síður hæfan umsækjanda í stöðuna. Niðurstaðan varð áfall fyrir dómsmálaráðherra og ríkið. Það er að vonum. Þetta tilvik er í hópi ömurlegustu dæma um mis- beitingu opinbers valds hér á landi. Hitt vakti athygli að héraðsdóm- ur taldi settan dómsmálaráðherra persónulega ábyrgan í málinu. Þetta er mikið áhorfsmál. Fram að þessu hafa þeir sem orðið hafa fyrir valdníðslu ráðherra getað stefnt ríkinu. Sumir jafnvel náð rétti sínum. Ríkið þá verið dæmt til að greiða þeim bætur. Staðan er svona: Við höfum hálfrar aldar gömul lög um ráðherraábyrgð, byggð á 14. gr. stjórnarskrár. Þar segir að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnsýslu sinni. Að lög skuli sett um ráðherraábyrgð. Að ákæruvald sé í höndum Alþingis og að Lands- dómur dæmi þau mál. Þetta kerfi hefur að vísu aldrei virkað. Vafalaust er að í núgildandi fyrir komulagi fellst að refsi- ábyrgð vegna embættisbrota verð- ur ekki felld á þann sem gegnir eða gegnt hefur embætti ráðherra af öðrum en Landsdómi. Hið sama hafa ýmsir talið að ætti að gilda um skaðabótaábyrgð. Þessu hafn- ar héraðsdómur. Telur þá ábyrgð fara að almennum reglum. Einnig um aðild að málum. Þetta kann að vera fræðilega umdeilanlegt. Hitt sýnist augljóst; sé það misskiln- ingur að persónuleg bótaábyrgð vegna embættisbrota fari ekki að kerfi ráðherraábyrgðarlaga verður að breyta því. Það er ómögulegt að þeir sem trúað er fyrir því að fara með ráðherravald þurfi að verja ákvarðanir sínar persónulegri bótaábyrgð andspænis þeim sem eru ósáttir við þær ákvarðanir. Ímyndum okkur að ráðherrar hrunstjórnarinnar hefðu staðið í lappirnar gagnvart bönkunum. Tekið á þeim til að verja hagsmuni þjóðarinnar. Áttu þeir þá að þurfa að sitja undir hótunum um persónu- lega skaðabótaábyrgð? Að formúu yrði varið til að siga á þá hjörð lög- manna? Má gera ráð fyrir að það hefði bætt frammistöðu þeirra? Endurskoðun ráðherraábyrgð- arlaga er brýn. Það kerfi verður að virka. Lausnin er ekki sú að fá sérhagsmunaklíkunum í hendur ný tæki til að stýra ráðherrum. Hitt er líka brýnt; Á næstu árum munu ganga til dóms mörg mál sem á einn eða annan hátt munu fjalla um uppgjör vegna hrunsins. Þá reynir á að dómstólarnir standi í lappirn- ar. Einnig þeir fara með opinbert vald. Það er ekki þeirra hlutverk að berast með straumi almennings- álitsins. Reynslan sýnir hvað það er hættulegt þegar valdhafarnir falla í þá gryfju. Ábyrgð ráðherra Innanflokksmál VG Lilja Mósesdóttir Þingkona VG Dómsmál Ástráður Haraldsson Hæstaréttarlögmaður og dósent við Háskólann á Bifröst Reginn ehf. dótturfélag Landsbankans (NBI hf.) hefur falið Fyrirtækja- ráðgjöf Landsbankans að annast sölu á öllu hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Smáralind ehf. sem á og rekur verslunar miðstöðina Smáralind í Kópavogi. Seljandi hlutafjárins er Fasteignafélag Íslands ehf. sem er í eigu Regins ehf. Fasteignafélag Íslands hefur átt í fjárhags erfiðleikum, en efnahagur Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. er og hefur verið traustur. Verslunarmiðstöðin Smáralind var opnuð árið 2001 og hefur frá stofnun verið mikilvægur þáttur í verslun á Íslandi. Smáralind er stærsta verslunar- miðstöð landsins, hún er 62.730 fer metrar að stærð og þar af nýtast 40.490 fermetrar undir verslun. Starfsemi félagsins felst í útleigu, rekstri, viðhaldi og uppbyggingu verslunar miðstöðvarinnar Smáralindar. Kaupandinn verður einn eigandi húsnæðisins. Söluferlið hefst formlega með þessari auglýsingu og er opið öllum áhuga sömum fjárfestum, sem standast hæfismat og sýnt geta fram á fjárfestingar getu umfram 500 milljónir króna. Unnt er að nálgast allar frekari upplýsingar um söluferlið, um félagið sem til sölu er og önnur nauðsynleg gögn, þar með talda trúnaðaryfirlýsingu og hæfismat, á heimasíðu Landsbankans, landsbankinn.is. Frestur til að óska eftir þátttöku í ferlinu rennur út klukkan 16.00 þriðjudaginn 25. maí 2010. E N N E M M / S ÍA / N M 4 19 19 N B I h f. (L an d sb an ki n n ), k t. 4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . Verslunarmiðstöðin Smáralind til sölu landsbankinn.is | 410 4000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.