Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 10
10 28. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR 5.000 umslög UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is ÓDÝRT FYRIR ALLA! Nýr tilboðsbæklingur í dag GPS í farsímann – Örnámskeið fyrir starfsfólk fyrirtækja 28. apríl kl. 12 – Fyrirtækjaþjónusta Hátækni býður upp á röð örnámskeiða sem hafa fengið frábærar viðtökur. Næsta námskeið – GPS í farsímann – verður í verslun Hátækni miðvikudaginn 28. apríl kl. 12. Farið verður yfir hvernig hægt er að nýta GPS í farsímann, kennd er innsetning korta og farið yfir helstu atriði sem hafa ber í huga. Stuðst er við Ovi Maps-kortalausnina frá Nokia. Skráning og nánari upplýsingar á www.hataekni.is/ornamskeid. Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Námskeiðið er ókeypis.PIPA R \ TB W A S ÍA 9 17 57 ■ Stíflueyðir ■ Kok ■ Vélinda Ætandi efni geta brennt gat. ■ Magi Sár og ör geta myndast eftir bruna. ■ Ristill Öll melting- arfæri geta skemmst. Afleiðingar stíflueyðis G R A FÍ K /K R IS TÍ N A N N A HEILBRIGÐISMÁL Sterkar sýrur og önnur ætandi efni valda bruna í meltingarvegi ef stíflueyðir er drukkinn. Afleiðingarnar geta meðal annars orðið þær að efnin brenna gat á vélinda eða annars staðar í meltingarveginn. Gerist það og viðkomandi lifir af, er mikil hætta á að hann geti ekki tekið inn næringu með eðlilegum hætti, heldur verði að nota sondu, en það er rör sem leitt er ofan í magann Þá geta myndast örvefir, ör og sár í meltingarvegi eftir brunann sem há sjúklingnum alla ævi. Þetta segir Guðborg Auður Guðjóns dóttir, forstöðumaður Eitr- unarmiðstöðvar Landspítala. Að undanförnu hafa komið upp þrjú tilfelli þar sem menn hafa drukkið stíflueyði. Hinn fyrsti lést af völdum hans. Annar lá þungt haldinn á gjörgæslu í rúma viku, en hefur nú verið útskrifaður yfir á almenna deild. Þriðja mannin- um er haldið sofandi í öndunar- vél á gjörgæslu og er hann talinn í lífshættu. Guðborg segir mjög mikilvægt að fólk komist sem allra fyrst undir læknishendur drekki það stíflueyði. „Ef einhver drekkur ert- andi hreinsiefni, svo sem Ajax eða annað í þeim dúr getur verið gott að drekka glas af vatni eða mjólk til að þynna efnið út, hreinsa það af slímhúðinni og koma því sem fyrst ofan í magann,“ útskýrir hún. „En ef er um ætandi efni að ræða gerir það ekkert gagn.“ Hún segir að auk brennslu í meltingarvegi geti stíflueyðirinn komist í lungu ef viðkomandi kast- ar upp og valdið þar miklum skaða. - jss Að undanförnu hafa komið upp þrjú tilvik þar sem menn hafa drukkið stíflueyði: Brennir gat á meltingarfærin Samanburður á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og upplýsingum Ríkisendurskoðunar: 2004 2005 2006 2007 2008 Samtals Ríkisendurskoðun: 0 0 14.250.000 300.000 0 14.550.000 Nefnd Alþingis: 2.000.000 0 11.250.000 549.000 0 13.799.000 Ríkisendurskoðun: 500.000 500.000 20.000.000 600.000 600.000 22.200.000 Nefnd Alþingis: 1.500.000 2.000.000 21.357.500 640.000 600.000 26.097.500 Ríkisendurskoðun: 7.000.000 7.000.000 34.000.000 600.000 0 48.600.000 Nefnd Alþingis: 25.000 5.825.000 11.995.000 25.860.000 25.000 43.730.000 Ríkisendurskoðun: ? ? ? 600.000 0 ? Nefnd Alþingis: 850.000 150.000 2.650.000 600.000 0 4.250.000 *Engar upplýsingar hafa borist um Frjálslynda flokkinn til Ríkisendurskoðunnar. Íslandshreyfingin fékk samkvæmt báðum aðilum 600.000 krónur 2007. Tölur sem VG lét Ríkisendurskoðun í té um styrki voru ekki fullnægjandi. Upplýsingar sem rannsóknarnefndin hefur frá Glitni eru ekki samanburðarhæfar við upplýsingar Ríkisendurskoðunar. Heildarframlög frá Landsbanka og KB/Kaupþingi til flokkanna STJÓRNMÁL Tölur sem rannsóknar- nefnd Alþingis birtir í skýrslu sinni, um styrki frá Kaupþingi og Lands- banka til stjórnmálaflokka árin 2004 til og með 2008, stemma ekki við þær tölur sem stjórnmálaflokkarnir sjálfir létu Ríkisendurskoðun í té. Tölurnar stemma sjaldnast á hverju ári fyrir sig og í engu tilfelli, fyrir utan tölur Íslandshreyfing- arinnar, stemmir heildartalan yfir framlög. Til dæmis sögðu bankarnir nefnd- inni að Samfylkingin hefði fengið tólf milljónir 2005 en Samfylking- in sagði Ríkisendurskoðun að hún hefði fengið 34 milljónir frá bönk- unum það ár. Þetta jafnar sig svo út og rúmlega það árið 2006. Í heildina munar milljón á fram- lögum til Framsóknar, tæpum fjór- um á tölum Sjálfstæðisflokks og um fimm milljónum á tölum Samfylk- ingar. Lárus Ögmundsson hjá Ríkis- endurskoðun sendi á mánudag bréf til flokkanna og bað um að þessi mismunur yrði skýrður út. Tölur um styrki til flokka stemma ekki Ríkisendurskoðun biður flokkana um að útskýra misræmi milli talna um styrki sem þeir gefa upp og þess sem bankarnir greindu rannsóknarnefnd frá. Bjarni sjálfur með nafnlausan styrk ■ Bjarni Benediktsson: 500.000 ■ Gísli Marteinn Baldursson: 5.550.000 ■ Guðlaugur Þór Þórðarson: 20.750.000 ■ Kristján Þór Júlíusson: 500.000 ■ Sigurður Kári Kristjánsson: 2.250.000 * Á listanum fyrir ofan er einung- is miðað við nafnlaus framlög sem nema 500.000 krónum og meira. Lægri framlög eru alla- jafna ekki nafngreind í gögnum sem stjórnmálamenn afhentu Ríkisendurskoðun. Sumir hér fyrir ofan nafngreina því í raun engan styrktaraðila og heildarstyrkir til þeirra eru hærri. - kóþ Heimild: Rikisendurskodun.is Leynilegt fé: „Auðvitað þarf bókhald greið- anda ekki að stemma við bókhald þiggjanda,“ segir hann. Stjórnmála- flokkur kunni til dæmis að hafa fengið loforð um framlag eitt árið og bókað framlagið þá, en bankinn bókfært upphæðina þegar hún var greidd út ári síðar. Stjórnmálaflokk- arnir höfðu ekki svarað Ríkisendur- skoðun í gær. klemens@frettabladid.is Auglýsingasími Allt sem þú þarft… BETUR SÉR AUGA EN AUGU Liðsmaður japanska fjöllistahópsins Medaman- Medaman leiðir tvær eldri konur yfir götu í Yokohama, úthverfi Tókíó. NORDICPHOTOS/AFP Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagðist á Rás 2 í gær hafa hvatt kjörna fulltrúa í flokkn- um til að greina frá styrktaraðilum sínum. Hann tók undir að það væri réttmæt krafa að almenningur vissi hverjir styrktu þingmenn. Sjálfur fékk Bjarni 1,4 milljónir í framlög fyrir alþingiskosningar 2007. Samkvæmt upplýsingum sem hann skilaði Ríkisendurskoðun nam eitt þessara framlaga 500.000 krónum. Bjarni sagði Ríkisendurskoðun að sá lögaðili óskaði nafnleyndar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gefið Ríkisendurskoðun upp nöfn styrktaraðila sinna. Af núverandi kjörnum fulltrúum á Alþingi hafa sjálfstæðismennirnir verið tregastir til að greina frá styrktaraðilum sínum. Gísli Marteinn Baldursson er sá borgarfulltrúi sem minnst gefur upp um styrktaraðila sína, eftir að Júlíus Vífill Ingvarsson upplýsti blaðið í gær um sína prófkjörsbaráttu 2005. Heildarkostnaður við það prófkjör var um fjórar milljónir, segir Júlíus. Styrkir voru innan við tvær milljónir, en afgang greiddi Júlíus úr eigin vasa. Hæsti styrkur lögaðila var frá Landsbankanum, 450.000 krónur. „Svo var rúm hálf milljón frá vini til margra ára sem þá var í verktaka- og byggingarstarfsemi. En aðrir styrkir miklu lægri,“ segir Júlíus Vífill. - kóþ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.