Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 14
 28. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is PENÉLOPE CRUZ ER 36 ÁRA Í DAG. „Mikilvægasta lexían sem ég hef lært í þessum bransa er að segja nei. Ég hef sagt nei við alls kyns freistingum og ég er ánægð með það.“ Spænska leikkonan Penélope Cruz hlaut mikla athygli sem ung leikkona í mynd- um á borð við Jamón, Jamón, La Niña de tus ojos og Belle époque. Hún hefur einnig leikið í bandarískum myndum á borð við Blow, Vanilla Sky og Vicky Cristina Barcelona. Óperukór Hafnarfjarðar fagnar tíu ára afmæli með tónleik- um í Hafnarborg í kvöld en auk þess er von á hljómplötu með haustinu. Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona stjórnar kórnum og lýsir tilurð hans á þessa leið: „Kórinn varð til eftir að ég hætti með Rangæingakórinn í Reykjavík sem ég stjórnaði í tíu ár. Í kjölfarið stofnaði ég Söngsveit Hafnarfjarðar og fylgdu mér nokkrir meðlimir Rangæingakórsins. Fljótlega eftir að ég auglýsti eftir fólki var ég svo komin með fimmtíu manna fullskipaðan kór.“ Elín Ósk segist strax hafa verið búin að móta sér skoðun á því hvernig kórinn ætti að vera. „Hugmyndin var frá upphafi að vera ekki hefðbundinn kór heldur að syngja eingöngu óperu- , óperettu- og vínartónlist. Þá var ég strax ákveðin í því að konurnar myndu alltaf koma fram í flottum galakjólum og karlarnir í smóking. Kjólarnir eru flestir litríkir með mikl- um pilsum sem tryggir ánægju fyrir jafnt augu sem eyru áhorfenda.“ Stuttu eftir stofnun kórsins segir Elín að kórmeðlimir hafi sammælst um að hann yrði kallaður Óperukór Hafnarfjarð- ar enda kórmeðlimir eingöngu að syngja óperutónlist. „Við stöndum líka fyllilega undir nafni enda höfum við sungið heila óperu á sviði,“ segir Elín Ósk og vísar til uppfærslu kórsins á Cavalleria Rusticana á sviði Íslensku óperunnar árið 2007. Elín Ósk segir aldrei lognmollu í kringum kórinn og að hann hafi ferðast víða bæði innanlands og utan. „Við feng- um til að mynda stórkostlegar móttökur í glæsilegri fíl- harmoníu-höll í Sófíu en auk þess höfum við troðið upp í Kanada, Toronto og Montreal svo dæmi séu nefnd,“ segir Elín Ósk og tekur fram að á ferðalögum kórsins ytra hafi hann lagt sig fram um að kynna íslenska tónlist og íslenska þjóðbúninginn. Í dag eru um fimmtíu manns í kórnum og æfir hann einu sinni í viku. Til að komast inn þarf fólk að vera söngvant og segir Elín Ósk það bónus ef það hefur lært söng. „Síðan erum við svo heppin að hafa haft konsertpíanistann Peter Máté með okkur alla tíð.“ Á tónleikunum í kvöld verða meðal annars flutt lög af væntanlegri hljómplötu kórsins sem hefur að geyma gam- alt og nýtt efni frá kórnum ásamt sígunaljóðum óp. 103 eftir Brahms. Þá verður boðið upp á óperukúlur úr smiðju kór- meðlima en ein meginuppistaða þeirra eru Þykkvabæjar- kartöflur úr heimabyggð Elínar Óskar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. vera@frettabladid.is ÓPERUKÓR HAFNARFJARÐAR: FAGNAR TÍU ÁRUM MEÐ TÓNLEIKUM Kór fyrir augu jafnt sem eyru ÓHEFÐBUNDINN KÓR Hér er kórinn á æfingu en þegar hann kemur fram eru konurnar í galakjól og karlarnir í smóking. FRÉTTBLAÐIÐ/VILHELM Hjartans þakkir fyrir samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, mágs og frænda, Jónasar S. Þorleifssonar, Álfhólsvegi 84, Kópavogi. Ragnheiður Jónasdóttir Þorleifur Þorsteinsson systkini, systkinabörn og fjölskyldur þeirra. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hrafn Einarsson, Vesturbrún 12, Reykjavík, lést á Landakotsspítala, mánudaginn 26. apríl. Signý Halldórsdóttir Katrín Hrafnsdóttir Einar Malmberg Sigrún Hrafnsdóttir Sigtryggur Baldursson Sólveig Hrafnsdóttir Halldór Sölvi Hrafnsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri unnusti, sonur og bróðir, Guðmundur Kristinn Steinsson Stekkjargötu 9, Reykjanesbæ, lést af slysförum, laugardaginn 17. apríl. Útför Guðmundar verður gerð frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 29. apríl kl. 13.00. Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni Guðmundar Kristins Steinssonar til styrktar Handknattleiksfélagi Reykjanesbæjar og er þeim sem vilja minnast hans bent á reikning hjá Íslandsbanka nr. 542-14-400005, kt. 450908-0370. Berglind Harpa Ástþórsdóttir Steinn Erlingsson Hildur Guðmundsdóttir Einar Ó. Steinsson Sigríður Dagbjört Jónsdóttir Dagný Alda Steinsdóttir Una Steinsdóttir Reynir Valbergsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Arnar Svanberg Einarsson, Erluási 2, Hafnarfirði, áður til heimilis í Erluhrauni 2b, lést á heimili sínu 23. apríl. Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 30. apríl kl. 13.00. Lísabet Sólhildur Einarsdóttir Indíana F. E. Sigurðardóttir Aðalsteinn Aðalsteinsson Viktoría I. Sigurðardóttir Jón Marías Torfason Einar Svanberg Sigurðsson Dagrún N. Magnúsdóttir Sigríður Lísabet Sigurðardóttir Guðmundur Jónsson Sólborg Sigurðardóttir Sigurður Arnar Sigurðsson Birna Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Útför sonar okkar, bróður og barnabarns, Ísaks Rafaels Jóhannssonar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta Íslandsdeild Amnesty International njóta þess. Aðalbjörg Jónsdóttir Jóhann Rúnar Sigurðsson Jóhann Vilhjálmur Ólason Óli Dagmann Jóhannsson Villy Böegh Olsen Jóhannsson Kolbrún Inga Sæmundsdóttir Björn Arnórsson Jón Aðalsteinsson María Kristjánsdóttir Hulda Jóhannsdóttir Óli Dagmann Friðbjörnsson Katrín Björgvinsdóttir Sigurður Anton Jónsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur, afi og barnsfaðir, Páll Skúlason, lést laugardaginn 24. apríl. Jarðsett verður frá Bústaðakirkju föstudaginn 30. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á SÁÁ. Sóley Anna Pálsdóttir Ólafur Björnsson Ísar Daði Pálsson Adrían Óli Pálsson Skúli Pálsson Guðrún Hlíf Ludviksdóttir Anna Júlía Skúladóttir Ólafur Ingi Jónsson Birgir Skúlason Anna Guðrún Jónsdóttir Sylvía Rán Ólafsdóttir Hanna Sigríður Stefánsdóttir Sigríður Sæland Óladóttir Ástkær sambýlismaður, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ármann Þór Ásmundsson, andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 25. apríl. Útförin verður frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 4. maí kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Karlsdóttir Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Vilborg Guðjónsdóttir frá Fremstuhúsum, Dýrafirði, andaðist laugardaginn 24. apríl. Guðjón Torfi Guðmundsson Stefanía Magnúsdóttir Þorgeir Guðmundsson Valgerður Guðmundsdóttir Dýri Guðmundsson Hildur Guðmundsdóttir Hjartkær eiginkona, móðir okkar og dóttir, Gróa Gunnlaugsdóttir, Írabakka 6, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. þessa mánaðar. Fjölskyldan vill færa starfsfólki Karitas og líknardeildar þakkir fyrir veitta umönnun. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd systkina og annarra ástvina, Jacek Marcin Polaszczyk Egill Örn Erlingsson Gunnlaugur Erlingsson Hildur Jónsdóttir Gunnlaugur Baldvinsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.