Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 28. apríl 2010 5 Fátækrahverfi draga að ferða- menn frá ýmsum stöðum. Fátæktar-ferðamennska, sem hefur á ensku verið kölluð poverty tourism, poorism eða slumming, er nýleg tegund ferðamennsku. Slík ferðamennska einkennist af því að ferðamenn ferðast til lítt þróaðra landa og fylgist með fólki sem lifir í fátækt. Fátæktar-ferðamennska er vinsæl í löndum á borð við Ind- land og Eþíópíu eða jafnvel staði þar sem riðið hafa yfir náttúru- hamfarir á borð við fellibyli og flóðbylgjur. Eftir að fellibylur- inn Katrína leið yfir New Orleans varð Louisiana-ríki mjög vinsæll fátæktar-ferðamannastaður. Þessi tegund ferðamennsku hefur verið gagnrýnd fyrir að full- nægja gægjufíkn fólks auk þess sem verið sé að græða á óförum annarra. Teknar séu myndir og ekkert skilið eftir í staðinn. Gagn- rýnin er góð og gild en þó reyna sumir sem gera út á slíkar ferðir að gefa hluta ágóðans til góðgerða- mála. Fátækt selur Fátækrahverfi á Indlandi hafa visst aðdráttarafl. Ferðamálastofa í samvinnu við iðnaðar- ráðuneytið stendur fyrir ferðamálaþingi á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudaginn 4. maí. Ákveðið var að breyta áður ákveðinni dagskrá þingsins og helga það þeim atburðum sem hæst hafa borið síðustu daga, það er eldgosinu í Eyjafjallajökli og áhrifum þess á ferðaþjónustuna. Reiknað er með að þingið hefjist um klukkan 13 og standi fram eftir degi. Ferðamálaþing helgað gosinu ÁKVEÐIÐ VAR AÐ BREYTA ÁÐUR ÁKVEÐINNI DAGSKRÁ ÞINGSINS. Eldgos í Eyjafjallajökli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hópakstur mótorhjólafólks er haldinn laugardaginn 1. maí. Hópaksturinn er hluti af for- varnadegi Snigla og á að minna aðra vegfarendur á að mótor- hjólin eru komin út á göturnar. Einnig til þess að vekja athygli á málstað bifhjólamanna en fyrir Alþingi liggur frumvarp til nýrra umferðarlaga. Safnast verður saman á Lauga- veginum frá klukkan 10.30, og hann fylltur af mótorhjólum upp alla götuna. Hersingin leggur af stað klukkan 11.30 niður Banka- stræti og þaðan um Vonarstræti milli Alþingis og Ráðhúss Reykja- víkur, þar sem ætlunin er að láta aðeins heyrast í hjólunum. Leið- in liggur svo um Hringbraut, Bústaðaveg, Kringlumýrarbraut og Reykjanesbraut áður en keyrsl- an endar í Kauptúni gengt IKEA. Hjólin á götuna Hópakstur mótorhjólafólks hefst klukkan 11.30 í Bankastræti. Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. íslensk framleiðsla í 20 ár Rafhitarar fyrir heita potta Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands Leyndarmál jökla og fegurð landslags á myndakvöldi FÍ Næsta myndakvöld Ferðafélags Íslands er í dag miðvikudaginn 17. febrúar í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00 að vanda. Myndakvöldið er að þessu sinni í umsjá hjónanna Helga Björnssonar jökla- fræðings sem sýnir ljósmyndir af íslenskum jöklum og fjallar um hið sýnilega og ósýnilega landslag sem jöklarnir búa yfi r. Bók Helga, Jöklar á Íslandi sem kom út fyrir síðustu jól hefur hvarvetna vakið aðdáun enda um stórvirki að ræða. Jöklar á Íslandi fékk hin íslensku bókmenntaverðlaun í fl okki fræðirita. Eftir hlé heldur Þóra Ellen Þórhallsdóttir líffræðingur fyrirlestur um fegurð landslags en Þóra hefur gert tilraunir til þess að meta fegurð landslags með vísindalegum aðferðum og eru niðurstöðurnar allfróðlegar. Aðgangseyrir kr. 600. Innifalið kaffi og meðlæti Und aheimar Fjallabaks MYNDIR ÚR NÝRRI ÁRBÓK Á m akvöldi Ferðafélags Íslands í kvöld mun Ólafur Örn Haraldsson forseti félagsins sýna ljósmyndir úr væntanlegri árbók FÍ 2010. Bókin fjallar um Torfajökulssvæðið og Fjallabak og er óhætt að segja að þetta heillandi svæði verði sýnt í nýju ljósi í þessari árbók sem Ólafur Örn hefur skrifað og er væntanleg í hendur félagsmanna í maímán ði. Flestar myndanna í bókinni hefur Daníel Bergmann ljósmyndari tekið en á ljósmyndasýningunni á miðvikudaginn mun einnig bregða fyrir fjölmörgum eldri myndum sem sýna uppbyggingarstarf og ferðir á svæðinu umhverfi s Landmannalaugar í áratugi. Samkoman hefst stundvíslega kl. 20.00 í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6. Aðgangseyrir er kr. 600 og kaffi veitingar í hléi. Afgas og ketilkerfi Sóthlið Soot remover Afgas og ketilkerfi Vatnshlið OBWT-3 Organic OBWT-4 Organic Þilfar og skrokkur Navalan rust Converter Rust remover Kjölfesta, sjór Seaclean Navalan 402 Eimarar Liquivap Descaling liquid Vélarúmsbotn Unclean break Kælivatn véla NCLT Colorcooling Loftkælir ( túrbína ) Air cooler cleaner Vesturhrauni 1 - 210 Garðabæ Sími 535 5850 - www.framtak.is E F N A V Ö R U R skipavörur og varahlutaþjónusta Þrif Örhreinsir Freyðigljái VERSLUN / VERKSTÆÐI Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður Sími 555 4900 Allar nánari upplýsingar um þjónustu og vörur á www.rotor.is. lang - stærsti húsbílavefurinn Viðgerðir Kæliskápar Reiðhjólagrindur Ferðasalerni Fortjöld Húsbílaþjónusta og fylgihlutir í ferðalagið Allt í húsvagninn... ...í settum fyrir handlagna Rótor ehf býður upp á viðgerðaþjónustu á rafbúnaði húsbíla og vagna ásamt uppsetningu og tengingu á þeim búnaði sem við seljum á einu besta þjónustuverkstæði landsins. Gasmiðstöðvar 1900 - 2800W Vatnshitarar 13L gas / 220V Sólarsellusett í úrvali. Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.