Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 18
HREINGERNING UPPÞVOTTALÖGUR getur reynst ágætlega við að leysa upp fitubletti í flíkum. Vínyl-gólfdúk er best að sópa reglulega. Hann má síðan þvo með volgu sápuvatni með þvegli eða gólfklút. Til að fá sem besta áferð má síðan renna yfir dúkinn með hreinu vatni, þannig verða engar sápuleifar á dúknum. Þegar dúkurinn er bónaður á aðeins að nota vatnsuppleysanlegt bón. Línoleum-gólfdúk er best að þvo með mildri sápu en ekki má bleyta gólfdúkinn of mikið. Nota má vaxbón á dúkinn. Lakkað parket er best að sópa eða rykmoppa eins og þarf. Þegar meiri hreingerning stendur fyrir má svo þvo gólfið með mildu sápu- vatni en mikilvægt er að vinda skúringaklútinn vel enda getur vatn sem liggur á lökkuðu park- etgólfi skemmt. Lakkað parket má bóna bæði með vatnsuppleys- anlegu bóni og vaxbóni en ekki á að bóna of oft. Olíu- eða vaxborið parket er gott að rykmoppa reglulega. Fyrir meiri þrif er gott að nota græn- sápu, parketsápu eða aðra feita sápu þar sem fitan mettar gólf- borðin. Gott er að olíu eða vax- bera gólf reglulega því annars þorna þau og verða mislit. Kork er best að sópa eða ryk- suga. Hann er síðan gott að þvo með heitu sápuvatni en vax- bón hentar best á korkinn. Ef korkurinn er lakkaður skal nota volgt sápuvatn og þurrka yfir í lokin. Leirflísar má þrífa með upp- þvottalegi en mikil óhreinindi þarf að skrúbba burt. Fúgurnar geta orðið skítugar og þarf að þrífa sér- staklega með sterku sápuvatni og mjúkum bursta. Slíkar flísar má hins vegar alls ekki bóna. Steinflísar er best að strjúka reglulega með þvegli og vatni með hreinsilegi. Þá má skrúbba þær með sterku sápuvatni, skola vel og þurrka. Nota má vaxbón á flísarn- ar. Þegar flísarnar eru nýjar getur verið gott að bera á þær línolíu og þvo ekki fyrstu tvær vikurnar. Teppi og mottur dugar að ryk- suga. Þó þarf stundum að hreinsa teppi en til þess er best að leigja sérstakt teppahreinsitæki.Lausar mottur og dregla er gott að viðra og banka með teppabankara. Heimild: www.leidbeiningastod.is Skúra, skrúbba og bóna Þótt fæstum þyki sérlega gaman að moppa og skúra gólf er það nauðsynleg athöfn til að stuðla að betra lofti í híbýlum manna. Gólfefni eru þó æði misjöfn og þarfnast mismunandi aðferða í þrifum. Línoleum-dúk er best að þvo með mildri sápu. NORDICPHOTOS/GETTY Er HREINT hjá þér? EI N N , T V EI R O G Þ R ÍR 4 33 .0 43 Smáratorgi 1, Kópavogi + Sími: 580-0000 + sala@a4.is + www.a4.is Gleráreyrum 2, Akureyri + Sími: 580-0060 + akureyri@a4.is + www.a4.is Mikið úval af hreinsiefnum frá Seal, hreingerningaráhöldum frá Ready System og Cleanfix, handþurrkum og WC pappír frá Satino. af öllum Seal hreinsiefnum30% AFSL ÁTTU R Glugga- og klæðningahreinsun Glersýn SF - Glæsibær 20 - 110 Reykjavík - glersyn@glersyn.is - Sími: 6630000 Fáðu tilboð í síma 6630000 eða glersyn@glersyn.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.