Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2010, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 29.04.2010, Qupperneq 12
12 29. apríl 2010 FIMMTUDAGUR DÓMSMÁL Catalina Mikue Ncogo, sem nú bíður dóms, ákærð fyrir hagnýtingu vændis, mansal, frels- issviptingu og ólögmæta nauð- ung, hótaði konum sem hún seldi í vændi meðal annars því að láta glæpamenn nauðga þeim, hlýddu þær henni ekki. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um þau sakarefni sem Catalina skuli ákærð fyrir. Ein þeirra kvenna sem Catal- ina er ákærð fyrir að hafa beitt mansali, harðræði og hótunum hefur lýst hvernig Catalina kúg- aði hana til vændis sem sú síðar- nefnda hafði framfærslu og við- urværi af. Það gerði hún með því að „hóta henni lífláti og líkams- meiðingum, sparka og slá í líkama hennar, svipta hana frelsi sínu og koma í veg fyrir samskipti hennar við aðra en viðskiptavini vændis- starfseminnar, meðal annars með því að læsa hana inni í herbergi, meina henni að yfirgefa íbúðina og banna henni að borða, sofa og nota salerni nema með leyfi ákærðu“. Í greinargerðinni segir enn fremur að Catalina hafi tekið af konunni vegabréf og peninga. Þá hafi hún beitt hana blekkingum er hún sagði henni að hún væri valdamikil hér á landi og hefði mikil áhrif innan löggæslustofn- ana og glæpaheimsins á Íslandi og gæti því látið glæpamenn nauðga henni hlýddi hún sér ekki. Þetta gerði hún í skjóli þess að konan þekkti ekkert til hér á landi. Í greinargerðinni segir að hún hafi hótað fleiri fórnarlömbum vændissölunnar með sama hætti. Í greinargerðinni segir að Catal- ina hafi haldið ofangreindri konu nauðugri í íbúð sinni svo vikum skipti. Þegar konan komst loks út og mætti með lögreglu til að sækja vegabréf sitt, sló Catalina hana í höfuðið. Annað fórnarlamb hárreytti hún og sló hún með raf- magnssnúru í andlitið. Hún er ákærð fyrir líkamsárás og fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglu- manns. jss@frettabladid.is CATALINA MIKUE NCOGO Bíður nú dóms. Hún er meðal annars sökuð um mansal, hagnýtingu vændissölu, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og hótanir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hótaði nauðgunum Konur sem Catalina Mikue Ncogo er ákærð fyrir að hafa selt í vændi hafa borið að hún hafi misþyrmt þeim og hótað að láta glæpamenn nauðga þeim hlýddu þær henni ekki. Catalina bíður dóms, ákærð fyrir mansal, vændi og fleira. SUÐUR-KÓREA, AP Að öllum líkind- um var það tundurskeyti sem sökkti suður-kóresku herskipi skammt frá strönd Norður-Kóreu 26. mars. Þessu heldur Kim Tae-young, varnarmálaráðherra Suður- Kóreu, fram. Þar með styrkist grunur Suður-Kóreumanna um að her Norður-Kóreu hafi átt þarna hlut að máli. Kim vildi þó ekkert fullyrða um það, en sagði rannsókn máls- ins halda áfram. Lík 40 skipverja hafa fundist og þeir sex sem enn eru ófundnir eru taldir hafa farist einnig. - gb Herskipið sem sökk: Tundurskeyti sökkti skipinu KIM JONG IL Leiðtogi N-Kóreu, en N- Kóreumenn eru grunaðir um að hafa sökkt s-kóresku herskipi. NORDICPHOTOS/AFP Ársfundur Úrvinnslusjóðs Ársfundur Úrvinnslusjóðs verður haldinn á Grand Hótel, 4. hæð, Háteigi B, fimmtu- daginn 29. apríl kl. 14:00 • Formaður stjórnar setur fundinn • Ávarp umhverfisráðherra • Ávarp formanns stjórnar Úrvinnslusjóðs • Ársreikningur 2009 kynntur • Yfirlit yfir starfsemi Úrvinnslusjóðs • Umræður Dagskrá Fundargögn munu liggja frammi á fundarstað Stjórn Úrvinnslusjóðs Alþingi samþykkti 25. mars síðastliðinn lög nr. 24/2010, um greiðsluuppgjör á opinberum gjöldum lögaðila og einstaklinga í atvinnurekstri. Samkvæmt lögunum geta lögaðilar og einstaklingar í atvinnurekstri sótt um greiðsluuppgjör á virðis- aukaskatti, staðgreiðslu tryggingagjalds, staðgreiðslu opinberra gjalda og þing- og sveitarsjóðs- gjöldum sem gjaldféllu fyrir 1. janúar 2010 og eru þar af leiðandi í vanskilum. Athygli skal vakin á því að umsækjandi greiðsluuppgjörs skal vera skuldlaus í öllum öðrum sköttum og gjöldum en þeim sem falla undir greiðsluuppgjör. Í greiðsluuppgjöri felst að gjaldandi fær frest til greiðslu þeirra gjalda sem undir greiðsluuppgjörið falla til 1. júlí 2011. Gjöldin bera ekki dráttarvexti á freststímabilinu 1. janúar 2010 til 30. júní 2011. Að uppfylltum skilyrðum sem fram koma í lögunum getur gjaldandi skuldbreytt vanskilum gjalda sem undir greiðsluuppgjörið falla þann 1. júlí 2011, með því að gefa út skuldabréf til greiðslu vanskilanna. Skuldabréfið er til 5 ára með mánaðarlegum afborgunum og verðtryggt miðað við vísitölu neysluverðs en án vaxta. Á vef Tollstjóra eru ýtarlegar upplýsingar um greiðsluuppgjör ásamt umsóknareyðublaði. http://www.tollur.is/greidsluuppgjor GREIÐSLUUPPGJÖR OPINBERRA GJALDA TOLLSTJÓRI, Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík, sími: 560 0300, fax: 551 6620, vefur: www.tollur.is HAMFARIR Tæpir sextíu hektarar túns á Önundarhorni, sem lentu undir aurflóðinu af völdum gossins í Eyjafjallajökli á dög- unum, eru ónýtir. Plægja þarf þá upp aftur, að sögn Sigurðar Þórs Þórhallssonar bónda á jörðinni. Hinn hluti túnsins, á fimmta tug hektara, liggur undir ösku. Sigurður telur að þann hluta þurfi einnig að plægja og sá í til að losna við öskuryk sem ella myndi þyrlast upp og setjast í heyið í sumar. Hann telur að einhver heyfengur fáist af túnunum, en ljóst sé að hann verði að kaupa hey til viðbótar. Rúm vika er nú síðan koldimmu gosösku- falli linnti á jörðinni. „Við erum nýlega byrjaðir að keyra drull- unni burt, sem rann yfir jörðina í aurflóðinu á dögunum,“ segir Sigurður. „Sú vinna gæti tekið allt að sjö daga. Eftir það held ég að maður verði að taka stöðuna, meðal annars með tilliti til hættu á frekara öskufalli.“ Sigurður er með kúabú. Kýrnar kveðst hann ef til vill geta sett út í júní, á græn- fóður og hey, en hina nautgripina alls ekki í sumar. Hey verði hann að kaupa með vorinu. „En það er ótrúlegt hvað margir nær og fjær eru boðnir og búnir til að aðstoða við hreinsunina,“ segir Sigurður og kveður það ómetanlegan stuðning. -jss ÖSKUFALL Hefur leikið margar jarðir undir Eyjafjöllum illa. Tekist á við afleiðingar öskufalls og aurflóðs á Önundarhorni: Plægja þarf hundrað hektara túns HRÆGAMMI GEFIÐ AÐ BORÐA Hræ- gammsunginn Einstein fær að borða í dýragarðinum í Hannover í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.