Fréttablaðið - 29.04.2010, Page 40

Fréttablaðið - 29.04.2010, Page 40
 29. APRÍL 2010 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● burnout 2010 ● FÆRRI SLYS Bifhjólaslys- um fækkaði töluvert árið 2009 miðað við árið á undan, að því er fram kemur í slysaskýrslu U mferðarstofu árið 2009. Heild- arfjöldi slasaðra og látinna fer úr 107 niður í 89, sem er fækk- un um 16,8 prósent. Horft er til samanlagðs fjölda lítið slas- aðra, alvarlega slasaðra og lát- inna sem voru á léttum og þungum bifhjólum. Þess má geta að árið áður hafði saman- lögðum fjölda slasaðra og lát- inna bifhjólamanna fjölgað um 18,9 prósent. Frá þessu er greint á vef Umferðarstofu, www.um- ferdarstofa.is. „Það var orðið tímabært að gera endurbætur á kvartmílubraut- inni sem er orðin þrítug og slit- in eftir því. Nú er búið að malbika og breikka helminginn af keppnis- brautinni, en einnig leggja bundið slitlag á veginn að brautinni sem er stór áfangi því mölin hefur aftr- að mönnum frá því að koma á fínni bílum á brautina,“ segir Ingólfur Arnarson, formaður Kvartmílu- klúbbsins. „Þá erum við búnir að fá áhorf- endapalla og tímatöflu báðum megin brautarinnar sem sýnir upp- lýsingar um hraða, tíma og annað meðan á ferð stendur og eftir að henni lýkur,“ segir Ingólfur sem einnig sér fram á nýtt vegrið með- fram allri keppnisbrautinni fyrir sumarið. „Keppnisbrautin verður opin allar helgar í sumar og nokkur kvöld í viku til æfinga þegar ekki er keppni, en brautin er eini staður- inn á landinu þar sem fara má eins hratt og menn komast án þess að missa ökuskírteinið.“ - þlg Kvartmílubraut í andlitslyftingu Kvartmílubrautin freistar að keyra hratt. MYND/FRIÐRIK DANÍELSSON A u g lý s in g a s ím i Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.