Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 12
12 1. maí 2010 LAUGARDAGUR
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
DÓMSMÁL Algerlega fráleitt er
að hafa saksókn efnahagsbrota
á Íslandi á jafnmörgum höndum
og raun ber vitni. Þetta sagði Jón
Þór Ólason, lektor við lagadeild
Háskóla Íslands, í málstofu um
efnahagsbrot á Lagadeginum 2010
sem fram fór í gær.
Jón Þór benti á að hér væru
starfandi efnahagsbrotadeild Rík-
islögreglustjóra, sérstakur sak-
sóknari, settir ríkissaksóknarar
og skattrannsóknarstjóri. „Það
vantar bara afar sérstakan sak-
sóknara,“ bætti hann við og upp-
skar hlátrasköll viðstaddra. Þetta
kerfi er of flókið og kallar á tvö-
faldar rannsóknir, að mati Jóns
Þórs, sem leggur til að sérstakur
saksóknari og efnahagsbrotadeild-
in verði sameinuð, eins og raun-
ar stendur til, og að skattrann-
sóknir verði einnig á sviði nýrrar
stofnunar.
Jón Þór velti jafnframt upp
þeirri spurningu hvort nægilegri
sérþekkingu á fjármála- og efna-
hagsbrotum væri fyrir að fara hjá
íslenskum dómstólum til að þeir
gætu tekið á málum vegna banka-
hrunsins. Einnig væri fyrirséð að
vandamál sköpuðust þegar finna
þyrfti sérfróða matsmenn og með-
dómendur sem ekki væru vanhæfir
vegna tengsla sinna við viðskipta-
lífið.
Jón Þór nefndi einnig þá til-
hneigingu manna sem sæta ásök-
unum um lögbrot að bera því við
að þeir hafi misskilið lögin. „Það er
hentimisskilningur,“ segir Jón Þór,
og líkir málflutningnum við fræg-
an frasa úr ranni sjónvarpsper-
sónunnar Georgs Bjarnfreðarson-
ar. „Gráa svæðið er ekki til,“ segir
hann, enda hvíli skylda á þeim sem
starfa að viðskiptum sem sérfræð-
ingar að kynna sér það hvort gjörn-
ingar þeirra standast lög.
Jón Þór fjallaði einkum um
skilasvik í fyrirlestri sínum.
Einnig fluttu framsögur Jónatan
Þórmundsson, prófessor emerít-
us, um umboðssvik, og Sigurður
Tómas Magnússon prófessor um
markaðsmisnotkun. Sagði Sig-
urður Tómas ýmislegt benda til
þess að markaðsmisnotkun hefði
átt stóran þátt í efnahagshruninu
á Íslandi.
stigur@frettabladid.is
Saksóknari ætti að sjá
um skattrannsóknir
Koma ætti skattrannsóknum undir sameinað embætti saksóknara efnahags-
brota. Þetta segir lektor í lögfræði. Hann sér fram á vandamál þegar finna þarf
hæfa og sérfróða matsmenn og meðdómendur í málum tengdum hruninu.
ÚR MÁLSTOFUNNI Fundarstjórinn Svala Ólafsdóttir sagði að næstu misseri yrðu
prófsteinn á það hvort Íslendingum tækist að koma lögum yfir þá stóru og voldugu
en ekki aðeins smælingjana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
REYKJAVÍK
1. MAÍ 2010
DAGSKRÁ
FULLTRÚARÁÐ VERKALÝÐSFÉLAGANNA Í REYKJAVÍK
BSRB · BANDALAG HÁSKÓLAMANNA
KENNARASAMBAND ÍSLANDS
SAMBAND ÍSLENSKRA FRAMHALDSSKÓLANEMA
· Safnast saman á Snorrabraut við Hlemm kl. 13.00.
· Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika nokkur lög.
· Gangan leggur af stað kl. 13.30.
· Gengið niður Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og inn á Austurvöll.
· Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu.
· Ræðumenn flytja örræður meðan gangan stendur yfir.
· Útifundur á Austurvelli hefst kl. 14.10.
· Kakó í boði og leiktæki fyrir börn.
· Útifundi lýkur kl. 15.00.
· Fundarstjóri slítur fundi.
„Internationalen” sunginn. Lúðrasveit verkalýðsins og
Lúðrasveitin Svanur leika undir.
Ávarp fundarstjóra
Rannveig Sigurðardóttir,
verslunarmaður í VR
Ræða
Sigurrós Kristinsdóttir,
varaformaður Eflingar
Tónlist
Hljómsveitin Hjaltalín
Ræða
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB
Tónlist
Hljómsveitin Hjaltalín
Ávarp
Þorkell Einarsson,
formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema