Fréttablaðið - 01.05.2010, Síða 12

Fréttablaðið - 01.05.2010, Síða 12
12 1. maí 2010 LAUGARDAGUR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki DÓMSMÁL Algerlega fráleitt er að hafa saksókn efnahagsbrota á Íslandi á jafnmörgum höndum og raun ber vitni. Þetta sagði Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, í málstofu um efnahagsbrot á Lagadeginum 2010 sem fram fór í gær. Jón Þór benti á að hér væru starfandi efnahagsbrotadeild Rík- islögreglustjóra, sérstakur sak- sóknari, settir ríkissaksóknarar og skattrannsóknarstjóri. „Það vantar bara afar sérstakan sak- sóknara,“ bætti hann við og upp- skar hlátrasköll viðstaddra. Þetta kerfi er of flókið og kallar á tvö- faldar rannsóknir, að mati Jóns Þórs, sem leggur til að sérstakur saksóknari og efnahagsbrotadeild- in verði sameinuð, eins og raun- ar stendur til, og að skattrann- sóknir verði einnig á sviði nýrrar stofnunar. Jón Þór velti jafnframt upp þeirri spurningu hvort nægilegri sérþekkingu á fjármála- og efna- hagsbrotum væri fyrir að fara hjá íslenskum dómstólum til að þeir gætu tekið á málum vegna banka- hrunsins. Einnig væri fyrirséð að vandamál sköpuðust þegar finna þyrfti sérfróða matsmenn og með- dómendur sem ekki væru vanhæfir vegna tengsla sinna við viðskipta- lífið. Jón Þór nefndi einnig þá til- hneigingu manna sem sæta ásök- unum um lögbrot að bera því við að þeir hafi misskilið lögin. „Það er hentimisskilningur,“ segir Jón Þór, og líkir málflutningnum við fræg- an frasa úr ranni sjónvarpsper- sónunnar Georgs Bjarnfreðarson- ar. „Gráa svæðið er ekki til,“ segir hann, enda hvíli skylda á þeim sem starfa að viðskiptum sem sérfræð- ingar að kynna sér það hvort gjörn- ingar þeirra standast lög. Jón Þór fjallaði einkum um skilasvik í fyrirlestri sínum. Einnig fluttu framsögur Jónatan Þórmundsson, prófessor emerít- us, um umboðssvik, og Sigurður Tómas Magnússon prófessor um markaðsmisnotkun. Sagði Sig- urður Tómas ýmislegt benda til þess að markaðsmisnotkun hefði átt stóran þátt í efnahagshruninu á Íslandi. stigur@frettabladid.is Saksóknari ætti að sjá um skattrannsóknir Koma ætti skattrannsóknum undir sameinað embætti saksóknara efnahags- brota. Þetta segir lektor í lögfræði. Hann sér fram á vandamál þegar finna þarf hæfa og sérfróða matsmenn og meðdómendur í málum tengdum hruninu. ÚR MÁLSTOFUNNI Fundarstjórinn Svala Ólafsdóttir sagði að næstu misseri yrðu prófsteinn á það hvort Íslendingum tækist að koma lögum yfir þá stóru og voldugu en ekki aðeins smælingjana. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYKJAVÍK 1. MAÍ 2010 DAGSKRÁ FULLTRÚARÁÐ VERKALÝÐSFÉLAGANNA Í REYKJAVÍK BSRB · BANDALAG HÁSKÓLAMANNA KENNARASAMBAND ÍSLANDS SAMBAND ÍSLENSKRA FRAMHALDSSKÓLANEMA · Safnast saman á Snorrabraut við Hlemm kl. 13.00. · Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika nokkur lög. · Gangan leggur af stað kl. 13.30. · Gengið niður Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og inn á Austurvöll. · Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu. · Ræðumenn flytja örræður meðan gangan stendur yfir. · Útifundur á Austurvelli hefst kl. 14.10. · Kakó í boði og leiktæki fyrir börn. · Útifundi lýkur kl. 15.00. · Fundarstjóri slítur fundi. „Internationalen” sunginn. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika undir. Ávarp fundarstjóra Rannveig Sigurðardóttir, verslunarmaður í VR Ræða Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar Tónlist Hljómsveitin Hjaltalín Ræða Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB Tónlist Hljómsveitin Hjaltalín Ávarp Þorkell Einarsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.