Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 26
26 1. maí 2010 LAUGARDAGUR Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um efnahagshrunið leiðir í ljós undarlegt ósamræmi á „vitneskju“ um stöðugleika íslenska fjármálakerfisins árin fram að hruni. Svo virðist sem tveir mjög ólíkir skólar hafi verið uppi á sama tíma; annar örugg- ur og bjartsýnn, hinn uggandi og svartsýnn. Stjórnmálamenn og stofnan- ir, sem áttu mikið undir því að halda bólunni gangandi gáfu hins vegar eingöngu örugga og bjart- sýna skólanum gaum, en huns- uðu hinn. Þetta var hægt meðal annars vegna þess að á Íslandi var engin stofnun sem gat séð mönnum fyrir hlutlægum upp- lýsingum og niðurstöðum um efnahagsstöðugleika (stofnun á borð við Þjóðhagsstofnun í Bret- landi (e. Institute for Fiscal Stu- dies in Britain). Einn af lærdóm- um hrunsins er að slíka stofnun þarf að setja á laggirnar, stofnun á borð við gömlu Þjóðhagsstofn- un. Æðstu ráðamann lögðu hana niður á sínum tíma einmitt vegna þess að þeir kærðu sig ekki um varlegar og hlutlægar ályktanir hennar um stöðu og horfur í efna- hagsmálum. Pantaðar niðurstöður Þeir sem höfðu pólitískan eða fjárhagslegan hag af því að halda bólunni gangandi sýndu aðdáun- arverða hæfni í að vinna stjórn- málamenn og fjölmiðla á sitt band. Viðskiptaráð Íslands skipt- ir lykilmáli í þessu sambandi. Það fékk til dæmis bandaríska hagfræðinginn Frederik Mish- kin til að styðja rýra skýrslu eftir Tryggva Þór Herbertsson, sem nefnist Fjármálastöðugleiki á Íslandi (2006) (Financial Stabil- ity in Iceland). Helstu niðurstöð- ur hennar voru að fjármálakerfið á Íslandi hafi verið stöðugt árið 2006. Viðskiptaráð greiddi Mish- kin 135.000 dollara (9,7 milljónir króna miðað við gengi 2006) fyrir að leggja nafn sitt við skýrsl- una (samkvæmt The Wall Street Journal). Það er vel yfir árslaun- um margra háskólaprófessora. Enn athyglisverðara er að Mish- kin breytti síðar titli skýrslunnar á heimasíðu sinni, að því er fram kemur í rannsóknarskýrslunni; nú heitir hún Fjármálaóstöðugleiki á Íslandi (e. Financial Instability in Iceland). Árið eftir, 2007, réð Við- skiptaráð breska hagfræðinginn Richard Portes til að vinna ásamt Friðrik Má Baldurssyni aðra ítar- lega skýrslu, þar sem niðurstað- an var líka sú að fjármálakerf- ið á Íslandi væri í raun stöðugt. Portes og Friðrik skrifuðu skýrsl- una á sama tíma og Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn lét vinna skýrslu þar sem niðurstaðan var önnur. Í drögum að henni sagði meðal annars að „ójafnvægið á Íslandi er sláandi“. Litið framhjá grundvallaratriðum Skýrsla Portes og Friðriks kom lítið inn á getu Seðlabankans til að vera lánveitandi til þrauta- vara fyrir bankana; hagfræði- nemi fengi falleinkunn fyrir að gera slíka grundvallaryfirsjón. Ef skýrslan hefði fjallað um getu Seðlabankans til að vera lánveit- andi til þrautavara hefði niður- staðan ekki getað orðið önnur en sú að fjármálakerfið væri mjög óstöðugt og í brýnni þörf fyrir leiðréttingu. Það var hins vegar ekki niðurstaðan sem Viðskipta- ráð greiddi skýrsluhöfundum háar upphæðir til að komast að. Portes fékk 58.000 pund (7,2 millj- ónir króna miðað við gengi 2007) í laun, litlu minna en Mishkin árið áður (samkvæmt skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis). Það er álíka mikið og árslaun aðstoðar- prófessors við breskan háskóla. Framámenn í pólitíkinni hafa sagt mér að þeir hafi gripið skýrslur á borð við þessar á lofti og sagt: „Ég er ekki vel að mér í þessum málum. Þetta eru sér- fræðingar. Ef þeir segja að kerf- ið sé traust er rétt að taka mark á því.“ Þessir sömu stjórnmálamenn vissu varla af hinum skólanum, þeim svartsýna, sem á sama tíma komst að gjörólíkri niðurstöðu. Í þeim flokki var skýrsla Danske Bank árið 2006 og skýrsla AGS 2007, sem og greinar eftir ýmsa íslenska hagfræðinga og viðræð- ur við Robert Aliber, þekktan sér- fræðing á sviði fjármálakreppna. Aliber sagði jafnvel á opnum fyrir- lestri síðla árs 2007 að hann teldi að Ísland myndi lenda í alvarlegri kreppu innan við árs. Aliber og Gylfi Zoëga hafa tekið margar af þessum greinum saman og verða þær gefnar út í bók sem nefnist Preludes to the Icelandic Financ- ial Collapse (Palgrave, London). Fyrir þá sem þekkja til voru líka fleiri blikur á lofti, til dæmis aðgengileg gögn á heima- síðum bankanna og Seðlabank- ans. Snemma árs 2008 leit þekkt- ur erlendur hagfræðingur, sem þekkti lítið til á Íslandi, á heima- síður bankanna og var ekki lengi að komast að þeirri niðurstöðu að íslenska fjármálakerfið væri tifandi tímasprengja. Breskur vogunarsjóður í London gerði sína eigin úttekt á íslenska fjármálakerfinu. Sjóð- urinn hafði samband við Portes snemma árið 2008 og spurði hann hvernig gæti litið framhjá svo mörgum misvísandi upplýsing- um. Portes brást við með því að saka sjóðinn um að óhróðursher- ferð í þeim tilgangi að valda usla og græða á því. Hann fordæmdi sjóðinn við bresk og íslensk yfir- völd. Má ekki endurtaka sig Tilgangurinn með því að rifja þessa atburðarás upp er til að undarstrika þörfina á óháðri stofnun, sem safnar saman og túlkar upplýsingar á hlutlægan hátt, kemur þeim á framfæri og heldur reglulega fundi með ríkis- stjórninni. Þetta væri stórt skref í átt að því að tryggja að stjórn- málamenn, seðlabankastjórar og eftirlitsaðilar geti aldrei aftur hreinlega hunsað hættumerki og hlustað eingöngu á „sérfræð- inga“ sem komast að þægilegum niðurstöðum; „sérfræðinga“ sem hafa jafnvel þegið fúlgur fjár til að segja það sem þeir segja, án þess að þeir sem þiggja ráð þeirra viti af því. Það skiptir sköpum fyrir sjálf- stæði þessarar stofnunar að hún sé vel mönnuð og fjármögnuð. Þjóðhagsstofnun var lögð niður meðal annars af þeim ástæðum að greiningardeildir bankanna gætu veitt áreiðanlegri upplýs- ingar, sem og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Eftir á að hyggja kemur ekki á óvart að niðurstöð- ur þessara stofnana voru einatt jákvæðar. Greiningardeildirn- ar sögðu það sem launagreiðend- ur þeirra vildu heyra og árum saman var forstöðumaður Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands enginn annar en meðhöfundur Frederiks Mishkin. Nýja Þjóðhagsstofnun Efnahagsmál Robert Wade prófessor í hagfræði við London School of Economics Ef skýrslan hefði fjallað um getu Seðlabankans til að vera lánveitandi til þrautavara hefði niðurstaðan ekki getað orðið önnur en sú að fjármálakerfið væri mjög óstöðugt og í brýnni þörf fyrir leiðréttingu. Í dag er 1. maí. Dagur sem helg-aður er baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum og vinnuaðstæð- um. Dagur samstöðu. Öll hljótum við að vilja sam- félag þar sem fólk hefur í sig og á, þar sem fjölskyldur geta notið þess að vera saman, þar sem for- eldrar geta verið með börnunum sínum eftir fæðingu og þar sem fólk getur hvílt sig og notið lífs- ins. Öll viljum við samfélag þar sem börn njóta réttarins til sam- vistar við foreldra sína, innihalds- ríks skóladags og sjálfsagðra lífs- gæða. Öll hljótum við líka að vilja samfélag þar sem fólki líður vel í vinnunni sinni, nýtur virðingar og fær sanngjörn laun. Öll viljum við eldast með reisn og njóta líf- eyris sem dekkar mannsæmandi líf. Þó margt hafi áunnist er enn langt í land. Óútskýrður launamunur kynj- anna stendur í stað. Lágmarkslaun eru allt of lág, vinnuvikan of löng, atvinnuleysi of mikið og allt of margir hafa tekið á sig kjaraskerð- ingar í kjölfar efnahagshrunsins. Það skýtur skökku við að þetta séu afleiðingar hins gengdarlausa góðæris – að réttindum hafi verið fórnað fyrir forréttindi. Sameig- inlegir sjóðir voru tæmdir í nafni frjáls- og einstaklingshyggju, skammtímagróða og áhættufíkn- ar. Allt hefur þetta gríðarleg áhrif á líf og líðan fólksins í landinu og því er brýnt að tekið verði á málum af skörugleik. Á sama tíma getum við þakkað fyrir margt. Fyrst og fremst eigum við að vera þakklát fyrirrennurum okkar, fólkinu sem barðist fyrir launum og réttindum sem þykja sjálfsögð í dag. Fólkinu sem stofn- aði verkalýðsfélögin, sem benti á misréttið, sem barðist og breytti. Þetta er fólkið sem við eigum að taka okkur til fyrirmyndar, fólk með eldheitar hugsjónir og kraft til að fylgja þeim eftir af einurð. Við eigum að verða komandi kyn- slóðum sambærilegar fyrirmynd- ir, vera kjörkuð og kraftmikil, benda á það sem má bæta og laga það sem hægt er að laga. Verkalýðsbaráttan líður aldrei undir lok. Hennar vegna eru núverandi réttindi til staðar og hennar vegna verða framfarir. Ekki bara fyrir einstaklinga eða stéttir – heldur fyrir samfélagið allt. Gangan hefst í dag kl. 13.00 frá Hlemmi. Stöndum saman, göngum saman og vinnum saman að bættu samfélagi. Baráttudagur verkafólks 1. maí Sóley Tómasdóttir oddviti VG í Reykjavík Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.