Fréttablaðið - 01.05.2010, Qupperneq 28
28 1. maí 2010 LAUGARDAGUR
Í Fréttablaðinu á þriðjudag skrifar Dagur B. Eggertsson, oddviti
Samfylkingarinnar, um kosninga-
stefnuskrá síns flokks fyrir borg-
arstjórnarkosningarnar. Þar er
tekið fram að hornsteinn jafnaðar-
stefnunnar sé baráttan fyrir fullri
atvinnu. Satt best að segja vissi ég
ekki af þessum hornsteini jafnaðar-
manna fyrr en núna þar sem horn-
steinn jafnaðarstefnunnar fram að
þessu hefur verið jöfnun lífskjara.
Hins vegar er krafan um atvinnu
fyrir alla, einn af hornsteinum
framsóknarstefnunnar og hefur
sá flokkur stundum fengið á bauk-
inn frá jafnaðarmönnum fyrir of
róttæka atvinnustefnu.
Ef stjórnmálasaga síðustu 50 ára
er skoðuð með tilliti til atvinnuleys-
is þá kemur í ljós að íslenska þjóð-
in hefur aldrei búið við atvinnu-
leysi nema þegar jafnaðarmenn
eru í ríkisstjórn. Fyrst í Viðreisn-
arstjórninni á sjötta áratugnum,
síðan í Viðeyjarstjórninni á tíunda
áratugnum og svo núna undir for-
ystu Samfylkingarinnar. Í tveimur
af þessum þremur tilvikum hafa
jafnaðarmenn hrökklast frá völdum
vegna samdráttar og atvinnuleysis
og sennilega verður það líka raunin
nú. Í ljósi sögunnar og þess sem við
er að glíma er holur hljómur í því
þegar varaformaður Samfylkingar-
innar vill taka ábyrgð atvinnuleys-
is frá ríkisstjórninni og yfirfæra á
borgarstjórn Reykjavíkur þar sem
hann er oddviti stærsta minnihluta-
flokksins. Ríkisstjórnin sem Dagur
B Eggertsson, varaformaður Sam-
fylkingarinnar, tók þátt í að mynda
virðist ekki með nokkru móti ná að
móta tillögur sem örva atvinnu-
lífið og því er þetta atvinnulífstal
þeirra fyrir borgarstjórnarkosn-
ingarnar í hæsta máta ótrúverðugt.
Því miður. Úr því að Samfylkingin
vill fara í samanburð milli ríkisins
og Reykjavíkurborgar um aðgerð-
ir gegn atvinnuleysi, þá er því fyrst
til að svara að Reykjavíkurborg og
Orkuveita hafa verið í framkvæmd-
um fyrir u.þ.b. 30 milljarða á ári á
árunum 2009 og 2010. Ríkið hefur
framkvæmt á sama tíma fyrir
u.þ.b. 10 milljarða á ári, þrátt fyrir
að vera margfalt stærra hagkerfi.
Það er því nokkuð bratt að hætta
sér útá þann ís að kalla atvinnu-
stefnu borgarinnar afskiptaleysis-
stefnu þegar tölurnar sýna að borg-
in veitir margfalt meiri fjármunum
til framkvæmda, en ríkisstjórnin
sem Dagur sjálfur tók þátt í mynda.
Samfylkingin verður líka að svara
því fyrir sig hvort skattahækkanir
ríkisstjórnarinnar glæði atvinnu-
lífið og vinni gegn atvinnuleysi?
Reykjavíkurborg hefur ekki hækk-
að skatta eftir að erfiðleikarnir
dundu yfir.
Atvinnumálin hafa verið rauði
þráðurinn í starfi borgarstjórn-
ar á seinni hluta kjörtímabilsins.
Við höfum unnið eftir þverpólit-
ískri aðgerðaráætlun sem hefur
skilað okkur öllum góðum árangri.
Samfylkingin á vissulega sinn þátt
í þessari góðu samvinnu og því
kemur það á óvart að oddviti þeirra
geri lítið úr árangri þverpólitískrar
vinnu og boði fagnaðarerindið sjálf-
um sér og flokki sínum til dýrðar,
eins og borgarstjórn hafi ekkert
gert í málinu fram að þessu.
Um hugmyndir Dags og félaga
um sérstakan hagvöxt í Reykjavík
óháð hagvexti í landinu er einhver
fífldjarfasta tilraun sem um getur
til að yfirfæra eigið aðgerðarleysi
yfir á aðra. Ekki síst í ljósi þess að
Samfylkingin ber ábyrgð á hag-
stjórn landsins um þessar mundir.
Atvinnustefna jafnaðarmanna
Atvinnumál
Óskar
Bergsson
formaður borgarráðs
Ef stjórnmálasaga síðustu 50 ára er
skoðuð með tilliti til atvinnuleysis þá
kemur í ljós að íslenska þjóðin hefur
aldrei búið við atvinnuleysi nema þegar jafnaðar-
menn eru í ríkisstjórn.
Á höfuðborgarsvæðinu er búsett-ir um 470 einstaklingar sem
eru lögblindir (minna en 10% sjón).
Fjölmennastir í þessum hópi eru
eldri borgarar. Í þessum hópi eru
einstaklingar á virkum vinnualdri
sem hafa fulla starfsorku og vilja
vera virkir í samfélaginu. Algeng
orsök þess að blindum og sjón-
skertum einstaklingum tekst ekki
að vera samfélagslega virkir, er
einangrun sem hlýst af því að geta
ekki keyrt bifreið eða notað strætis-
vagna og komist þannig leiðar sinn-
ar á sjálfstæðan máta.
Af þeim 470 lögblindu einstakl-
ingum sem búsettir eru á höfuð-
borgarsvæðinu eiga 411 kost á
akstursþjónustu með leigubíl-
um, samkvæmt samningum milli
Blindrafélagsins, Hreyfils og við-
komandi sveitarfélags, sem sér-
staklega eru sniðnir að þörfum
blindra og sjónskertra einstakl-
inga. Af þeim 59 sem ekki eiga kost
á þess konar akstursþjónustu, er 51
búsettur í Kópavogi, eða tæp 90%.
Þessi akstursþjónusta hefur gef-
ist einstaklega vel og reynst mjög
hagkvæm.
Nú er það svo að Ferðaþjónusta
fatlaðra, sem er valkostur sem
Kópavogsbær býður blindum og
sjónskertum, er mjög takmarkandi
þjónustuúrræði sem engan veginn
svarar þörfum allra einstaklinga
sem vilja vera virkir í samfélaginu.
Þjónustustig Ferðaþjónustu fatlaðra
er einfaldlega ekki ásættanlegt í
mörgum tilvikum, þó að í öðrum sé
það vissulega fullnægjandi. Þarfir
einstaklinganna eru mismunandi
og ekki er með neinu móti hægt að
alhæfa að allir, sem þurfa á akst-
urs- og ferðaþjónustu að halda, hafi
sömu þjónustuþörf.
Mikilvægast er að þjónustan sé
skipulögð og veitt út frá þörfum
þeirra sem eiga að nýta sér þjónust-
una en ekki þeirra sem veita hana.
Í lögum nr 52 frá 1992 um mál-
efni fatlaðra er fjallað um ferða-
þjónustu við fatlaða segir m.a.:
„35. gr. Sveitarfélög skulu gefa
fötluðum kost á ferðaþjónustu.
Markmið ferðaþjónustu fatlaðra
er að gera þeim sem ekki geta nýtt
sér almenningsfarartæki kleift að
stunda atvinnu og nám og njóta
tómstunda. Sveitarfélög setja
reglur um rekstur ferðaþjónustu
fatlaðra … “
Í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðra, sem íslenska
ríkisstjórnin hefur skrifað undir,
er fjallað um ferðaþjónustu við fatl-
aða. Þar segir:
„20. gr. Ferlimál einstaklinga.
Aðildarríkin skulu gera árangurs-
ríkar ráðstafanir til þess að tryggja
að einstaklingum sé gert kleift að
fara allra sinna ferða og tryggja
sjálfstæði fatlaðra í þeim efnum,
eftir því sem frekast er unnt, m.a.
með því:
a) að greiða fyrir því að fatlaðir
geti farið allra sinna ferða með þeim
hætti sem, og þegar, þeim hentar og
gegn viðráðanlegu gjaldi, … “
Með undirskrift ríkisstjórnar
Íslands á Sáttmála Sameinuðu þjóð-
anna um réttindi fatlaðs fólks er
komin fram stefnumörkun stjórn-
valda í málefnum fatlaðra.
Sé tekið mið af lögblindum ein-
staklingum í Kópavogi, sem ég
þekki persónulega til, þá get ég
sagt með fullri vissu, að sú ferða-
þjónusta sem stendur þeim til boða,
er ekki að mæta þörfum þeirra og
gera þeim kleift að stunda atvinnu
eða nám og njóta tómstunda, eins
og kveðið er á um í 35. grein laga
um málefni fatlaðra, svo ekki sé nú
minnst á ákvæði 20. greinar í Sátt-
mála Sameinuðu þjóðanna um mál-
efni fatlaðra. Fyrir vikið eru lög-
blindir Kópavogsbúar mun verr
settir á flest allan hátt en lögblind-
ir einstaklingar sem búa í Reykja-
vík, og svo hefur verið lengi.
Með þessu opna bréfi, óska ég
eftir því við forystumenn stjórn-
málaflokkanna í Kópavogi, að þeir
svari því hvort þeir séu tilbúnir
til að tryggja, að blindum og sjón-
skertum Kópavogsbúum, verði
tryggð þjónusta sem mætir þörf-
um þeirra og er í samræmi lög,
gildandi sáttmála, nútímakröfur
og sambærileg þeirri þjónustu sem
aðrir blindir og sjónskertir íbúar
höfuðborgarsvæðisins njóta.
Ekki gott að búa í
Kópavogi fyrir blinda
fyrir “efin” í lífinu
Hvað ef...
áhæ
tta
slys
VAðgengi fatlaðra Kristinn Halldór Einarssonformaður Blindrafélagsins
Fyrir vikið eru lögblindir Kópavogs-
búar mun verr settir á flest allan hátt
en lögblindir einstaklingar sem búa í
Reykjavík, og svo hefur verið lengi.
Í kjölfar rannsóknarskýrslu Alþingis hefur mikið verið rætt
um mikilvægi þess að efla hlut
gagnrýninnar hugsunar og siðfræði
í skólum landsins og samfélaginu
almennt. Svo sannarlega er kominn
tími til og sætir það furðu hversu
yfirvöld menntamála hafa sofið á
verðinum alla tíð. Ekki eru þetta
þó nýjar uppgötvanir fyrir alla. Frá
árinu 1989 hefur Siðmennt, félag
siðrænna húmanista á Íslandi lagt
megináherslu á kennslu siðfræði
og gagnrýninnar hugsunar á und-
irbúningsnámskeiðum sínum fyrir
borgaralega fermingu, en alls hafa
tæplega 1500 ungmenni sótt nám-
skeið Siðmenntar.
Siðmennt hefur margoft bent
yfirvöldum menntamála á mikil-
vægi gagnrýninnar hugsunar og
siðfræði í skólastarfi en því miður
iðulega talað fyrir daufum eyrum
ráðamanna. Einnig hefur félag-
ið margoft komið með ábending-
ar um það sem betur má fara og
lýtur beinlínis að mannréttindum.
Fyrir rúmu ári síðan sendi félag-
ið erindi til menntamálaráðherra
þar sem ráðherrann er hvattur til
þess að grípa til aðgerða til að rétta
hlut þeirra fjölskyldna sem beitt-
ar eru ranglæti í skólum landsins
vegna trúar- eða lífsskoðana sinna.
Skólastjórnendur virðast mega gera
nánast hvað sem er í skólum lands-
ins án þess að nokkur gagnrýnin
hugsun komi þar nærri og án þess
að yfirvöld menntamála hafi á því
nokkra skoðun. Eflaust kallast þetta
í ráðuneytinu frelsi eða sjálfstæði
skóla, en er í raun ekkert annað en
skeytingarleysi gagnvart því sem
erlendis hefur verið talið til mann-
réttindamála. Þetta er sambærileg
vitleysa og viðgekkst á milli stjórn-
valda og fjármálaheimsins þar sem
frelsi þýddi í raun ekkert annað en
skeytingarleysi.
Staðfesting á slíku skeytingar-
leysi af hálfu ráðuneytisins um
starfsemi skólanna barst síðan
félaginu sem svar við erindinu sem
áður er greint frá, en þar segir m.a.
að dregist hafi að svara erindinu
vegna anna.
Mannréttindamálin frestast
vegna anna í heilt ár! Og svo er
talað um skort á siðferðilegri
ábyrgð á Íslandi. Hverjar eru
fyrirmyndirnar ef ekki stjórnvöld
á hverjum tíma?
Ég lýsi eftir pólitískri ábyrgð,
siðferðilegum heilindum gagn-
vart þeim sem í hlut eiga og rík-
ari áhuga á mannréttindamál-
um í ráðuneyti menntamála í stað
skeytingarleysis.
Siðfræðikennsla í rúm 20 ár
Siðfræði
Jóhann
Björnsson
kennari og
stjórnarmaður í
Siðmennt