Fréttablaðið - 01.05.2010, Blaðsíða 34
34 1. maí 2010 LAUGARDAGUR
hefðum lokast inni í Keflavík hefðum
við ekki bara tapað gríðarlegum fjár-
hæðum heldur hefðum við í raun spil-
að okkur út úr samkeppninni í fluginu
yfir Atlantshafið. Ímynd landsins í
augum útlendinga sem vilja sækja það
heim var líka undir. Menn þora ekki
að koma ef landið er lokað í viku. Við
mátum semsagt nauðsynlegt að halda
þessu gangandi þótt það kostaði okkur
mikla peninga.“
Við hverja veigamikla ákvörðun var
öllum hliðum mála velt upp nema einni.
Aldrei var gefinn afsláttur af öryggis-
málum. „Við fórum í einu og öllu eftir
því sem Flugstoðir og EUROCONTROL
(Evrópska flugstjórnarstofnunin) gáfu
út um opin og lokuð svæði. Það kom til
dæmis aldrei til greina að fljúga inn á
svæði sem ekki voru lokuð en þó ekki
talin fullkomlega örugg. Slík flug voru
á ábyrgð flugrekenda en við fórum allt-
af eftir fyrirmælum flugyfirvalda á
Íslandi og í Evrópu.“
Sótt fram
Röskunin vegna eldgossins hefur
þegar kostað Icelandair háar fjárhæð-
ir en enn er óljóst hver heildaráhrifin
verða á félagið og efnahag þjóðarinnar.
„Við héldum á tímabili að sumarið væri
farið en erum bjartsýn í dag,“ segir
Birkir. Fyrir gos var bókunarstaðan
20 prósentum betri en á sama tíma í
fyrra en það hægði verulega á bókun-
unum eftir að gosið hófst. Birki er ekki
aðeins umhugað um afkomu félagsins
heldur þjóðarbúsins alls. „Gjaldeyris-
tekjurnar í fyrra námu 155 milljörðum.
Miðað við auknar bókanir gerðu menn
sér vonir um að þær næðu 180 millj-
örðum í ár. Nú óttast ferðaþjónustan
tíu til tuttugu prósenta samdrátt sem
þýðir að gjaldeyristekjurnar kunna
að verða 130 milljarðar. Missirinn
fyrir þjóðarbúið er því 50 milljarðar
þannig að nokkur hundruð milljónir
eru bara dropi í hafið,“ segir Birkir og
vísar þar til markaðsherferðar þeirr-
ar sem stjórnvöld og ferðaþjónustan
hafa ákveðið að ráðast í í Bandaríkj-
unum og Evrópu til að vekja athygli
og áhuga ferðamanna á Íslandi. Hrós-
ar hann Katrínu Júlíusdóttur iðnaðar-
ráðherra, ráðherra ferðamála, fyrir
framgöngu hennar í málinu.
Máttur auglýsinganna
Birkir efast ekki um gagnsemi slíkrar
herferðar og er fullviss um að hún skili
miklu. „Fullt af fólki er hrætt við þetta
og vill ekki koma til landsins en það
er líka fullt af fólki sem finnst þetta
spennandi og vill koma og sjá hvað
er að gerast. Sjá nýtt landslag. Svo er
auðvitað fullt af fólki líka sem hefur
ekki séð neikvæðu fréttirnar og hægt
er að ná til með náttúrulífsmyndum og
öðru.“
Neikvæðu fréttirnar! Það hefur
verið talsvert af þeim. Margir erlendir
fjölmiðlar hafa dregið upp dökka mynd
af landinu eftir að gosið hófst og látið
í veðri vaka að Ísland sé hættulegur
staður. „Þá ímynd þarf að leiðrétta og
það er gert með öflugri herferð,“ segir
Birkir.
Icelandair býr að mikilli þekkingu á
markaðsmálum í útlöndum. Fyrirtækið
ver milljarði króna árlega í auglýsingar
og markaðsstarf í útlöndum og þekkir
virkni þeirra á eigin skinni. „Við próf-
uðum á tveimur tímabilum í fyrra að
hætta að auglýsa í nokkrar vikur. Þrátt
fyrir veika krónu og að það væri hag-
stætt að koma til Íslands hægði mjög
á bókunum. Það þarf því að keyra öfl-
ugar herferðir erlendis til að ná ferða-
mönnum hingað.“
Óánægja skiljanleg
Farþegar hafa vitaskuld fundið óþyrm-
ilega fyrir töfum og snarbreyttum
flugáætlunum. Eins og gengur hafa
viðbrögð þeirra verið misjöfn. Birk-
ir kveðst skilja alla óánægju enda
flugraskanir aldrei skemmtilegar. „En
viðmótið hefur í raun verið ótrúlega
gott. Auðvitað er kvartað en reyndar
höfum við fengið fleiri þakkarbréf en
kvörtunarbréf. Fólk virðist sýna þessu
skilning af því að það er eldgos sem
ræður för og að við erum að reyna allt
sem við getum til að halda uppi flug-
samgöngum og koma fólki á áfanga-
stað. Ýmsir hnökrar hafa komið upp,
töskur týnst og annað en það er sem
betur fer bara lítill hluti af heildinni.“
Gríðarlegt álag hefur fylgt, símtölum
í þjónustuver fjölgaði úr þúsund í þrjú
þúsund á dag, heimsóknir á vef Ice-
landair tvöfölduðust og annað í þeim
dúr.
Aðrir sátu með hendur í skauti
Í flugheiminum, og raunar á ýmsum
erlendum fjölmiðlum, hefur fram-
ganga Icelandair í eldgosinu vakið
athygli. Á meðan félagið greip til
sinna ráða settust önnur flugfélög
niður og biðu þar til rofaði til. Birk-
ir segist hafa svarað fyrirspurnum
margra fagtímarita og almennra fjöl-
miðla um aðgerðir Icelandair. „Ekkert
annað félag reyndi að færa sig til og
halda uppi flugi þótt þau vissu að lok-
anir væru yfirvofandi.“ Hann hrósar
starfsfólki félagsins í hástert og segir
sitt mat að enginn standi því snúning
þegar á reyni.
Þótt Icelandair sé í hópi stærstu
fyrirtækja landsins og hafi umtals-
verð erlend umsvif er það smátt félag
á mælikvarða flugfélaga. Mörg stóru
félaganna bera sig aumlega vegna
áhrifa eldgossins á starfsemi þeirra
og sjá fram á gríðarlegt tap. Hafa þau
sum hver óskað eftir ríkisframlög-
um og boðað fargjaldahækkanir til að
mæta tapinu. Birkir segir hvorugt á
dagskrá Icelandair, þar á bæ hafi verið
ákveðið að blása til sóknar í samstarfi
við stjórnvöld og ferðaþjónustuna með
áðurnefndri markaðsherferð.
Það kom til
dæmis aldrei
til greina að
fljúga inn á
svæði sem
ekki voru
lokuð en þó
ekki talin
fullkomlega
örugg. Slík
flug voru á
ábyrgð flug-
rekenda en
við fórum
alltaf eftir
fyrirmæl-
um flug-
yfirvalda á
Íslandi og í
Evrópu.
V
ið hittumst að morgni
fimmtudagsins, daginn
sem flugið í Evrópu var
komið í samt lag á ný
eftir tveggja vikna alls-
herjar óreiðu. Það eru
fáir í höfuðstöðvunum, Birkir hvatti
sitt fólk til að sofa út eftir tveggja
vikna brjálæði.
„Hér fundaði „crisis committee,“
fjórum til sex sinnum á dag,“ segir
Birkir og bendir á fundarherbergi
á göngu okkar eftir rangölunum. Á
þeim fundum helstu stjórnenda og
lykilstarfsmanna voru stóru ákvarð-
anirnar teknar. Byggt var á upplýs-
ingum um öskudreifingu, veðurspám,
flugáætlunum, þörfum og öðru því sem
máli skipti.
Sveigjanleiki er helsti styrkurinn
„Fyrst eftir að gosið hófst gátum við
flogið frá Keflavík til Bandaríkjanna
en Evrópa var að mestu lokuð. Þránd-
heimur opnaðist um tíma og þangað
flugum við fimm flug einn daginn og
svo opnaðist fyrir flug til Glasgow og
þangað fórum við þrisvar sama dag
og náðum að flytja marga sem voru
strand á Íslandi og í Evrópu. Viku síðar
var svo í kortunum að Keflavík myndi
lokast og þá var ákveðið að flytja mið-
stöð millilandaflugsins til Glasgow.
Sú ákvörðun var tekin daginn áður og
nýju leiðarkerfi stillt upp í Glasgow á
tólf tímum.“
Birkir segir þá aðgerð hafa verið
umfangsmikla og kostnaðarsama. Og
í raun sé ótrúlegt hve vel tókst til. „Við
fluttum 150 starfsmenn til Glasgow
og Akureyrar, það þurfti að setja upp
innritunarborð, senda áhafnir til fleiri
borga, hlaðmenn, afgreiðslufólk, flug-
virkja, varahlutalager og fleira. Þetta
var unnið hratt en tókst mjög vel.“
Ástæðuna fyrir því hve vel þetta
gekk segir Birkir liggja í því sem
hann telur helsta styrkleika Icelandair
– sveigjanleika. „Við höfum markvisst
búið félagið undir að geta brugðist
hratt og vel við. Við höfum minnk-
að yfirbygginguna, treystum á sér-
fræðiþekkingu starfsfólks og felum
því undir ýmsum kringumstæðum að
taka ákvarðanir.“
Áætlunin í stöðugri endurskoðun
Á meðan eldgosið hafði áhrif á flugum-
ferð þurfti Icelandair að gefa út nýja
flugáætlun oftar en 80 sinnum. Stund-
um voru breytingarnar veigalitlar en í
öðrum tilvikum þurfti að stokka hana
algjörlega upp vegna lokana eða opn-
ana flugsvæða. Heilt yfir tókst að halda
uppi um 70 prósentum af farþegaflug-
inu sem verður að telja býsna góðan
árangur við þessar erfiðu aðstæður.
Svo til óþekkt er að flugfélag flytji
miðstöð flugs síns í einu vetfangi á
milli landa á friðartímum, líkt og
Icelandair gerði í síðustu viku. Flug-
sögufróðir segja eina þekkta dæmið
vera þegar Middle East Airlines flutti
tengistöð sína frá Beirút í Líbanon til
Damaskus á Sýrlandi eftir að Ísraels-
menn höfðu eyðilagt Beirútflugvöll í
sprengjuárás sumarið 2006.
Ímynd landsins í húfi
Birkir segir að gríðarlegir hagsmunir
hafi verið í húfi þegar ákveðið var að
flytja tímabundið til Glasgow. „Ef við
Lögðu allt undir nema öryggið
BIRKIR HÓLM GUÐNASON Tvö ár eru í dag frá því að Birkir tók við starfi framkvæmdastjóra Icelandair. Áður starfaði hann fyrir félagið í Danmörku, Þýskalandi og Banda-
ríkjunum. Í stuttri framkvæmdastjóratíð sinni hefur Birkir þurft að takast á við bankahrun, verkföll og umfangsmestu flugraskanir sögunnar á friðartímum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Birkir áætlar að eldgosið hafi kostað flugfélagið Icelandair á milli 500 og 700 milljónir
króna þegar tillit er tekið til kostnaðar og tekjutaps. „Mér sýnist að þetta séu um 50
milljónir á dag. Flutningurinn til Glasgow kostaði til dæmis 10-15 milljónir á dag. Á
móti kemur að við sleppum við ákveðinn kostnað.“
Icelandair er eitt tólf dótturfélaga Icelandair Group. Móðurfélagið reiknar með
100 milljónum töpuðum á dag. Undir það falla Icelandair hótel, Flugfélag Íslands,
Icelandair Cargo og fleiri félög í ferða- og flugþjónustu.
„Svo á alveg eftir að koma í ljós hvert heildartekjutapið verður,“ segir Birkir. Algjör
óvissa ríki um bókanir sumarsins.
125 milljónir í herferð
Icelandair mun leggja 125 milljónir króna í markaðsherferð stjórnvalda og ferðaþjón-
ustunnar í útlöndum. Bætist sú fjárhæð við þann milljarð króna sem fyrirtækið ver
til markaðsstarfs erlendis. Birkir kveðst sannfærður um að þeir peningar skili sér til
baka, fyrirtækinu og samfélaginu til hagsbóta. Reykjavíkurborg leggur til 100 milljónir.
Ríkið leggur svo til krónu á móti krónu, allt upp að 350 milljónum króna.
500 milljónir tapaðar og framtíðin óljós
Gríðarlegir hagsmunir
voru í húfi þegar Iceland-
air stóð frammi fyrir
að hætta að fljúga eða
flytja miðstöð flugsins
tímabundið til Skotlands.
Í samtali við Björn Þór
Sigbjörnsson lýsir Birkir
Hólm Guðnason fram-
kvæmdastjóri áhrifum
eldgossins í Eyjafjallajökli
á starfsemi Icelandair og
hvernig brugðist var við
ástandinu sem gat teflt
ímynd Íslands og afkomu
flugfélagsins í hættu.