Fréttablaðið - 01.05.2010, Side 42
2 matur
BÍLALÚGUÁST
Júlía Margrét Alexandersdóttir
SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM:
Þar sem ég hef alist upp í úthverfi og svo kynnst börnunum sem ólust upp í 101 og nágrenni síðar á ævinni tel ég mig nokkurn veginn vita að stuð-
ið var meira í úthverfinu þar sem var hægt að kveikja
í rusli. Annað sem ég þykist fullviss um að 101-börn-
in hafi farið á mis við er það stórkostlega fyrirbæri
að kaupa sælgæti og mat í gegnum bílalúgu. Tíðar
ökuferðir tilheyra því að búa í útnára borgarinnar og
maður þekkti nokkurra ára gamall leiðakerfi borgar-
innar. Ég tel það hollt og nauðsynlegt að vita sitthvað
um ökutæki og finnst bíllaus lífsstíll hljóma dauflega.
Ekki síst þegar ég hugsa til Aktu taktu, Nestis og
Bláa turnsins. Nesti, Ártúnshöfða, var ein fyrsta bíla-
lúgan á Íslandi og þaðan eru fyrstu lúguminningar
mínar frá árinu 1984. Mér fannst matur vondur fram-
an af en samloku með skinku og osti, úr örbylgjuofni í
Ártúnsbrekku, borðaði ég. Verandi grönn og matvönd
var því ósjaldan stoppað í lúgunni í brekkunni og mér
boðin samloka. Krakkarnir í bekknum mínum í Ísaks-
skóla áttu foreldra sem stoppuðu aldrei í lúgusjopp-
um og þegar það spurðist út að mamma mín gæfi mér
samlokur úr lúgu vildu bekkjarfélagarnir ólmir koma
heim með mér.
Þegar ég fékk bílpróf upplifði ég svipað frelsi og
þegar ég mátti í fyrsta skipti fara ein út í búð. Allt
í einu gat ég hvenær sem var farið sjálf í bílalúgur
og ég söðlaði um á matseðlinum og prófaði alls kyns
lúgurétti, nagga, báta, ostborgara og franskar. Enn
í dag veit ég fátt betra en að keyra að næstu lúgu og
snæða við miðstöðina í friði og þótt það hljómi þung-
lynt og offitusjúklingalegt er það slökun á við besta
jógatíma.
Útieldun er Guðmundi Finn-bogasyni eðlislæg enda uppalinn í skátunum. Hann
starfar sem matreiðslukennari í
Laugarnesskóla og fer stór hluti
kennslunnar fram undir berum
himni. Þá heldur hann námskeið
fyrir kennara og aðra áhugasama á
vegum Náttúruskóla Íslands ásamt
því að halda úti heimasíðunni uti-
eldhus.is.
Guðmundur segir fólk ekki
mega vanmeta gildi matar og
matreiðslu á ferðalögum enda sé
matur gríðarlega stór hluti af lífi
og tilveru allra. „Þess vegna hvet
ég fólk til að gefa sér tíma í nestið
hvort sem það er eldað heima eða
þar sem er áð, en þannig verður
ferðalagið eftirminnilegri en ella.
Það mætti jafnvel stytta það með
hliðsjón af tímanum sem fer í að
elda því þó það sé gaman að geta
státað af kílómetrafjölda þá er enn
skemmtilegra að segja frá því að
hafa eldað þrírétta máltíð undir
berum himni. “
Að sögn Guðmundar er það
mikil upplifun fyrir börn og full-
orðna að elda á prímus úti í nátt-
úrunni. Hann segir möguleikana
marga og sáraeinfalda ef fólk veit
hvernig á að bera sig að. „Ef und-
irbúningurinn er góður og upp-
skriftirnar vel valdar er framhald-
ið leikur einn. Svo er líka hægt að
skipuleggja ferðina þannig að fólk
hafi betra og örara aðgengi að vist-
um.“ En hvaða áhöld þarf að hafa
við höndina? „Prímus og potta en
mér finnst líka gott að nota létta
teflonpönnu. Ef farið er vel með
hana og passað að hún hitni ekki
um of er hægt að gera ótrúlegustu
hluti og er ekki langt síðan ég bak-
aði brownie á slíkri pönnu.“
Guðmundur gefur uppskriftir að
lummum og heimsins besta kakói
sem nemendur hans í Laugarnes-
skóla hafa flestir spreytt sig á gera
úti á skólalóðinni„Þetta má auðvit-
að líka útbúa heima og taka með í
nesti,“ segir Guðmundur. Næsta
útieldunarnámskeið hans fer fram
13. maí en nánari upplýsingar er
að finna á utieldun.is - ve
ELDAÐ Í NÁTTÚRUNNI
Því eru lítil takmörk sett hvað matreiðslumaðurinn Guðmundur Finnbogason getur eldað undir
berum himni en hann kennir börnum og fullorðnum réttu tökin og töfrar fram dýrindis rétti.
Guðmundur segir það ekkert launungarmál að maturinn bragðast betur undir berum himni og að ekki spilli fyrir að spretta úr spori áður en sest er
að snæðingi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LUMMUR
4-6 stykki
1 dl heilhveiti
1 dl haframjöl
½ tsk. lyftiduft
1/8 tsk. salt
2 tsk. púðursykur
1 dl + 1 msk. mjólk
1 msk. matarolía
1 egg
½ dl rúsínur (má sleppa)
Blandið þurrefnum
saman í skál eða
poka. Bætið
öðru hráefni út
í og blandið vel
saman. Steikið á
pönnu. Þynnið deigið
með mjólk ef þarf. Borið
fram með hverju sem
hugurinn girnist eins og
osti, sultu, reyktum laxi,
sykri eða rjóma.
KAKÓ
2 bollar
2 msk. sykur
1 msk. kakóduft
1 dl vatn
½ lítri mjólk
4-6 sykurpúðar
Setjið sykur, kakó og
vatn í pott og hitið að
suðu. Bætið mjólk-
inni út í. Það þarf
ekki að sjóða
mjólkina bara
að hita hana vel.
Setjið sykurpúðana í
bolla og hellið heitu kakó
yfir. Púðarnir bráðna og
búa til ljúffenga froðu.
LUMMUR OG BESTA KAKÓ Í HEIMI
matur kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun:
Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Stefán Karlsson Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir, Sunna Valgerðar-
dóttir, Vera Einarsdóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is
KJÖTHÖLLIN
Kjöthöllin er rótgróið fjölskyldufyrirtæki
stofnað af Christian H. Christensen árið
1944, með það fyrir augum að bjóða upp á
úrvalskjöt. Afkomendur hans hafa rekið
fyrirtækið frá árinu 1974. Kjöthöllin er
með verslanir í Skipholti og við Háaleitis-
braut og hafa starfsmennirnir nú í nógu að
snúast þar sem grilltíminn er að ganga í
garð. „Við höfum ekki undan,“ viðurkennir
Sigríður Björnsdóttir og bætir við að einna
vinsælastir séu hamborgararnir, gerðir
eins og annað úr fersku og góðu hráefni.“
Hún getur þess að Kjöthöllin bjóði upp á
nokkrar gerðir matarboxa á tilboði, grill-
kassa, sparkassa og fleira. Nánari upplýs-
ingar megi finna á www.kjothollin.is.
Ferskt og gott hráefni
FRÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/STEFÁ
N
MATREIÐSLUBÓKIN
Með veislu í far-
angrinum, mat-
reiðslukver ferða-
mannsins, er
upp skriftakver sem
var gefið út fyrir
nokkrum árum og
er tilvalið fyrir þá
sem vilja nýta það
sem hendi er næst
áður en lagt er af stað í ferðalög, hvort sem til
stendur að fara í sumarbústað, útilegu eða styttri
ferðir. Bókin er uppfull af uppskriftum, meðal ann-
ars fyrir prímusa og inniheldur útbúnaðarlista,
sem er tilvalinn til að hjálpa fólki að skipuleggja
sig, sögur og skemmtilegan fróðleik, sem þær Ingi-
björg G. Guðjónsdóttir og Ragnheiður I. Ágústs-
dóttir hafa sett saman en þær eru þaulvanir leið-
sögumenn. Nánari upplýsingar á www.salka.is.
Hvunndags
A Aðalréttur
Fuglakjöt
Hollt
GrænmetiFiskur
Hvunndags/til
hátíðabrigða
Annað kjöt
en fuglakjöt
S Smáréttir
E n d um
rúntinn
he ima !