Fréttablaðið - 01.05.2010, Síða 45

Fréttablaðið - 01.05.2010, Síða 45
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Líklega er það draumur hvers mat- reiðslumanns að sigra hina frægu Bocuse d‘Or-keppni sem nefnd er eftir frægum frönskum mat- reiðslumanni, Paul Bocuse. Þráinn Vigfússon, matreiðslu- maður á Grillinu á Hótel Sögu, fær tækifæri til að spreyta sig í keppn- inni en hann mun taka þátt í for- keppni í Sviss hinn 8. júlí. „Forkeppni er haldin í þremur álfum en í Evrópu keppa tuttugu lönd,“ segir Þráinn sem fer til Sviss ásamt aðstoðarmanni sínum Bjarna Siguróla Jakobssyni og tveimur hjálparhellum, þeim Atla Þór Erlendssyni og Tómasi Inga Jórunnarsyni. Keppnin snýst um að búa til tvo rétti, annars vegar kjötfat úr kálfakjöti frá Sviss og hins vegar fiskfat úr lúðu frá Noregi. Fjórtán dómarar skera síðan úr um hverjir taka þátt í aðalkeppninni. Síðustu vikur í lífi Þráins hafa snúist að miklu leyti um æfingar enda æfir liðið sex sinnum í viku. Hann hóf helgina á því á föstu- daginn að elda réttina fyrir blaða- menn. „Þemað í kjötréttinum er birki en merkilegt nokk er þemað í fiskréttinum hraun,“ segir Þrá- inn en sú ákvörðun tengist ekki gosinu í Eyjafjallajökli enda var hún tekin í desember. „En þetta er skemmtileg tilviljun,“ segir Þrá- inn sem mun nota reyk og gos auk þess sem ætilegt hraun verður á fiskinum. Í gærkvöldi var haldinn stuttur fundur um framhaldið og í dag er ætlunin að halda stutta undirbún- ingsæfingu. Í kvöld ætlar Þráinn hins vegar að kúpla sig frá öllu saman og skella sér í Borgarfjörð- inn í afmæli ömmu sinnar sem haldið verður í sumarbústað. En er hann þá ekki látinn elda? „Nei, ég hef sloppið ótrúlega vel við það. Mamma er matreiðslu- maður líka þannig að konurnar hafa séð um þetta,“ segir hann glettinn. solveig@frettabladid.is Hugar að birki og hrauni Þráinn Vigfússon, matreiðslumaður á Grillinu, undirbýr sig fyrir Bocuse d‘Or-keppnina. Hann byrjaði helgina á því að elda fyrir blaðamenn en ætlar svo að hvíla hugann í sumarbústað í Borgarfirði. ÚtileGukOrtið 2010 er komið út. Það veitir tveim- ur fullorðnum og allt að fjórum börnum nær ótakmarkað- an aðgang að yfir 39 tjaldsvæðum á landinu. Kortið kostar 13.900 krónur en fjölmörg stéttar- og verkalýðsfélög bjóða það á sérkjörum til félagsmanna. www.utilegukortid.is Fr ét ta b la ð ið /V a ll i Þráinn og aðstoðar- menn hans æfa sex sinnum í viku til að fullkomna réttina sem þeir munu elda fyrir dómarana í bocuse d‘Or. Hann mun vinna með íslenskt birki, hraun og reyk. Mercedes Benz Sprinter 518 CDi Nýr bíll, 19 farþega. Mjög vel útbúinn Verð eur 65,000 Upplýsingar í síma: 8940278 Til sölu og afgreiðslu fyrir sumarið UPPLÝSINGAR O Nýtt námskeið hefst 7. maí n.k. Skráðu þig inn – drífðu þig út Ferðafélag Íslands leyndarmál jökla og fegurð landslags á myndakvöldi FÍ Næsta myndakvöld Ferðafélags Íslands er í dag miðvikudaginn 17. febrúar í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00 að vanda. Myndakvöldið er að þessu sinni í umsjá hjónanna Helga Björnssonar jökla- fræðings sem sýnir ljósmyndir af íslenskum jöklum og fjallar um hið sýnilega og ósýnilega landslag sem jöklarnir búa yfi r. Bók Helga, Jöklar á Íslandi sem kom út fyrir síðustu jól hefur hvarvetna vakið aðdáun enda um stórvirki að ræða. Jöklar á Íslandi fékk hin íslensku bókmenntaverðlaun í fl okki fræðirita. Eftir hlé heldur Þóra Ellen Þórhallsdóttir líffræðingur fyrirlestur um fegurð landslags en Þóra hefur gert tilraunir til þess að meta fegurð landslags með vísindalegum aðferðum og eru niðurstöðurnar allfróðlegar. Aðgangseyrir kr. 600. Innifalið kaffi og meðlæti MOrGNAr Á FJÖlluM Mánudaginn 3. maí hefjast hinar árlegu morgungöngur Ferðafélags Íslands. Vi tu ekki a ga á fjöll með glöðu fólki dag hvern klukkan sex að morgni og mæta svo spilandi frískur til vinnu? Brottför er kl. 06.00 frá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni 6. Þar getur fólk sameinast í bíla eða komið beint að upphafsstað göngu. Í ár verður gengið á eftirtalin fjöll: Mánudag 3. maí: Helgafell við Hafnarfjörð. Þriðjudag 4. maí: Reykjaborg í Mosfellsveit. Miðvikudag 5. maí: Mosfell í Mosfellsdal. Fimmtudag 6, maí: Vífi lfell Föstudag 7. maí: Úlf rsfell Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir hafa umsjón með morgungöngunum. Þátttaka er ókeypis og öllum heimil. Göngumenn skulu vera klæddir eftir veðri. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Borgardekk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.