Fréttablaðið - 01.05.2010, Síða 48

Fréttablaðið - 01.05.2010, Síða 48
BARNALEIÐSÖGN verður í Þjóðminjasafninu á morg- un klukkan 14. Leiðsögnin er ætluð börnum á aldrinum 5 til 8 ára og tekur um 45 mínútur. www.natmus.is „Mig langaði til að leika mér frjálst með formið, losa það við alla graf ík og sjá hvernig það stæði eitt og nakið með sjálfu sér eins og fagur skúlptúr,“ segir María Manda umbúðahönnuður, sem um þessar mundir sýnir umbúðir með nýju sniði í Handverki og hönnun, Aðalstræti 10, en slík sýning hefur aldrei birst Íslendingum áður en er hvalreki þeim sem hafa áhuga á hönnun. María Manda lærði upphaflega fata- og búningahönnun í Banda- ríkjunum og starfaði áratylft í sínu fagi áður en hún söðlaði um og fór yfir í umbúðahönnun. „Mýmargar þeirra framleiðslu- umbúða sem landsmönnum eru kunnugar úr matvöruverslunum eru mitt verk; ekki síst form þeirra, en aðrir hafa einnig séð um grafík- ina. Stundum verður maður pínulít- ið sár þegar langur tími hefur farið í hönnun umbúðaforms en áhorf- andinn sér ekkert nema grafíkina utan á, burtséð frá fegurð formsins. Einmitt þess vegna langaði mig til að leggja áherslu á umbúðahönn- un sem form, án þess að vera með sérstaka vöru í huga,“ segir María Manda sem hugsaði lengi um hvaða leið hún ætti að fara á þessari fyrstu sýningu sinni, þar sem umbúða- hönnun er í meira lagi víðtæk. „Ég hugsaði lengi um réttu nálg- unina, því ég hefði auðveldlega getað sýnt umbúðir með áprentaðri grafík og farið ótal aðrar leiðir, en er fyrir vikið komin með hugmynd- ir að fjölmörgum sýningum til við- bótar,“ segir María Manda hlátur- mild. „Formhönnun umbúða er veru- lega sérhæfð, unnin á sérstöku umbúðaforriti þar sem önnur hugs- un tíðkast en í grafískri hönnun. Í reikninginn þarf að taka hvernig pakka á vörunni, hvernig vara fer í umbúðirnar, framsetningu í versl- unum, flutning, stöflun og fleira. Möguleikarnir eru óþrjótandi og í raun hægt að útfæra hvaða hug- mynd sem er, og æ fleiri að vakna til vitundar um hve umbúðir skipta miklu máli, því vara getur dáið ef umbúðirnar eru ekki fallegar en líka selst í gríð og erg ef hún vekur athygli og hrífur.“ Sýning Maríu Möndu er opin virka daga frá klukkan 9 til 18 og um helgar frá 12 til 17. Sjá nánar á www.mmhonnun.is thordis@frettabladid.is Deyja án formfegurðar Umbúðir eru allt í kringum okkur; öllu er pakkað inn. Formfagrar, látlausar eða ágengar, en nánast alltaf forvitnilegar um leynt eða ljóst innihald sitt. Umbúðir Maríu Möndu standa vaktina naktar og sér. María Manda er umbúðahönnuður sem sýnir nú ægifagrar umbúðir sínar sem stríp- aðar eru grafík eða öðrum upplýsingum til neytandans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ferna séð í nýju ljósi. Lögð var mikil vinna í hverjar umbúðir. Umbúðir Maríu Möndu eru margar hverjar listrænar og fagrar. Kjóll 6.990 kr. l í svörtu líka Smáralind Full búð af nýjum vörum í Peysuskyrta 4.990 kr. Pils 3.990 kr. Kjóll 7.990 kr. l í svörtu líka Kjóll 7.990 kr. Peysa glans 5.990 kr. Opið frá 11-18.00 í Smáralind
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.