Fréttablaðið - 01.05.2010, Síða 49

Fréttablaðið - 01.05.2010, Síða 49
Sérfræðingur – Customer Service Customer Service sér um samskipti við erlenda viðskiptavini vegna vörusölu, í því felst móttaka, afgreiðsla og eftirfylgni pantana ásamt samskiptum við viðskiptavini, söluskrifstofur Medis erlendis og framleiðslueiningar Actavis. Deildin ber jafnframt ábyrgð á reikningagerð vegna vörusölu og kostnaðareftirliti. Starfið felur í sér samskipti við erlenda viðskiptavini vegna vörusölu, þ.e. móttaka og afgreiðsla pantana, ásamt tilheyrandi eftirfylgni og stuðningi við viðskiptavini Medis og framleiðslueiningar Actavis. Við leitum að háskólamenntuðum einstaklingi með góða ensku- og frönskukunnáttu, bæði í töluðu og rituðu máli. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Góð tölvukunnátta og samskiptahæfni er einnig mikilvæg. Medis er eitt af dótturfyrirtækjum Actavis Group og annast sölu á lyfjum og lyfjahugviti fyrir samstæðuna til annarra lyfjafyrirtækja sem selja lyf undir eigin vörumerkjum. Viltu vera í okkar liði? Nánari upplýsingar um störfin veita Jenný Sif Steingrímsdóttir, jsteingrimsdottir@actavis.is og Ragnheiður Dögg Ísaksdóttir, risaksdottir@actavis.com Actavis hf. Reykjavíkurvegi 76-78 220 Hafnarfirði s 550 3300 f 550 3301 @ actavis@actavis.is w www.actavis.is Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is, undir Störf í boði fyrir 9. maí nk. Actavis er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu hágæðasamheitalyfja. Fyrirtækið er með starfsemi í 40 löndum. Actavis hf. og Medis eru dótturfyrirtæki samstæðunnar á Íslandi og eru staðsett í Hafnarfirði. Hjá Actavis á Íslandi starfa um 600 starfsmenn á ýmsum sviðum. Verkefnastjóri – Global Products Master Data Manager Starfið tilheyrir Portfolio Management innan Actavis Group. Portfolio Management stýrir vali á nýjum lyfjum til þróunar, ásamt vali á þeim lyfjum sem Actavis mun selja viðskiptavinum á hverjum markaði fyrir sig, auk þess að fylgjast með áhugaverðum tækifærum sem myndast á lyfjamarkaði á hverjum tíma. Starfið felur í sér að skilgreina og innleiða samræmdar nafngiftir fyrir heiti, lyfjaform og styrkleika allra lyfja samstæðunnar í upplýsingakerfum Actavis. Verkefnastjórinn heldur utan um skipulagningu og viðhald á þessum grunngögnum samstæðunnar. Mikið samstarf er við þróunarsvið Actavis, starfsmenn gagnavöruhúss (Data Warehouse) samstæðunnar og upplýsingatæknisvið fyrirtækisins. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf í lyfjafræði eða sambærilega menntun. Starfsreynsla af lyfjamarkaðinum og reynsla af notkun ERP tölvukerfa er kostur. Viðkomandi þarf að vera skipulagður, nákvæmur og útsjónarsamur. Góð enskukunnátta er nauðsynleg, bæði í töluðu og rituðu máli og hæfni í mannlegum samskiptum er einnig mjög mikilvæg. Vélamaður í lyfjapökkun Pökkunardeild er hluti af framleiðslusviði Actavis hf. Í deildinni fer fram pökkun á töflum og hylkjum í þynnur, karton og glös. Framleiðslulínur pökkunardeildar innihalda flókinn vélbúnað og starfsemin kallar á að breytingar og stillingar á vélum taki sem stystan tíma. Starfið felur í sér stillingar og breytingar á flóknum vélbúnaði og uppsetningu á vélum fyrir mismunandi keyrslur. Starfsfólk í pökkunardeild fer í gegnum mikla þjálfun og við leitum að einstaklingi sem getur tileinkað sér nákvæm og sérhæfð vinnubrögð ásamt því að geta unnið hratt undir álagi. Unnið er á þrískiptum vöktum. Við leitum að einstaklingi með iðnmenntun, svo sem vél- eða bifvélavirkjun, eða sambærilega menntun og viðkomandi þarf að hafa reynslu af viðgerðum á vélum og búnaði. Snyrtimennska og jákvætt viðhorf eru skilyrði. Starfsmaður í tæknideild Tæknideild er hluti af starfsemi Actavis hf. og sér um viðhald og eftirlit með tækjabúnaði í verksmiðju og rannsóknarstofu fyrirtækisins, sem staðsett er í Hafnarfirði. Starfið felur í sér fyrirbyggjandi viðhald, viðgerðir, eftirlit og breytingar á tækjabúnaði framleiðslu og rannsóknarsviðs ásamt skiptingum á milli vörutegunda og uppstart á pökkunarlínum. Einnig felst í starfinu þátttaka í uppsetningu á fyrirbyggjandi viðhaldi, nýjum tækjabúnaði og þátttaka í gildingarvinnu og kvörðunum á tækjabúnaði Actavis. Unnið er eftir skriflegum leiðbeiningum og öll viðhaldsvinna er skráð í þjónustuskýrslur/viðhaldsforrit. Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum, auk bakvakta. Tæknimaður þarf að hafa mikla reynslu af viðgerðum á vélbúnaði, stýringum og rafbúnaði. Við leitum að einstaklingi með vélfræðimenntun eða sambærilega menntun. Nákvæmni, snyrtimennska og sjálfstæð vinnubrögð eru mikilvæg. Enskukunnátta og góð tölvuþekking nauðsynleg. Hugbúnaðarsérfræðingur Upplýsingatæknideild Actavis hf. sér um þróun tölvu – og upplýsingatæknimála Actavis á Íslandi, ber ábyrgð á rekstri tölvukerfa og tölvubúnaðar Actavis á Íslandi, sér um notendaþjónustu og tölvukennslu, aðgangsstjórnun og umsjón með afhendingu tölvubúnaðar og fjarskiptabúnaðar til starfsmanna o.fl. Starfið felur meðal annars í sér þjónustu og viðhald á upplýsingakerfum Actavis á Íslandi, samskipti við ráðgjafa og þjónustufyrirtæki Actavis, ásamt því að aðstoða starfsmenn við daglega vinnu. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Við leitum að kerfis- eða tölvunarfræðingi, en einnig kemur einstaklingur með sambærilega menntun til greina. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af greiningu og þróun upplýsingakerfa (fjármála- og birgðakerfa), kerfisgreiningu og forritun. Þekking á gagnagrunnum eins og SQL og Oracle er kostur. Einnig er mikilvægt að viðkomandi búi yfir ríkri þjónustulund. Actavis býður upp á… snyrtilegan og öruggan vinnustað fjölskylduvænt starfsumhverfi góðan starfsanda gott mötuneyti fræðslu og þjálfun iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðinga og lækni sem sinna heilsuvernd starfsmanna árlegan styrk til íþróttaiðkunar auk fræðslustyrks öflugt starfsmannafélag Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.