Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2010, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 01.05.2010, Qupperneq 65
LAUGARDAGUR 1. maí 2010 5 List án landamæra stendur yfir þessa dagana. Um helgina er tvennt á dagskrá. Hugarafl stendur fyrir svokölluðu Geðveiku kaffihúsi í dag í Hinu húsinu frá 13 til 17. Boðið verður upp á valdeflandi bakkelsi, söng og klikkað kaffi. Á handverksmark- aðnum má sjá og kaupa handverk, meðal annars frá Ásgarði, Bjarkar- ási, Gylfaflöt og Iðjubergi. Á morgun klukkan 16 verður opnuð hönnunarsýning í Norræna húsinu. Sýnd eru verkefni eftir nemendur á Myndlista- og hönnun- arsviði Myndlistaskólans í Reykja- vík í samstarfi við Lyngás. Nemendur heimsóttu Lyngás, kynntust starfinu þar og aðstæð- um. Áhugaverðir fletir voru kann- aðir meðal annars út frá hönnun á húsgögnum, stoðtækjum, leik- föngum, fatnaði og myndverkum. Á sýningunni gefur að líta verk eftir fjóra nemendur, en þeir eru Eva Arnfríður Aradóttir, Hjörtur M. Skúlason, Sigríður Þóra Óðins- dóttir og Ragna S. Bjarnason. Geðveikt kaffihús Geðveikt kaffihús verður í Hinu húsinu í dag frá 13 til 17. „Þetta er fyrsta árið sem vormark- aður er haldinn hér,“ segir Berg- þóra Einarsdóttir, starfsmaður hjá Skógræktarfélagi Reykjavík- ur, um markaðinn á Elliðavatni. „Náttúran er að lifna af vetrar- dvalanum við vatnið og mark- aðurinn tekur mið af því,“ segir hún. „Hér eru landnámshænur vappandi um eins og sýningar- dömur og egg úr þeim til sölu. Trérennismiðir eru með sölusýn- ingu og Jón Guðmundsson garð- yrkjumaður, sem er frumkvöðull í ræktun ávaxtatrjáa, er með fyrir- lestur um þau. Svo verður fræðsla um fuglana sem eru nýkomnir og fiskifræðingar upplýsa fólk um lífríkið í vatninu.“ Eins og að líkum lætur er eldi- viður úr skóginum og trjáplöntur í úrvali til sölu á Elliðavatni og til- boð er á veiðivörum. Einnig fæst þar lífrænt ræktað grænmeti frá Sólheimum. „Við erum líka með nýbakað kerfilsbrauð,“ segir Bergþóra og verður að útskýra það nánar. „Kerfillinn er bæði bragðgóður og bætir meltinguna. Við notum hann líka í jurtateið sem við bjóðum upp á úti á hlaði og úr náttúrulegum kryddum.“ Bergþóra á von á leikflokki frá Sólheimum og ef hestaflensan setur ekki því meira strik í reikn- inginn gefst ungum gestum kostur á að skreppa þar á hestbak. „Þetta er það helsta sem við stöndum fyrir hér á Elliðavatni í tilefni af komu vorsins,“ segir hún og getur þess að markaðurinn er opinn frá tíu til fimm. gun@frettabladid.is Vori fagnað á Elliðavatni Á Elliðavatni efnir Skógræktarfélag Reykjavíkur til markaðar nú tvær fyrstu helgarnar í maí. Margt áhugavert er þar til fróðleiks, eignar og hressingar, renndir trémunir til sölu og te úr grösum jarðar. „Náttúran er að lifna af vetrardvalanum og markaðurinn tekur mið af því,“ segir Bergþóra á Elliðavatni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jóna Þorvaldsdóttir gefur gestum innsýn í töfraheim sígildra ljósmyndunaraðferða í síðasta sinn í dag frá 14 til 16. Sýningu hennar, Skynjanir, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur lýkur 9. maí. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.