Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2010, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 01.05.2010, Qupperneq 76
44 1. maí 2010 LAUGARDAGUR E ins og flestir tæknifíklar ættu nú orðið að vita kom iPad-spjaldtölv- an frá Apple á markað í Banda- ríkjunum á laugardag fyrir páska. Gríðarleg eftirvænting hafði skapast í kringum tölvuna, eða allt frá því Steve Jobs, gúrúskipstjórinn hjá Apple, svipti hulunni af henni í lok jan- úar. Spennan er skiljanleg. Þarna er örugglega á ferðinni einhver þægilegasta afþreyingar- græja sem hægt er að hugsa sér. Stóri bróðir iPod Touch Það er ekki að ófyrirsynju að líkja má iPad- inum við stóra bróður iPod Touch. Báðar tölv- urnar keyra á iPhone-stýrikerfinu, eru með sambærilegt magn af óútskiptanlegu skyndi- minni og hafa yfir næsta sama hugbúnaði að ráða. Stærðin er nánast það eina sem iPad-tölvan hefur fram yfir litla bróðurinn. Og í henni er nú líka galdurinn fólginn. Skjástærðin – tölv- an er fátt annað en hann – gerir það að verk- um að hún fer vel í kjöltu. Í ofanálag skilar hraði Apple-örgjörvans og fín hljómgæði því að bæði netráp, myndræn upplifun og lestur bæði bóka og tímarita er þægilegri með stóra bróður en þeim litla. Gallalaus er tölvan hins vegar ekki enda hægt að keyra mörg forrit í einu (e. mult- itask) að því undanskildu að hægt sé að hlusta á tónlist með bóklestrinum. Þá vantar nauð- synlega myndavél á græjuna svo hægt verði að ræða við ættingja og vini líkt og á fartölv- um. Reikna má með því að flestir vankantar verði sniðnir af í framtíðinni auk þess sem uppfærsla á iPhones-stýrikerfinu býður upp á keyrslu margra forrita. Tölva fyrir fimm ára Tölvan sem hér er prófuð er með 16 GB skyndiminni með nokkur uppsett forrit og leiki auk nokkurra bóka og tímarita sem höfðu verið keypt. Lítið mál var að tengja tölvuna við staðar- net heimilisins (WiFi), aðeins þurfti að fara í stillingar og velja hvaða neti skyldi tengjast. Mesta málið var í raun að stimpla inn kóða beinisins (e. routers) enda lyklaborð iPads- ins ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þetta tók engu að síður innan við mínútu. iPad-tölvan á það sammerkt með litla bróð- urnum iPod Touch að vera með snertiskjá. Skjárinn er góður og undantekningartilfelli að hann virkaði ekki sem skyldi. Þá sjald- an að slíkt gerðist var hann orðinn fitugur og var einfalt má að strjúka yfir hann með hreinni og þurri tusku (eða góðri peysuermi líkt og stundum kom fyrir). Þessi einfalda notkun gerir það að verk- um að börn eru fljót að tileinka sér tæknina. Sonur minn fimm ára áttaði sig fljótt á því að hann þurfti að fletta örsjaldan yfir skjá- inn til að opna teiknimyndablað frá Marvel. Nokkrar flettingar til viðbótar dugðu til að finna bílaleikinn Real Racing HD, alveg hreint brilljant leik í frábærum gæðum sem litlir guttar geta skemmt sér yfir með feðr- um sínum. Þegar sá tveggja ára uppgötvaði Latabæ á YouTube með hjálp föðurins varð fyrst fjandinn laus. Bíó í kjöltunni Tölvan sem hér var prófuð var með aðgang að iTunes-netversluninni. Með iPad-tölv- unni opnast möguleikarnir í raun og sann enda fátt skemmtilegra en sitja uppi í sófa og vafra um tónlistardeildina. Þá er sömu- leiðis nauðsynlegt að kíkja við í gríðarstórri sjónvarps- og kvikmyndadeildinni. Þetta er beinlínis ævintýraheimur þeirra sem áður hafa staðið við dyrnar en ekki haft aðgangs- kort. Hér skal ekki farið yfir þann mýgrút af tónlist og myndum sem bæði er hægt að kaupa og leigja. Sýnishorn þeirra mynda sem í boði eru skila sér í frábærum gæðum á sama tíma og horft er og fullu niðurhali náð áður en myndin er á enda. Þvílíkur er kraftur nettengingarinnar, sem tölvur heimilisins hafa aldrei náð að fanga. Eini teljandi hikst- inn var í netútgáfum íslensku dagblaðanna á PDF-formi. Sem dæmi tók það lengstan tíma að ná í helgarútgáfu Fréttablaðsins. Það tók innan við mínútu, sem telst til eilífðar miðað við aðra vinnslu á iPad-tölvunni. Ekkert ríkissjónvarp Netráp var einkennilegt í fyrstu með iPad- tölvunni. Það skrifaðist öðru fremur á skort á flash-tækni, sem Apple styður ekki. Það kom þó ekki að sök. Þeir sem hyggjast horfa á sjónvarpsfréttir RÚV og Stöðvar 2 verða sömuleiðis að bíta í það súra epli að miðl- arnir styðjast við margmiðlunarspilarann frá Microsoft (Windows Media Player) og því hvorki hægt að horfa né hlusta á fréttir RÚV og Stöðvar 2 því iPad-inn styður ekki við tæknina. Erlendir fjölmiðlar hafa nýtt aðra möguleika til netútsendinga, svo sem frá Vimeo, og kemur hún vel út í góðu og hraðvirku umhverfi iPad-sins. Rándýrar bækur Frá því lestölvan Kindle kom úr smiðju Amazon-netverslunarinnar fyrir þremur árum hafa dómsdagsspámenn lýst nokkr- um sinnum yfir dauða bókarinnar í hefð- bundnu formi. Þeir hafa heldur gefið í með tilkomu iPad-tölvunnar. Ekki er útilokað að dómsdagsspámenn muni hafa rétt fyrir sér. Þrátt fyrir mýgrút af lesefni á Netinu hef ég aldrei enst heilan kafla í tölvu – ef frá er talið sýnishorn síðustu bókar rithöfundarins Dan Brown á rafrænu formi, sem birtur var á erlendri netsíðu í tilefni af útgáfu bókarinnar fyrir síðustu jól. Frekar var rennt í lesturinn af forvitni en áhuga. Þreytan yfir leiðitömu efni og þungi fartölvunnar í kjöltunni sagði fljótt til sín. Öðru máli gegnir um lestur á iPad-tölv- una. Einn af áföstum hnöppum hennar sendir mann beint inn í bókasafn tölvunnar og þaðan er einfalt að skreppa í bókaversl- unina iBooks. Verslunin sem slík er ágæt en mjög amerík- anseruð enn um sinn með tilvísanir á metsölu- lista The New York Times. Væntanlega batn- ar úrvalið í hlutfalli við landnám tölvunnar á komandi árum. Þetta kom þó ekki að sök enda mögulegt að leita eftir bókum í leitarvél iBooks og þar fyrst kom raunverulegt úrval í ljós. Bókakaupin sjálf er sáraeinföld. Þrátt fyrir að tölvan hafi verið með nokkr- um bókum leiddist mér valið og var ég ólmur í lestur bóka á mínu áhugasviði. Verð rafrænu bókanna voru eintóm vonbrigði. Nýlegar bækur eru í kringum þrettán dollara stykkið, kringum sautján hundruð krónur, sem er litlu ódýrara en kilja út úr búð. Þá virðast þær í fyrstu dýrari en hljóðbækur, sem verður að teljast einkennilegt. Kosturinn við iBooks er engu að síður sá að netverjum gefst kostur á að ná í sýnishorn af bókum sem þar er að finna, alla jafna allt frá kápu fram að öðrum, stundum þriðja kafla. Lestur bóka á iPad-tölvuna var undarleg- ur í fyrstu fyrir óvanan. Hann venst fljótt og þegar birtuskilyrði höfðu verið stillt var tilfinningin fyrir því að lesa brot úr þrek- virkinu Ulysses eftir James Joyce af tölvu- skjá fremur en í kilju horfin út í veður og vind. Gott ef söknuður gerir ekki vart við sig í hvert sinn sem ég fletti tímariti þessa dagana. Það er svo miklu þægilegra með iPad-inum. Heitasta sófatæki í heimi Fáar ef nokkrar tölvur hafa fengið jafn mikla athygli og iPad-tölvan frá Apple sem kom á mark- að í byrjun mánaðar. Tölvuframleiðendur eru á fullu þessa dagana og búa sig undir harða sam- keppni um handhægar og léttar tölvur sem fara vel í hendi. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson naut þess að liggja uppi í sófa heila helgi með gripinn. Örgjörvi: 1-GHz Apple 4-örgjörvi Stýrikerfi: iPhone OS 3.2 Skjár: LED-baklýsing. Upplausn: 1024 x 768. Mest 720p. Minni: Harður diskur er ekki í iPad-tölvunni. Í stað þess er innbyggt skyndiminni frá 16 GB til 64 GB. Nettenging: Wi-Fi / 3G kemur síðar Grafíkkort: PowerVR SGX Aukatengi: Hljóðtengi Verð: 499 til 599 dalir Stærð: 24,3 x 19,0 cm Þykkt: 1,3 cm Þyngd: 0,68 kg Endingartími rafhlöðu: 10 tímar hið minnsta. Dugar lengur. TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR Heimsbyggðin fær að kynnast iPad-tölvunni í enda maí. Til stóð að markaðssókn hæfist nú um mánaðamótin en mikil eftirspurn eftir græjunni á heimamarkaði olli því að skarð var sett í áætlanir. Fyrstu löndin sem fyrirhugað er að iPad-inn nemi eru Ástralía, Kanada, Japan og stærstu lönd Evrópusam- bandsins. Mikil eftirspurn eftir iPad-tölvunni í Banda- ríkjunum kann að fresta áætlunum um sölu tölvunnar hér á landi en líkt og áður hefur komið fram má í fyrsta lagi búast við að hún komi hingað fyrir jólin. Málið strandar á skorti á íslenskum stöfum á lyklaborðinu. Sá skortur skiptir litlu máli, miðað við fyrstu prófun enda býður innbyggða lyklaborðið ekki upp á mikla ritvinnslu yfirhöfuð. APPLE FRESTAR LANDNÁMI GÓÐUR GRIPUR Ipad er ein þægilegasta afþreyingagræja sem hægt er að hugsa sér að mati Jóns Aðalsteins en lyklaborðið býður ekki upp á mikla möguleika og þung vinnsla gengur illa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN IPAD Í HNOTSKURN Frábær tölva til lesturs bóka og tímarita af skjá og fyrir minni verk, svo sem netráp, tölvupóstaskrif, uppfærslu á Facebook-stöðu og annað lítilræði. Þá dugar rafhlaðan lengur en í tíu tíma. Aðeins um klukkustund tekur að hlaða tölvuna að nýju. Mikil vinnsla gengur illa. Innbyggt lyklaborðið býður heldur ekki upp á mikla möguleika og því nauðsynlegt að hafa utanáliggjandi lyklaborð við hendina. Þá skortir samkeyrslu nokkurra forrita í einu auk myndavélar líkt og er í flestum fartölvum. Reikna má með að næsta kynslóð tölvunnar búi yfir mörgu af því sem nú vantar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.