Fréttablaðið - 01.05.2010, Side 80
48 1. maí 2010 LAUGARDAGUR
| |
11:30 14:00 | 18:00 23:30
2008
GO LIST
tveir fyrir einn
við byrjum í kvöld
Dagur í vinnu hjá litlu útgáfufyrirtæki er fjölbreyttur, skapandi og skemmti-
legur. Valdís Thor er ljósmyndari og starfar sem dreifingarstjóri hjá útgáfufyr-
irtækinu Kimi Records. Kimi gefur út fjöldann allan af frábæru tónlistarfólki
og eins og hjá litlum fyrirtækjum er Valdís með puttana í flestu sem viðkem-
ur skipulagi tónleika, dreifingu á plötum og samskiptum við tónlistarmenn.
Fréttablaðið fékk að fylgjast með hefðbundnum degi í útgáfubransanum.
Framsæknir tónar
MYNDBROT ÚR DEGI Fimmtudagurinn 29 apríl | myndir úr
Canon 40d
6
Eftir vinnudaginn var ég samferða Degi og
Loja í Sudden Weather Change út af Kima
skrifstofunni sem er staðsett í plötubúðinni
Havarí í Austurstræti. Þeir voru að skila
okkur masternum af nýrri 7” sem kemur út
á næstunni! Ég hlakka mikið til enda skemmtilegir
strákar og frábært band.
3
Hér er ég á leiðinni út úr plötubúðinni Havarí með hend-
urnar fullar af bestu og framsæknustu tónlist sem
Ísland hefur upp á að bjóða, brakandi ferska, blíðlega og
blóðgandi tóna.
1
Morgunstund gefur gull í mund. Hér er fallegi maður-
inn minn Gylfi að geispa golunni ( eða þannig). Sama
hversu snemma ég vakna finnst mér ég alltaf vera á
seinasta snúningi út. Þá eru kaffi og sígó velkomn-
ir ferðafélagar á göngu minni niður Bankastræti á
morgnana. Og þetta er ekki slæm sjón að sjá áður en ég tekst
á við daginn. 4
Ég skaust í hádeginu til þess að kaupa mér
„nýja“ gamla myndavél í Fotoval. Ég er að
fara til St. Pétursborgar að heimsækja vin-
konu mína á mánudaginn og ef það er ekki
tilefni í nýja vél þá veit ekki hvað það er.
2
Hér er Kristján Freyr, vinnufélaginn minn,
að tala við Baldvin Esra á okkar reglulegu
Skype-morgunfundum. Það er nóg að gerast
hjá okkur núna þar sem við erum að leggja
lokahönd á næstu útgáfur Kima sem verða
með hljómsveitunum Miri og Swords of Chaos. Hér
er Kristján að sýna Balla plakat með dúettnum Quadr-
uplos, en hann var að gefa út plötu hjá undirútgáfu
Kimi Records, Brakinu.
5
Í gleðivímunni hélt ég áfram vinnudeginum.
Nú var ferðinni heitið á vinnustofuna Ás í
Brautarholti. Þar var ég að sækja Hjaltalín
diska úr plöstun. Á myndinni eru dugnaðar-
forkarnir sem plöstuðu herlegheitin. Það er
alltaf voða gaman að koma þangað, allir eru svo hjálp-
legir og góðir. Ég labba ávallt út með bros á vör.