Fréttablaðið - 01.05.2010, Side 84

Fréttablaðið - 01.05.2010, Side 84
52 1. maí 2010 LAUGARDAGUR BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Stjórnmálaskoðanir mínar eru ekkert leyndarmál og hafa aldrei verið. En ef ég léti það út úr mér að það eyðilegði sam- band mitt við konuna mína að margir Sjall- ar væru líka vel kvæntir yrði ég vonandi álitinn eitthvað skrýtinn. Enda væru skoð- anir mínar þá hættar að vera skoðanir og orðnar að svo inngróinni gremju að stapp- aði nærri geðrænu vandamáli – fóbíu. En hvernig er brugðist við þegar því er lýst yfir að hjónavígsla samkynhneigðra vegi að hjónabandi gagnkynhneigðra? Þá er það af einhverjum ástæðum meðhöndlað eins og gilt innlegg í vitræna umræðu, en ekki það sem það augljóslega er – fóbía. Í vikunni varð sá sorglegi atburður að prestur sagði hjónavígslu samkyn- hneigðra eyðileggja hjónabandið í viðtali. Þetta studdi hann þó ekki öðrum rökum en þeim að aðrar kirkjur hafi ekki stigið þetta skref. Það er rangt. Kenninganefnd sænsku þjóðkirkjunnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að viðurkenna beri að fullu hjónaband einstakl- inga af sama kyni. HJÓNABAND er borgara- leg stofnun sem að kristnum skilningi er helguð við kirkju- lega athöfn. Það er því verald- legra yfirvalda að skilgreina hjónaband, ekki kirkjulegra. Kirkjan getur aftur á móti kosið að vígja það samkvæmt sínum skilningi – ekki Hagstofunnar. En kirkjan verður þá að geta rökstutt skilning sinn. KRISTINN hjónabandsskilningur byggir ekki á frjósemi. Gagnkvæmni kynjanna, sem tákn óþarfrar frjósemi, getur því ekki heldur verið grunnur hennar. Það er m.ö.o. ekki kynlíf eða kynferði hjónanna sem helgar hjónabandið heldur heitorð þeirra og ásetningur. Kristið hjónaband er, svo vitnað sé í biskup, sáttmáli um „ævar- andi tryggð, ást og virðingu“. Hjónin heita hvort öðru „ævitryggðum, að eiga saman gleði lífsins og sorg, önn og yndi daganna“. „Ást þeirra tveggja sem leggja líf sitt í hvors annars [sic] hendur í skilyrðislausri tryggð og kærleika, er ætlað að endur- spegla kærleika Krists.“ Ást hjóna er því eins og neisti af kærleika Guðs. Ekkert af þessu útilokar samkynhneigða frá hjóna- bandi. Það er því eitthvað annað. NIÐURSTAÐA prestastefnu í fyrradag var, að mínu mati, stéttinni til lítils sóma. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Aðeins þarf að skoða kenni- tölur fylkinganna til að sjá hvorri Guð mun gefa sigur – með tímanum. STOFNUN, sem vill vera kirkja Krists á jörð, mismunar nefnilega engum. Engum. Kjarklaus eins og klerkur Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tryggðu þér miða á eina af rómuðustu sýningum Vesturports Takmarkaður sýningafjöldi Miðasala er hafin! ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Skordýr sem eru adrenalínfíklar... Þú ert fal- legur maður Pondus! Ehm, takk fyrir það! Ertu kvæntur? Hamingju- samlega? Það er ég. Algjörlega. Þetta segja þeir allir! Eigum við ekki... við tvö? Fröken, þú gerir bara hvað sem er! Það er hár- rétt hjá þér! Heim til mín? Djís- es! Er þetta ekki gaman? Allt í góðu Pierce? Ég á bara svolítið erfitt með að koma mér í gang á morgnana. Klukkan er 16.30. Ókei, mjög erfitt. Allt gott. Hannes! Þú ert í stuttbux- um! Já? Og? Skilurðu ekki hvað það þýðir? Hvað ertu að tala um? Þetta er eins og fyrsti túlípaninn, fyrsti fífillinn eða fyrsta lóan! Ég er búinn að sjá fyrsta lúða vorsins! Ég sagði mömmu að fjólublár væri ekki minn litur!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.