Fréttablaðið - 01.05.2010, Side 86

Fréttablaðið - 01.05.2010, Side 86
54 1. maí 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is > Ekki missa af … Tveir færeyskir kórar sækja Ísland heim þessa dagana. Þetta eru kórarnir Glymur og Dropinn. Glymur verður með ókeypis tónleika í dag í Norræna húsinu kl. 18. Á dagskránni eru bæði gamlir og nýir færeyskir söngvar. Dropinn verður með tónleika í Norræna húsinu á morgun kl. 15 og verður dagskráin með rokkívafi. Líkt og mörg fyrri ár hefur vorsýning listnema við Listaháskólann og forvera hans vakið mikinn áhuga almennings. Þúsundir gesta hafa lagt leið sína á sýninguna í aðalstöðvum Lista- safns Reykjavíkur frá því að hún var opnuð fyrir viku. Gefst ekki annað tækifæri betra en að finna hjartsláttinn í ungu listafólki sem á þessu vori er að feta sig út á listbrautina. Þar má sjá verk útskriftarnemenda í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Í ár sýna 79 nemendur verk sín – 47 í hönnunar-og arkitekúrdeild og 32 í myndlist- ardeild. Um helgina verður opið í Hafnarhúsi og á sunnudag kl. 15 ætla sýningarstjórar, Daníel Karl Björnsson og Jóhann Sigurðsson, að leiða gesti um sýninguna og spjalla um það sem fyrir augu ber. Góð aðsókn að nemendasýningu MYNDLIST Eitt verka á sýningunni í Listasafni Reykja- víkur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ath á morgun kl. 16. Vortónleikar Kammerkórs Mosfellsbæjar með titlinum „Ástaróður“ verða á torginu í Kjarnanum í Mosfellsbæ á morgun kl. 16. Á efnisskránni verður lögð áhersla á ástarsöngva frá ýmsum löndum og tíma- bilum með fjölbreyttri tónlist allt frá endurreisn fram til dagsins í dag. Flutt verða meðal annars verk eftir Bítlana, Leonard Cohen, Gunnar Reyni Sveins- son, F. Pilkington og A. Vivaldi. Stjórn- andi kórsins er Símon H. Ívarsson og meðleikari er Arnhildur Valgarðsdóttir. Í ár eru 125 ár liðin frá fæðingu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, en hann fæddist 1. maí 1885. Jónas er líklega þekktastur fyrir stjórn- málastörf sín en hann var einn af stofnendum Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins og einn helsti leiðtogi Samvinnuhreyfingarinnar. Hann var einnig ritstjóri Skinfaxa, en í grein í því 1913 segir Jónas: „Við megum ekki gleyma því að í landinu hefur myndast hópur fjár- glæframanna, sem aðallega gera sér að atvinnu að stofna til félaga, sprengja þau og hirða molana. Þeir menn eru lausir við flestar siðleg- ar hömlur. Fjárgræðgin knýr þá áfram; hegningarhúsið er hið eina sem þeir forðast. Þessvegna beita þeir kænsku sinni til að svíkja lögum samkvæmt; þvílíkir ræn- ingjar eru mestu skaðræðismenn samtíðarinnar.“ Jónas frá Hriflu skrifaði ein- hverja langlífustu kennslubók Íslands, Íslandssaga handa börn- um, sem kennd var í barnaskólum landsins í sjö áratugi, en hún kom fyrst út 1915. Bókina má líta á sem minnisvarða þeirrar kynslóðar sem bar uppi sjálfstæðisbaráttu Íslend- inga og hún er kjörgripur Þjóðar- bókhlöðunnar í maímánuði. Fégræðgin knýr þá … MENNING Í dag eru 125 ár liðin frá fæð- ingu Jónasar Jónssonar frá Hriflu. MYND FRÉTTABLAÐIÐ Í hartnær þrjár vikur hefur myndlistarkonan Hekla Dögg Jónsdóttir haldið til í galleríi Kling og Bang á Hverfisgötu og opnað nýja kima reglulega í sýningar- rýminu. Í dag heldur hún uppteknum hætti og opnar fjórða og fimmta þátt sýningar sinnar, „Opnanir“, og öll verk sýningarinnar verða til sölu þessa síðustu sýningarhelgi. Í dag kl. 17 gefst áhorfendum kostur á að sjá sýninguna „Opn- anir“ fullkláraða. Sýningin hefur þróast og vaxið yfir sýningartíma- bilið með nýjum verkum í hverri viku. Haldin hefur verið opnun um hverja helgi frá 10. apríl. Í fyrsta þætti sýningarinnar var skúlptúr settur upp, eins konar millivegg- ir, innsetning sem skipti galleríinu upp í fjögur sjálfstæð rými. Síðan þá hefur Hekla Dögg haft opnun á sýningu í sérhverju rými fyrir sig. Í einu rýminu hafa Hekla Dögg og Kolbeinn Hugi Höskuldsson unnið saman innsetningu með vídeóverki og ljósaskúlptúrum sem bregðast við tónlist. Í öðru rými, sem opnað var um síðustu helgi, er skúlptúr, stór origami- köngull, en í honum þenur Hekla mörk stærðfræðiformúlu origami og þungi pappírsins togast á við verkfræði brotanna í pappírnum. Kling & Bang gallerí er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl.14 til 18. - pbb HEKLA DÖGG OPNAR SIG MYNDLIST Innsetning á sýningu Heklu Daggar í Kling og Bang. MYND: HEKLA DÖGG/KLING OG BANG * Ei nu ng is e r gr ei tt u p p ha fg ja ld 6 k r. a f hv er ju s ím ta li. M án .v er ð 1. 76 5 kr . E N N E M M / S ÍA / N M 41 0 3 8 E N N E M M / S ÍA / N M 4 1 0 3 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.