Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 88

Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 88
56 1. maí 2010 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 01. maí 2010 ➜ Tónleikar 16.00 Kvennakór Léttsveitar Reykja- víkur flytur bjartsýnis- og baráttusöngva í Menningarhúsinu á Dalvík við Goða- braut 2. 17.00 Ísafoldarkvartettinn heldur tónleika í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. Á efnisskránni verða strengja- kvartettar eftir J. Haydn, M. Ravel og J. Brahms. 17.00 og 20.00 Söngdeild Tónlistar- skóla FÍH flytur verkið Lifun eftir Trúbrot á tvennum tónleikum í Hátíðarsal FÍH við Rauðagerði 27. 18.00 Færeyski kórinn Glymur heldur tónleika í Norræna húsinu við Sturlu- götu. Á efnisskránni verða bæði gamlir og nýir færeyskir söngvar. Enginn aðgangseyrir. 22.00 Jeff Who?, Biggi Bix, OJBA RASTA og Kakali koma fram á tónleikum á Sódómu Reykjavík við Tryggvagötu. ➜ Sýningar Ferðasýningin Íslandsperl- ur í Perlunni stendur yfir nú um helgina. Að sýningunni standa mark- aðstofur landshlutanna í ferðaþjónustu, Ferðaþjón- usta bænda, Opinn landbúnaður og Beint frá býli. Opið laugardag og sunnu- dag kl. 10-17. ➜ Opið hús Opið hús verður að Korpúlfsstöðum kl. 13-17 þar listamenn taka á móti gestum og gangandi. Þar verður einnig opnuð vorsýning Myndlistaskólans í Reykjavík þar sem verk nemenda 6-12 ára verða sýnd. Allir velkomnir. ➜ Leikrit 19.00 Leikhópurinn Börn Loka sýnir verkið Glerlaufin eftir Philip Ridley í Norðurpólnum við Sefgarða á Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar á www.midi.is. 20.00 Nemendaleikhúsið sýnir leikritið Stræti eftir Jim Cartwright. Sýningar fara fram í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Nánari upplýsingar á www.lhi.is og www.midi.is. ➜ Kvikmyndahátíð Ítölsk kvikmyndahátíð undir yfirskriftinni „Sögur af innflytjendum” stendur yfir í Norræna húsinu við Sturlugötu til 3. maí. Enginn aðgangseyrir og allir vel- komnir. Enskur texti. Nánari upplýsingar á www.nordice.is. 20.00 Sýnd verður kvikmynd Giorgio Diritti Il vento fa il suo giro (2005). Sunnudagur 02. maí 2010 ➜ Tónleikar 13.15 Gissur Páll Gissurarson tenór og Nathalía Druzin Halldórsdóttir messósópran halda tónleika í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi (Gerðuberg 3-5) ásamt píanóleikaranum Nínu Mar- gréti Grímsdóttur. Á efnisskránni verða aríur, ljóð og rússnesk sönglög eftir meðal annars Tsjaíkovskí, Rachmaninoff og Verdi. Enginn aðgangseyrir. 14.00 Söngfélag Skaftfellinga heldur tónleika í Seltjarnarneskirkju við Kirkju- braut. Flutt verða íslensk og erlend sönglög undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar. 15.00 Færeyski kórinn Dropinn verð- ur með tónleika í Norræna húsinu við Sturlugötu. Dagskráin verður með rokkívafi. 17.00 Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Seljakirkju við Hagasel. Einnig koma fram á tónleikunum Sam- kór Mýramanna. ➜ Kvikmyndahátíð Ítölsk kvikmyndahátíð í Norræna húsinu við Sturlugötu. Nánari upplýsing- ar á www.nordice.is. 20.00 Sýnd verður kvikmynd Gianni Amelio, Lamerica (1994). ➜ Leiðsögn 14.00 Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna Ástríðulist sem nú stendur yfir í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi (Gerðuberg 3-5). Sýningin samanstend- ur af verkum tæplega 30 lærðra og leik- inna listamanna og koma víða að. 14.00 Jóna Þorvaldsdóttir verður með leiðsögn um ljósmyndasýninguna Skynjanir sem nú stendur yfir í Ljós- myndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu (6. hæð). Opið virka daga kl. 12-19 og um helgar kl. 13-17. 14.00 Í Þjóðminjasafninu við Suður- götu verður boðið upp á leiðsögn um safnið sem ætluð er börnum á aldrin- um 5-8 ára. 15.00 Daníel Karl Björnsson og Jóhann Sigurðsson verða með leiðsögn um sýningu nemenda Listaháskóla Íslands sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. Útrás íslenskra skálda er stað- reynd. Forlög þeirra hér á landi eru iðin við að láta vita af fram- gangi sinna manna á erlendum markaði. Þannig kom barnabók- in Dvergasteinn eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson út á finnsku fyrr í mánuðinum hjá Bokförlaget Idun í þýðingu Päivi Kumpulain- en með nýjum myndskreyting- um eftir finnska teiknarann Timo Koljonen. Dvergasteinn er þriðja bók Aðal- steins sem kemur út í Finnlandi, en áður hefur forlagið Idun gefið út bækur hans Brúin yfir Dimmu og Ljósin í Dimmuborg. Á finnsku hefur Dvergasteinn hlotið aðeins lengra nafn en á íslensku eða Halt- ia joka kadotti hohtokivensä sem þýðir Dvergurinn sem glataði gljá- steini. Bókaforlagið Idun gefur út þýddar barnabækur á finnsku og sænsku. Aðalsteinn Ásberg kom fram á norrænum dögum í bænum Kuopio í síðustu viku og kynnti þá meðal annars Dvergastein, auk þess að heimsækja skóla og leikskóla þar sem hann flutti ljóð og söngva, en þar var þýðandinn Marjakaisa Matthíasson honum til fullting- is, en hún hefur auk Dimmu-bók- anna þýtt bæði ljóð og söngtexta eftir hann. Skáldsaga Hallgríms Helgason- ar, 10 ráð til að hætta að drepa fólk og byrja að vaska upp, er nýkom- in út í Þýskalandi og hefur feng- ið góðar viðtökur. Þarlendir gagn- rýnendur keppast við að lofa hana í hástert og fékk bókin til að mynda fimm stjörnur í tímaritinu Stern og í stórblaðinu Frankfurter All- gemeine er hún sögð „fyndnasta og þéttasta bók Hallgríms Helgason- ar til þessa“. Fyrsta upplag bókar- innar seldist upp á tveimur vikum og annað upplag er senn á þrotum, en salan tók mikinn kipp eftir að Christine Westermann, áhrifamik- ill þýskur gagnrýnandi, mælti með bókinni í þætti sínum á WDR 2, og sagði: „Mann langar til að hringja í vin sinn á þriðju hverri blaðsíðu til að lesa upp fyrir hann kafla svo hann geti hlegið með manni.“ Tvö leikhús á þýska málsvæðinu hafa þegar falast eftir því að sviðs- setja söguna og er staðfest að leik- sýning byggð á bókinni verði frum- sýnd í Borgarleikhúsinu í Salzburg haustið 2011. Bókin hefur einnig komið út í Danmörku og Hollandi og í vik- unni kom hún út í Rússlandi. Þá er hún væntanleg í Póllandi í maí og í Noregi, Tékklandi og á Ítalíu síðar á árinu. Þá voru fregnir nýlega af vel- gengni Stefáns Mána á erlendri grund en skáldsaga hans, Svart- ur á leik, kemur út í Frakklandi innan tíðar hjá forleggjaranum Gallimard sem einnig hefur gefið út Skipið eftir sama höfund. Skip- ið hefur fengið frábærar viðtökur og glæsilega dóma en til stendur að prenta annað upplag af henni innan skamms. Stefán Máni er afar kátur með viðbrögðin en hann er nýkominn heim af bókmenntahátíð í Frakk- landi og hefur þegar fengið óskir um að mæta á fleiri slíkar í næsta mánuði. - pbb Íslensk skáldverk í útlöndum BÓKMENNTIR Verk eftir Hallgrím Helgason, Aðalstein Ásberg og Stefán Mána eru að koma út í þýðingum á meginlandi Evrópu þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Landsýn Norræna húsið Nordens Hus – Pohjolan Talo – Nordic House Dagana 1. og 2. maí Færeyskur kórsöngur Tveir færeyskir kórar verða með tónleika í Norræna húsinu um helgina. Þann 1. maí kl. 18:00 verður kórinn Glymur með tónleika, á dagskránni eru gamlir og nýir færeyskir söngvar. Þann 2. maí kl. 15:00 verður kórinn Dropinn með tónleika og er þeirra dagskrá með rokkívafi . Frítt er inn á báða tónleikana. Dagana 29. apríl – 3. maí kl. 20:00 Ítölsk kvikmyndahátíð 2010 Myndirnar sem sýndar verða fjalla um átök á milli menningarheima og hvað gerist þegar sögupersónur komast í kynni við annað fólk og aðra menningu sem er ólík þeirra eigin. Allar myndirnar eru sýndar með enskum texta. Frítt er inn á allar myndirnar. Opið virka daga frá 12-16:30, helgar frá 10– 16:30 Tilraunalandið Meðal tilrauna og tækja sem gestir kynnast eru Sápukúluborðið, Kúlubekkurinn, Brunnurinn skjálfandi, Ölduvaggan, risahúsgögn, loftpúðaborð, strimla spegill, hvirfi lfl öskur og orkuhjól. Í Tilraunalandinu verða líka magnaðar sýnitilraunir eins og Eldorgelið og Teiknirólan Róló Pendúla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.