Fréttablaðið - 01.05.2010, Síða 96

Fréttablaðið - 01.05.2010, Síða 96
64 1. maí 2010 LAUGARDAGUR Amy Scobee, rithöfundur og fyrrum meðlimur Vísindakirkjunnar, sagði nýlega að leikarinn Tom Cruise fylgdist grannt með hverju skrefi eiginkonu sinnar, leikkonunnar Katie Holmes. „Tom er umkringdur fólki frá Vísindakirkjunni og það fólk stýrir lífi hans og Katie. Þessir aðilar fylgjast með öllu sem Katie gerir og láta svo Tom vita. Þannig kemst hann að því hvort hún er að reykja, borði rétt og daðri við mótleikara sína. Hún er mjög reið yfir þessu því hún hefur misst samband við vini sína og er þess í stað umkringd meðlimum Vísindakirkj- unnar,“ sagði Amy. Auk þess segir hún dóttur þeirra hjóna fá að leika lausum hala og hlýði engum. „Tom trúir því að Suri sé gömul sál í litl- um líkama. Fóstrurnar mega ekki siða hana til því hún á að fá að tjá sig að vild.“ Fylgist með Katie UNDIR EFTIRLITI Katie Holmes er undir ströngu eftirliti meðlima í Vísinda- kirkjunni. NORDICPHOTOS/GETTY „Þetta er rétt, Dagur er ekki leng- ur hluti af þessu verkefni,“ segir Jóhann Ævar Grímsson handrits- höfundur. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkru að Dagur Kári hygðist leikstýra nýrri sjón- varpsþáttaröð undir vinnuheitinu Betlehem. Jóhann Ævar skrifaði hand- ritið og þetta vakti eðli- lega nokkra athygli þar sem Dagur er einn fremsti leik- stjóri landsins. En af því verður ekki og segir Jóhann að ekki sé vitað hvort og hvenær farið verði af stað í tökur. „Við sjáum bara til, handrit- ið er alla- vega til- búið og þetta getur gerst og getur ekki gerst. Þetta fer allt eftir fjár- mögnun og tíma,“ segir Jóhann. Næst á dagskrá hjá Degi Kára er að semja tónlistina við kvik- myndina Brim eftir Árna Ólaf Ásgeirsson en þar fer leikhópur- inn Vesturport með aðalhlutverkin. Kvikmyndin er byggð á samnefndu leikriti Jóns Atla Jónassonar en reiknað er með að myndin verði frum- sýnd í haust. Eins og Fréttablaðið greindi frá er Dagur fastur í New York og gerði sér vonir um að kom- ast heim í gær. Hins vegar var öllu flugi frestað og því kemst leikstjórinn ekki heim frá stór- borginni. - fgg Dagur hættur við að leikstýra Betlehem Leikkonan Halle Berry og hinn kanadíski Gabriel Aubry hafa ákveðið að halda hvort sína leið eftir fimm ára samband. Parið á saman eina dóttur og hafa þau ákveðið að deila forræðinu yfir henni. „Gabriel fannst samband- ið ekki vera að ganga. Þegar þau byrjuðu fyrst saman fann hann ekki fyrir aldursmuninum, honum fannst hún fallegasta kona sem hann hafði á ævinni hitt og var ástfanginn. En með tímanum fann hann betur og betur fyrir aldurs- mun þeirra,“ var haft eftir heim- ildarmanni. Parið skilur í góðu og á þegar að hafa deilt öllum eignum sínum bróðurlega á milli sín. Berry á lausu HÆTT SAMAN Halle Berry og Gabriel Aubry hafa slitið sambandi sínu. Hljómsveitin Seabear er nýlögð af stað í stóra tónleika ferð um Evrópu til að kynna plötu sína We Built A Fire. Trommuleik- ari sveitarinnar, Kjartan Bragi Bjarnason, er þó ekki með í för því hann var að eignast sitt fyrsta barn. „Ég er nýbúinn að eignast barn þannig að ég fer ekki langt, ekki alveg á næstunni,“ segir Kjart- an Bragi, sem eignaðist son fyrir mánuði. „Það var bara fenginn annar drengur til að hlaupa í skarðið,“ segir hann og á þar við Arnar Inga Viðarsson, trommara Dynamo Fog og Retron. „Hann rúllar þessu upp þannig að ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu.“ Kjartan, sem er líka meðlimur Kimono, hefur áður misst af tón- leikaferðum erlendis með Seabe- ar. Síðast var það í fyrra þegar sveitin hitaði upp fyrir múm á fimm vikna tónleikaferðalagi. Þá var það vinnan sem hélt honum heima við en hann er verslunar- stjóri hjá Steinari Waage í Smára- lind og hefur í nógu að snúast í því starfi. Seabear hefur verið á tónleika- ferð síðan í febrúar. Fyrst fór sveitin til Þýskalands og síðan til Bandaríkjanna í tæpar þrjár vikur. Tónleikaferðin núna stend- ur einnig yfir í þrjár vikur þar sem ferðast verður meðal annars til Svíþjóðar, Þýskalands, Bret- lands og Hollands. „Það kemur túr eftir þennan túr. Ég sé ekkert eftir því að vera ekki að fara í þennan túr. Maður er alveg að fatta það núna,“ segir Kjartan, sem fylgist engu að síður með hvernig geng- ur með aðstoð Sigurðar Magnús- ar Finnssonar, slagverksleikara í Singapore Sling sem skipuleggur tónleikaferðir Seabear. Til stendur að hljómsveitin fari fleiri tónleikaferðir í haust um Evrópu og Bandaríkin og stefn- ir Kjartan á að vera með í þeim. „Ég reikna með því en ég á eftir að tala við vinnuveitendurna,“ segir hann og kímir. Útgáfutónleikar Seabear vegna nýju plötunnar verða síðan haldn- ir 9. júlí í Iðnó og geta íslenskir aðdáendur sveitarinnar því tekið daginn frá. freyr@frettabladid.is Trommarinn varð eftir heima SEABEAR Hljómsveitin Seabear er á tónleikaferðalagi um Evrópu um þessar mundir. Kjartan er lengst til hægri á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EKKI LENGUR MEÐ Dagur Kári er ekki lengur með í sjón- varpsþáttaröðinni Betlehem. Jóhann Ævar Grímsson segir ekki vitað hvenær þáttaröðin fari af stað. N O R D IC PH O TO S/G ETTY 42714 01152 Stærðir: 39 - 47 24294 51052 Stærðir: 39 - 46 50784 53859 Stærðir: 41 - 46 Urban Light Trace Glide 40984 54997 Stærðir: 39 - 47 48664 00101 Stærðir: 39 - 47 51504 01001 Stærðir: 41 - 47 Pacer Jersey Neobasic ECCO HERRASKÓR fyrir allan aldur KRINGLAN SÍMI 553 80 50 16.995 17.995 15.995 15.995 16.995 17.995 FRELSI TIL FERÐA – námskeið við fl ughræðslu Kvíðameðferðarstöðin býður nú upp á námskeið við fl ughræðslu í samstarfi við Flugfélag Íslands. Á námskeiðinu verða kenndar leiðir hugrænnar a erlis- meðferðar l að draga úr fl ughræðslu með það að marki að fólk eigi hægar um vik með að ferðast. Stjórnendur námskeiðsins eru Gunnar Guðjónsson fl ugstjóri, dr. Eiríkur Örn Arnarson og sálfræðingar Kvíðameðferðarstöðvarinnar. Námskeiðið hefst mánudaginn 10. maí 2010 og stendur yfi r í 4 vikur, 1x í viku í 3 klst í senn. Skráning fer fram hjá Kvíðameðferðarstöðinni í síma 534-0110/822-0043 eða á kms@kms.is, nánari upplýsingar á www.kms.is en skráningu lýkur fi mmtudaginn 6. maí n.k.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.