Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 102

Fréttablaðið - 01.05.2010, Page 102
70 1. maí 2010 LAUGARDAGUR KÖRFUBOLTI Ingi Þór Steinþórsson átti frábært fyrsta ár í Hólm- inum og undir hans stjórn urðu Snæfellingar tvöfaldir meistar- ar og náðu Íslandsbikarnum loksins í Hólminn eftir áralanga baráttu liðsins meðal þeirra bestu. Snæfellsliðið setti með því met með því að vera fyrsta liðið sem verður meistari eftir að hafa endað neðar en fimmta sæti í deildinni. Snæfell endaði í 6. sæti og var því aldrei með heima- vallarrétt í allri úrslitakeppninni. Gamla metið var sett fyrir áratug þegar KR-ingar enduðu í 5. sæti en fóru alla leið og unnu titilinn. Svo skemmtilega vill til að Ingi Þór Steinþórsson var líka á sínu fyrsta ári með KR-liðið þegar liðið setti metið fyrir tíu árum síðan. Þegar betur er gáð er margt líkt með þess- um tveimur frumraunum Inga með sín lið nema að það má segja að þetta hafi verið ný og endurbætt útgáfa því að þessu sinni vann hann báða stóru titlana í stað þess að vinna gull og silfur fyrir tíu árum síðan. „Hefur einhver komið með svona sprengju inn í félag?” spurði fyrirliðinn Hlynur Bæringsson blaða- mann eftir leikinn og það verður erfitt að finna aðra eins byrjun og hjá manninum sem KR-ingar vildu ekki fá í brúna fyrir ári. Hvort sem þetta er tilviljun eða hrein uppskrift að árangri þá hefur Ingi Þór þrætt sömu leiðina að árangri á þessum tveimur árum. Hér fyrir neðan má sjá hversu margt þessi tvö meistaralið Inga Þórs eiga sameiginlegt. ooj@frettabladid.is Titill á fyrsta ári með lið 2000 Íslandsmeistari með KR 2010 Íslands- og bikarmeistari með Snæfelli Tekur við af spilandi þjálfara sem hélt áfram að spila 2000 Tók við af Keith Vassell 2010 Tók við af Hlyni Bæringssyni og Sigurði Þorvaldssyni Tók við liði sem hafði síðast verið sópað út úr lokaúrslitum 2000 KR tapaði 0-3 á móti Njarðvík í úrslitunum 1998 2010 Snæfell tapaði 0-3 á móti Keflavík í úrslitum 2008 Tók við liði sem var búið að bíða lengi eftir þeim stóra 2000 KR hafði ekki unnið Íslandsmeistaratitilinn í tíu ár 2010 Snæfell hafði aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn Kemst í bikarúrslitaleik á móti Grindavík 2000 Tapaði 55-59 á móti Grindavík 2010 Vann 92-81 sigur á Grindavík Var ekki með heimavallarrétt í 8 liða úrslitum 2000 Endaði í 5. sæti í deildinni 2010 Endaði í 6. sæti í deildinni Vann fyrirtækjameistarana 2-0 í 8 liða úrslitum 2000 Vann 2-0 sigur á Tindastóli 2010 Vann 2-0 sigur á Grindavík Vann deildar- meistarana í oddaleik í undan- úrslitum 2000 Vann 78-55 sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni 2010 Vann 93-83 sigur á KR í DHL-höllinni Tapaði fyrsta leikn- um í lokaúrslitum 2000 Tapaði 64-67 í Grinda- vík 2010 Tapaði 78-97 í Keflavík Varð Íslandsmeistari 2000 Vann titilinn í fjórða leik í DHL-höllinni 2010 Vann titilinn í fimmta leik í Keflavík INGI ÞÓR 2.0 Það er ótrúlega margt líkt með titlinum hans á fyrsta ár- inu með KR 2000 og á fyrsta ári hans með Snæfell. KÖRFUBOLTI Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells, átti frábært úrslitaeinvígi með liðinu en hann var með 21,0 stig, 13,2 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leikjum fimm á móti Keflavík. Hlynur komst með þessu í fámennan hóp en hann er aðeins þriðji fyrirliðinn í sögu lokaúr- slitanna sem nær að skora yfir 20 stig að meðaltali í leik í úrslita- einvíginu. Hinir tveir í hóp með Hlyn eru Valur Ingimundarson (með Njarðvík 1985 og 1986) og Brent- on Birmingham (með Njarðvík 2001). Valur skoraði 27 stig að meðaltali þegar Njarðvík vann 2-0 sigur á Haukum 1986 og 26,7 stig að meðaltali árið eftir þegar Njarðvík vann 2-1 sigur á Hauk- um 1985. Brenton Birmingham skoraði 23,3 stig að meðaltali þegar Njarðvík vann 3-1 sigur á Tindastóli fyrir níu árum. -óój Hlynur Bæringsson: Í hóp með Val og Brenton HLYNUR BÆRINGSSON Frábær í lokaúr- slitunum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Snæfellingurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson varð í fyrrakvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum. Pálmi varð aðeins annar leikmaðurinn sem nær að vera Íslandsmeistari tvö ár í röð hvor með sínu liði. Pálmi vann titilinn með KR 2007 og 2009. Pálmi jafnaði þar með afrek Axels Nikulássonar sem varð Íslandsmeistari með Keflavík 1989 og svo með KR árið eftir. Páll Fannar Helgason hjá Snæ- felli var líka í æfingahóp KR í úrslitakeppninni í fyrra en tók ekki þátt í úrslitakeppninni. - óój Pálmi Freyr Sigurgeirsson: Jafnaði afrek Axels frá 1990 PÁLMI FREYR SIGURGEIRSSON Fagnar titlinum með Inga Þór. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Dorma sængurverin komin aftur! Verð aðeins 3.900,- • Svart • Hvítt • Krem • Brúnt Holtagörðum 2. hæð • Sími 512 6800 • www.dorma.is • dorma@dorma.is OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardag frá kl. 11-16 Sunnudag frá kl. 13-17 Opið í dag frá kl. 11-16 Chiro 600 heilsurúm Stærð cm. Tilboð kr. 90x200 90.900,- 100x200 95.900,- 120x200 98.000,- 140x200 119.900,- 160x200 149.900,- 180x200 159.900,-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.