Fréttablaðið - 01.05.2010, Síða 110
78 1. maí 2010 LAUGARDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT
2. viðlag, 6. kraðak, 8. kæla, 9. blund-
ur, 11. íþróttafélag, 12. eggjarauða,
14. rót, 16. í röð, 17. tæki, 18. ennþá,
20. tveir, 21. velta.
LÓÐRÉTT
1. bumba, 3. golf áhald, 4. inúíti, 5.
spor, 7. fíkinn, 10. sönghús, 13. gild-
ing, 15. rof, 16. húðpoki, 19. nudd.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. stef, 6. ös, 8. ísa, 9. mók,
11. kr, 12. blómi, 14. grams, 16. hi, 17.
tól, 18. enn, 20. ii, 21. snúa.
LÓÐRÉTT: 1. vömb, 3. tí, 4. eskimói,
5. far, 7. sólginn, 10. kór, 13. mat, 15.
slit, 16. hes, 19. nú.
PERSÓNAN
Júlí Heiðar Halldórsson
Aldur: 19 ára.
Starf: Danskennari, kenni hip hop
hjá DanceCenter í Reykjavík.
Fjölskylda: Á mömmu og pabba
og tvö systkini.
Búseta: Ég bý í Þorlákshöfn og hjá
frænku minni í bænum.
Stjörnumerki: Hrútur.
Júlí Heiðar hefur vakið umtal og deilur
fyrir popptexta sína.
Þóroddur Stefánsson, oftast kennd-
ur við Bónusvídeó-keðjuna, hefur
keypt Austurbæjarbíó sem stendur
við Snorrabraut. Iðnaðarmenn vinna
nú hörðum höndum að því að koma
húsinu í gott stand en þetta forn-
fræga kvikmyndahús og tónleika-
staður hefur verið nánast gleymdur
og grafinn í miðborg Reykjavíkur.
Þóroddur segir það hálfgerðan skan-
dal hversu mikið húsnæðið hefur
fengið að grotna niður.
Þóroddur keypti húsnæðið fyrir
nokkrum mánuðum en Arionbanki
átti það. „Ég ætla að gera það allt
upp og koma glæsileika þess í upp-
runalegt horf. Ég hef alltaf haft
gaman af svona fallegum húsum og
það er í raun hryllilegt að sjá hvern-
ig komið hefur verið fram við það,“
segir Þóroddur sem ætlar þó ekk-
ert að stressa sig á þessu og tekur
fram að hann ætli að gera þetta
allt í rólegheitunum. „Þetta verður
opnað einhvern tímann í haust, það
er svona hugmyndin.“
Þóroddur hefur sett stefnuna á að
koma á fót flottu viðburðahúsi þar
sem tónlistarmenn og aðrir lista-
menn geta sýnt sköpun sína. Þá er
hugmyndin sú að reisa veitinga-
stað á annarri hæð hússins en þar
var áður hinn frægi veitingastaður
Silfurtunglið. Þóroddur segir leif-
arnar af veitingastaðnum vera þar
enn þá.
Þóroddur hefur lítið látið fyrir
sér fara undanfarin ár. Hann er
einn hluthafa í viðburðafyrirtæk-
inu 3sagas sem Árni Þór Vigfússon
og Kristján Ra Kristjánsson reka
í Svíþjóð. Þóroddur tekur þó fram
að þeir tveir komi hvergi nálægt
þessu verkefni.
Austurbæjarbíó hefur lengi leik-
ið stórt hlutverk í menningarlífi
höfuðborgarinnar frá því að það
var vígt árið 1947. Tónlistarfélag
Reykjavíkur var þarna fyrst og
Sinfóníuhljómsveit Íslands þreytti
frumraun sína á sviði Austurbæjar-
bíós fyrir allmörgum áratugum. Þá
hefur fjöldi leikrita verið sett upp
í húsnæðinu af bæði sjálfstæðum
leikhópum og Leikfélagi Reykja-
víkur og ekki má gleyma frægri
tónleikaröð Svavars Gests, Ellýj-
ar Vilhjálms og Ragnars Bjarna-
sonar í Silfurtunglinu. Margir af
eldri kynslóðinni muna eflaust eftir
kvikmyndasýningum um söngelska
kúrekann Roy Rogers sem Friðrik
Þór Friðriksson gerði ódauðleg skil
í kvikmyndinni Bíódögum.
Á seinni árum rak Samfilm Bíó-
borgina í húsnæðinu en undanfarin
ár hefur starfsemin verið nokkuð
skrykkjótt, síðast hýsti Austurbæj-
arbíó Hús unga fólksins sem Rauði
Krossinn, Samfélagið Frumkvæði,
Hitt húsið og Félag framhaldsskóla
stóðu að. freyrgigja@frettabladid.is
ÞÓRODDUR STEFÁNSSON: HRYLLILEGT HVERNIG FARIÐ VAR MEÐ HÚSIÐ
Austurbæjarbíó lifnar við
Það ríkir gleði á heimili hjónanna
Manuelu Óskar Harðardóttur og
Grétars Rafns Steinssonar í Bolton
eftir að þeim fæddist dóttir í vik-
unni. Litla stelpan var 13 merkur og
49 sentímetrar og hefur
fengið nafnið Elma
Rós. Manuela segir frá
því á bloggsíðu sinni
að Elmu-nafnið komi
frá Elmari afa hennar
og stóri bróðir nýjasta
fjölskyldumeðlimsins
hafi valið millinafnið
Rós.
Tilkynna átti um sigurvegara
hljómsveitakeppninnar Þorska-
stríðið í beinni útsendingu á Rás
2 í gær. Ekkert varð af því þar sem
dómnefndin, sem er meðal annars
skipuð útvarpsmanninum Ólafi
Páli Gunnarssyni, þurfti lengri
tíma til að ákveða sig en reiknað
hafði verið með. Úrslitin
verða þess í stað tilkynnt
miðvikudaginn 5. maí og
fá því Óli Palli og félag-
ar fimm aukadaga
til að liggja undir
feldi áður en
þeir kveða upp
úrskurð sinn.
Jónsi úr Sigur Rós fagnaði 35 ára
afmælisdegi sínum á óvenjulegan
hátt fyrir viku. Í uppklappi eftir
tónleika hans í Kansas í Banda-
ríkjunum á fimmtudagskvöldið
eftir að klukkan hafði slegið tólf á
miðnætti fékk kærastinn hans Alex
Somers áhorfendur til að syngja
afmælissönginn. Undirspilið var í
blásaraútgáfu og hafði verið tekið
upp nákvæmlega ári fyrr meðan
á gerð plötu Jónsa, Go, stóð. Eftir
tónleikana var áhugasömum
áhorfendum síðan boðið baksviðs
þar sem þeir fögnuðu afmælinu
með Jónsa. Þar var afmælis-
söngurinn aftur sunginn
auk þess sem eitt
tónleikapar mætti með
súkkulaðiköku handa
átrúnaðargoðinu.
- hdm, fb
FRÉTTIR AF FÓLKI
Hljómsveitin Hjaltalín fær mjög góða dóma fyrir
aðra plötu sína, Terminal, í bresku tónlistartíma-
ritunum Mojo og Uncut. Mojo gefur plötunni fjór-
ar stjörnur af fimm mögulegum en Uncut gefur
henni þrjár stjörnur af fimm.
„Fyrsta lagið Suitcase Man blandar tónlist
spagettívestranna saman við West Side Story þar
sem gróf rödd Högna Egilssonar fær að njóta sín,“
segir í dómi Mojo, þar sem tónlist Hjaltalín er
lýst sem diskó-sálarpoppi. „Þegar líður á plötuna
deilir Högni söngnum meira með Sigríði Thorlaci-
us og þá kemur í ljós að hið frábæra leikræna-sál-
arpopp er ekki bara eftiröpun á New York-stemn-
ingu áttunda áratugarins.“
Í dómi Uncut er Högna líkt við söngvara bresku
sveitarinnar Elbow og Sigríði líkt við Shirley
Bassey. „Þessi sjö manna hálfgerða sinfóníusveit
reiðir sig mikið á strengi, básúnur og timpani-
trommur. Samt sem áður eru þarna einnig áhrif
úr sálar- og diskótónlist. Lögin, sem eru stór í
umgjörð, hljóma eins og fínni útgáfan af Elbow
og líkindi Högna við Guy Garvey staðfesta þann
samanburð.“
Terminal kemur út í Evrópu 24. maí og eru
þessir góðu dómar því fyrirtaks kynning á
plötunni og gott veganesti. Fyrr á árinu hlaut
hún Íslensku tónlistarverðlaunin sem besta
poppplatan, auk þess sem hún varð efst í kjöri tón-
listarspekinga Fréttablaðsins yfir bestu plötur
síðasta árs.
Hjaltalín leikur á tvennum tónleikum með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói í júní.
- fb
Bretar hrifnir af Hjaltalín
HJALTALÍN Hljómsveitin Hjaltalín fær góða dóma í Bretlandi
fyrir plötu sína Terminal. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hönnuðurinn Linda Björg Árnadótt-
ir hefur gert fatalínu sem hún lýsir
frekar sem heimafatnaði heldur en
tísku. Linda hefur um tíma hann-
að undir heitinu Scintilla og sam-
anstendur nýja fatalínan meðal ann-
ars af hlýrabolum, kjólum, leggings
og háum sokkum úr hundrað pró-
sent silki og fæst hún í tískuversl-
uninni Kron Kron.
„Ég er bæði fata- og textílhönn-
uður og er með merki sem kallast
Scintilla og er heimilistextíll. Nýja
línan passar vel inn í það auk þess
sem þetta var góð leið fyrir mig til
að gera línu sem væri ekki árstíða-
tengd eins og flest annað í tísku-
heiminum. Með þessu þarf ég ekki
að koma með tvær nýjar línur árlega
heldur get ég bætt við þessa hægt og
rólega,“ útskýrir Linda Björg. Hún
segir flíkurnar vera klassískar og
því geti fólk notað þær ár eftir ár án
þess að þær fari úr tísku. Eins og er
fást flíkur aðeins í svörtu og hvítu
en að sögn Lindu Bjargar mun brátt
bætast í litaflóruna.
„Ég er mjög ánægð með þær
vörur sem komnar eru. Nú ætla ég
að fara að bæta við og stækka línuna
auk þess sem ég er að vinna í því að
koma vörunum í sölu á fleiri stöðum
bæði hér heima og erlendis.“
Hægt er að skoða vörur Scintilla á
heimasíðu fyrirtækisins www.scint-
illalimited.com. - sm
Linda Björg hannar heimafatnað
HANNAR HEIMAFÖT Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og fagstjóri fatahönnunar-
deildar LHÍ, hefur hannað nýja fatalínu.
AUSTURBÆJARBÍÓ OPNAR Á NÝ Hið fornfræga Austurbæjar-
bíó verður opnað að nýju í haust. Þóroddur Stefánsson, sem
hefur keypt húsið, hyggst koma því í upprunalegt horf en
reikna má með fjölbreyttri starfsemi þar.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
Vika bókarinnar,
ávísunin gildir til 3.maí
úrval nýrra
kilja á 1.995,-
fullt verð 2.490,-
Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið 9 - 22 alla daga.
opið
1. maí