Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.05.2010, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 12.05.2010, Qupperneq 32
 12. MAÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR8 ● baðherbergi Á krepputímum er vel hægt að gera áhrifamiklar endurbætur á baðherberginu sem kosta lítið og mun minni fyrirhöfn en þegar ráðist er í að endurgera það frá grunni. ● Einfaldasta ráðið til að fríska upp á baðherbergi er að búa það nýjum handklæðum, mottum og sturtuhengi. ● Ný málning frískar alltaf með óvæntu litavali. Veljið liti sem tóna vel við flísar, hreinlætistæki og gólfefni. ● Stórir, rammalausir speglar stækka baðher- bergi og gefa því nýjar víddir. Ef þú átt þegar þannig speg- il en langar í tilbreyt- ingu er upplagt að fá sér spegil í fallegum ramma. ● Skiptu um skraut- muni og breyttu upp- röðun í hillum og á borð- um baðherbergisins. Breyttu alveg um stíl eða skiptu um lit á sápupumpu, þvottakörfu og krúsum undir eyrnapinna, bómull og annað. Not- aðu körfur undir klósettrúllur, þvotta- stykki og handklæði, og skreyttu bað- herbergið með litríkum sápum og kertum sem gefa gömlu baðherbergi ferskan svip. Kertaljós eru augnayndi ásamt því að hafa róandi áhrif og skapa rómantíska stemningu. Nýtt baðherbergi með naumari budduráðum Byggingavöruverslunin Ísleifur Jónsson byggir á tæplega níutíu ára reynslu og telur Grétar Leifsson það vera eina helstu sérstöðu fyrirtækisins. „Við erum þrír bræður sem erum búnir að vera sjálfir í þessu í yfir tuttugu ár. Fyrirtækið Ísleifur Jónsson er stofnað af afa okkar,“ segir Grétar Leifsson, fram- kvæmdastjóri Ísleifs Jónssonar, og bætir við að fyrirtækið sé því mikið fjölskyldufyrirtæki. „Við höfum alltaf lagt áherslu á að bjóða vandaða vöru og ekki bara vandaða vöru því við vilj- um líka leiðbeina fólki við að velja réttu vöruna og aðstoða alla leið,“ útskýrir Grétar. „Vegna sögunnar viljum við vera með góðar vörur til þess að halda okkar orðspori við.“ Grétar segir að fyrirtækið sé þekkt fyrir að vera með breiða línu af baðherbergisvörum. „Okkar styrkur er að við erum með allt, hreinlætis- og blöndunartæki, frá- rennsli, vatnið og hitann. Við erum kannski sú verslun sem í raun og veru leysir allt sem þarf í eitt bað- herbergi,“ segir Grétar og bætir við að úrval verslunarinnar hafi breyst nokkuð í gegnum áratug- ina. „Þetta er náttúrulega alveg gjörbreytt því þá voru kolakatlar, pottofnar og þess háttar. Í gegnum tíðina höfum við selt allt sem þarf í vatn, hita og skolp.“ Inntur eftir breytingum á bað- herbergjum á síðustu árum segir Grétar: „Núna vill fólk fá gólf- hita í baðherbergið. Ef það er með sturtu þá vill það vera með svo- kallaða „walk-in“ sturtu, það er að segja, sturtan og baðgólfið er ein heild. Það er sjálfsagt mál að vera með handklæðaofn og upphengd klósett. Ég myndi segja að það séu alltaf fleiri og fleiri sem eru bara með sturtu frekar en baðkar,“ segir Grétar sem rekur ástæðuna til pottamenningarinnar. „Ef að hægir á pottamenningunni koma baðkerin aftur en sala á heitum pottum hefur minnkað stórlega.“ Grétar segist hafa tekið eftir því að fólk skipti út tækjum á baðher- berginu áður en þau verða ónýt. „Bæði geta hlutirnir verið fallegri, auðveldari í notkun og hljóðlát- ari,“ útskýrir Grétar sem hefur þó tekið eftir kreppunni. „Fólk verð- ur að undirbúa sig betur í dag og vera tímanlegra að panta vöruna því fyrirtæki liggja ekki með stóra lagera. Við höfum farið í ódýrari línur en notum samt enn þá gott efni.“ Frá kolakötlum til upphengdra klósetta „Venjulegt baðherbergi endist í þrjátíu til fjörutíu ár,“ segir Grétar sem fengið hefur beiðnir um varahluti í svo gömul baðher- bergi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.